Innlent

Stuðnings­menn Oscars mót­mæltu og Kári Stefáns hættur

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Bylgjan hádegi

Í hádegisfréttum fjöllum við um mótmæli sem efnt var til á Hverfisgötunni í morgun fyrir utan fundarstað ríkisstjórnarinnar.

Þar komu saman stuðningsmenn Oscars Florez sem er sautján ára drengur frá Kólombíu sem fær ekki að vera hér á landi til frambúðar. Nokkrir tugir mættu til að mótmæla þar á meðal þekkt andlit á borð við Pál Óskar Hjálmtýsson og Jón Baldvin Hannibalsson.

Einnig fjöllum við um ársreikning Reykjavíkurborgar sem birtur var nú í hádeginu og ræðum við nýjan forsvarsmann Kvikmyndaskóla Íslands, enn stofnandi hans er ósáttur við að nafnið verði notað af nýjum rekstraraðilum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×