Liverpool tryggði sér sinn tuttugasta Englandsmeistaratitil með 5-1 sigri á Tottenham á Anfield á sunnudaginn.
Stemmningin á Anfield var gríðarlega mikil og raunar svo mikil að fagnaðarlætin á vellinum mældust á jarðskjálftamælum.
Fagnaðarlætin eftir að Alexis Mac Allister kom Liverpool í 2-1 á 24. mínútu mældust til að mynda 1,74 á Ritcher samkvæmt rannsókn háskólans í Liverpool. Rannsóknin var unnin af þremur vísindamönnum við skólann í samstarfi við félagið.
Eftir að Mohamed Salah skoraði fyrir framan Kop-stúkuna á Anfield í seinni hálfleik mældust fagnaðarlæti Púlara 1,60 á Ritcher.
„Eldmóður stuðningsmannanna var bókstaflega nógu mikill til hreyfa jörð,“ sagði prófessorinn Ben Edwards um fagnaðarlætin.
Rúmlega sextíu þúsund manns voru á leiknum á sunnudaginn og sáu Liverpool vinna enska meistaratitilinn í annað sinn á fimm árum.