Guðrún Arnardóttir lék allan leikinn í miðri vörn gestanna í Rosengård. Bar hún fyrirliðabandið líkt og hún hefur gert á þessari leiktíð. Ísabella Sara Tryggvadóttir - sem á að baki 46 leiki fyrir yngri landslið Íslands - kom inn af bekknum þegar rúmar tíu mínútur voru til leiksloka, þá var staðan orðin 3-0 Hammarby í vil.
Búist var við nokkuð spennandi leik þar sem Hammarby er á toppi deildarinnar með 13 stig á meðan Rosengård er með 10 stig þegar fimm umferðir eru búnar. Ótrúlegir hlutir geta hins vegar allt gerst í bikarnum og það má segja að það hafi gerst í dag.
Staðan í hálfleik var 2-0 Hammarby í vil eftir mörk Julie Blakstad og Ellen Wagnerheim. Þegar tæp klukkustund var liðin gerði Blakstad út um leikinn. Cathinka Tandberg bætti fjórða markinu við sem og því fimmta úr vítaspyrnu í blálokin.
Lokatölur 5-0 og Hammarby mætir Norrköping í úrslitum þann 6. júní.
Fréttin hefur verið uppfærð.