Chelsea hefur nú unnið ensku ofurdeildina alls níu sinnum, eða þrefalt oftar en nokkurt annað lið frá stofnun deildarinnar fyrir fimmtán árum.
Chelsea have won the @BarclaysWSL for a 6th consecutive season.
— Squawka (@Squawka) April 30, 2025
They've now won the league title on nine occasions, at least 3x as many times as any other side. 🏆 pic.twitter.com/fJwU2o2XR4
Eftir 5-2 tap Arsenal gegn Aston Villa í kvöld þurfti Chelsea aðeins að ná í stig gegn Manchester United til að tryggja sér sjötta titilinn í röð. Það gerði liðið og gott betur því Chelsea vann 1-0 útisigur á United, með skallamarki Lucy Bronze.
Þar með er Chelsea, sem ekki hefur tapað leik á tímabilinu, með 54 stig eftir 20 leiki, níu stigum á undan Arsenal þegar aðeins tvær umferðir eru eftir.
Chelsea-konur náðu því að hrista af sér vonbrigðin eftir að hafa steinlegið gegn Barcelona í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu á sunnudaginn, 4-1, og tapað því einvígi samtals 8-2.
Chelsea getur unnið þrefalt á Englandi því liðið mætir Manchester United í bikarúrslitaleik 18. maí og hafði áður unnið deildabikarinn í mars.