Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Kjartan Kjartansson skrifar 30. apríl 2025 11:24 Erin Patterson sem er sökuð um að hafa eitruð fyrir tengdafjölskyldu sinni með baneitruðum svepp. AP/James Ross Verjendur ástralskrar konu sem er sökuð um að hafa drepið tengdafjölskyldu sína með eitruðum sveppum segja að hún muni halda því fram að það hafi verið „hörmulegt óhapp“. Réttarhöld yfir konunni hófust í dag en hún er ákærð fyrir þrjú morð og tilraun til manndráps. Fyrrverandi tengdaforeldar Erin Patterson og systir fyrrverandi tengdamóðurinnar létust eftir matarboð þar sem hún bar fram máltíð sem í var grænserkur, einn eitraðsti sveppur í heimi, árið 2023. Eiginmaður tengdamóðursysturinnar veiktist alverlega en komst lífs af. Patterson er ákærð fyrir að valda dauða fólkins og að reyna að drepa manninn sem lifði af. Réttarhöld hófust yfir henni í bænum Morwell í Viktoríuríki í morgun. Lögmenn hennar sögðu við upphaf réttarhaldanna að málsvörnin byggðist á því að um harmleik hefði verið að ræða, hörmulegt óhapp, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Engu að síður viðurkennir Patterson að hún hafi tínt villta sveppi, logið að lögreglunni og losað sig við sönnunargögn. Hún hafi einfaldlega verið gripin ofsahræðslu eftir að hún eitraði óvart fyrir fjölskyldunni. Gaf misvísandi skýringar á uppruna sveppanna Ekki er deilt um að grænserkur hafi verið í máltíðinni, Wellington-steik með kartöflumús og grænum baunum. Úrlausnarefni dómstólsins væri hvort að Patterson hefði ætlað sér að drepa fólkið. Saksóknari sagði að rannsakendur hefðu upphaflega talið að um fjöldamatareitrun hefði verið að ræða. Nú teldi ákæruvaldið að Patterson hefði eitrað vísvitandi fyrir gestum sínum til þess að myrða þá. Ekki væri þó hægt að segja hvað henni hefði gengið til með drápunum. Sönnunargögn yrðu lögð fram um að Petterson hefði tínt sveppi á slóðum þar sem vitað væri að grænserkir yxu. Í matarboðinu hafi hún svo borðað af öðruvísi diski en gestirnir. Dagana eftir matarboðið hefði hún reynt að hylja spor sín, meðal annars með því að losa sig við matvinnslutæki sem hún notaði. Þá hefði hún gefið lögreglu misvísandi skýringar á hvaðan sveppirnir komu. Fyrst hefði hún sagt að þeir kæmu úr asískri matvöruverslun í Melbourne og að hún hefði aldrei tínt villta sveppi sjálf. Vildi ekki leggjast inn eða láta lækna skoða börnin sín Patterson bauð tengdafólki sínu og fyrrverandi eiginmanni í mat í þeim tilgangi að ræða krabbameinsgreiningu hennar. Hún hafði hins vegar ekki verið greind með krabbamein. Fyrrverandi eiginmaðurinn afboðaði sig á síðustu stundu. Hann segist hafa fundist sambandið við Patterson vera orðið „óþægilegt“ eftir að þau skildu í vinsemd fyrr sama ár og matarboðið örlagaríka var haldið. Gestirnir létust á sjúkrahúsi eftir heiftarleg veikindi. Patterson fór sjálf á sjúkrahús en neitaði ítrekað að láta leggja sig in. Læknir sem annaðist gesti hennar hafði svo miklar áhyggjur af velferð hennar að hann hafði samband við lögreglu til að aðstoða sig. Þá neitaði Patterson að leyfa læknum að skoða börnin sín sem hún sagði að hefðu borðað afgang af matnum, þó án sveppanna sem hún sagðist hafa skafið af þar sem börnin vildu þá ekki. Patterson var upphaflega ákærð fyrir tilraun til manndráps á fyrrverandi eiginmanni sínum en sá hluti ákærunnar var felldur niður. Ástralía Sveppir Erlend sakamál Dómsmál Tengdar fréttir Sagðist saklaus af því að hafa drepið með eitruðum sveppum Áströlsk kona sem er ákærð fyrir að valda dauða þriggja manna með því að gefa þeim eitraða sveppi lýsti yfir sakleysi sínu þegar málið kom fyrir dómara í dag. Hún heldur því fram að hún hafi ekki eitrað vísvitandi fyrir fólkinu. 7. maí 2024 08:59 Patterson ákærð fyrir þrjú morð og grunuð um ítrekaðar morðtilraunir Hin ástralska Erin Patterson, 49 ára, hefur verið ákærð fyrir að myrða þrjá einstaklinga með því að gefa þeim eitraða sveppi og fyrir tilraun til manndráps á fimm einstaklingum. 3. nóvember 2023 08:44 Talin hafa gefið fyrrverandi tengdaforeldrunum eitraða sveppi Áströlsk kona er grunuð hafa notað eitraða sveppi þegar hún matreiddi Beef Wellington-steik fyrir foreldra fyrrverandi eiginmanns síns. Þrír hafa látist eftir að hafa borðað máltíðina. 15. ágúst 2023 18:28 Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Fyrrverandi tengdaforeldar Erin Patterson og systir fyrrverandi tengdamóðurinnar létust eftir matarboð þar sem hún bar fram máltíð sem í var grænserkur, einn eitraðsti sveppur í heimi, árið 2023. Eiginmaður tengdamóðursysturinnar veiktist alverlega en komst lífs af. Patterson er ákærð fyrir að valda dauða fólkins og að reyna að drepa manninn sem lifði af. Réttarhöld hófust yfir henni í bænum Morwell í Viktoríuríki í morgun. Lögmenn hennar sögðu við upphaf réttarhaldanna að málsvörnin byggðist á því að um harmleik hefði verið að ræða, hörmulegt óhapp, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Engu að síður viðurkennir Patterson að hún hafi tínt villta sveppi, logið að lögreglunni og losað sig við sönnunargögn. Hún hafi einfaldlega verið gripin ofsahræðslu eftir að hún eitraði óvart fyrir fjölskyldunni. Gaf misvísandi skýringar á uppruna sveppanna Ekki er deilt um að grænserkur hafi verið í máltíðinni, Wellington-steik með kartöflumús og grænum baunum. Úrlausnarefni dómstólsins væri hvort að Patterson hefði ætlað sér að drepa fólkið. Saksóknari sagði að rannsakendur hefðu upphaflega talið að um fjöldamatareitrun hefði verið að ræða. Nú teldi ákæruvaldið að Patterson hefði eitrað vísvitandi fyrir gestum sínum til þess að myrða þá. Ekki væri þó hægt að segja hvað henni hefði gengið til með drápunum. Sönnunargögn yrðu lögð fram um að Petterson hefði tínt sveppi á slóðum þar sem vitað væri að grænserkir yxu. Í matarboðinu hafi hún svo borðað af öðruvísi diski en gestirnir. Dagana eftir matarboðið hefði hún reynt að hylja spor sín, meðal annars með því að losa sig við matvinnslutæki sem hún notaði. Þá hefði hún gefið lögreglu misvísandi skýringar á hvaðan sveppirnir komu. Fyrst hefði hún sagt að þeir kæmu úr asískri matvöruverslun í Melbourne og að hún hefði aldrei tínt villta sveppi sjálf. Vildi ekki leggjast inn eða láta lækna skoða börnin sín Patterson bauð tengdafólki sínu og fyrrverandi eiginmanni í mat í þeim tilgangi að ræða krabbameinsgreiningu hennar. Hún hafði hins vegar ekki verið greind með krabbamein. Fyrrverandi eiginmaðurinn afboðaði sig á síðustu stundu. Hann segist hafa fundist sambandið við Patterson vera orðið „óþægilegt“ eftir að þau skildu í vinsemd fyrr sama ár og matarboðið örlagaríka var haldið. Gestirnir létust á sjúkrahúsi eftir heiftarleg veikindi. Patterson fór sjálf á sjúkrahús en neitaði ítrekað að láta leggja sig in. Læknir sem annaðist gesti hennar hafði svo miklar áhyggjur af velferð hennar að hann hafði samband við lögreglu til að aðstoða sig. Þá neitaði Patterson að leyfa læknum að skoða börnin sín sem hún sagði að hefðu borðað afgang af matnum, þó án sveppanna sem hún sagðist hafa skafið af þar sem börnin vildu þá ekki. Patterson var upphaflega ákærð fyrir tilraun til manndráps á fyrrverandi eiginmanni sínum en sá hluti ákærunnar var felldur niður.
Ástralía Sveppir Erlend sakamál Dómsmál Tengdar fréttir Sagðist saklaus af því að hafa drepið með eitruðum sveppum Áströlsk kona sem er ákærð fyrir að valda dauða þriggja manna með því að gefa þeim eitraða sveppi lýsti yfir sakleysi sínu þegar málið kom fyrir dómara í dag. Hún heldur því fram að hún hafi ekki eitrað vísvitandi fyrir fólkinu. 7. maí 2024 08:59 Patterson ákærð fyrir þrjú morð og grunuð um ítrekaðar morðtilraunir Hin ástralska Erin Patterson, 49 ára, hefur verið ákærð fyrir að myrða þrjá einstaklinga með því að gefa þeim eitraða sveppi og fyrir tilraun til manndráps á fimm einstaklingum. 3. nóvember 2023 08:44 Talin hafa gefið fyrrverandi tengdaforeldrunum eitraða sveppi Áströlsk kona er grunuð hafa notað eitraða sveppi þegar hún matreiddi Beef Wellington-steik fyrir foreldra fyrrverandi eiginmanns síns. Þrír hafa látist eftir að hafa borðað máltíðina. 15. ágúst 2023 18:28 Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Sagðist saklaus af því að hafa drepið með eitruðum sveppum Áströlsk kona sem er ákærð fyrir að valda dauða þriggja manna með því að gefa þeim eitraða sveppi lýsti yfir sakleysi sínu þegar málið kom fyrir dómara í dag. Hún heldur því fram að hún hafi ekki eitrað vísvitandi fyrir fólkinu. 7. maí 2024 08:59
Patterson ákærð fyrir þrjú morð og grunuð um ítrekaðar morðtilraunir Hin ástralska Erin Patterson, 49 ára, hefur verið ákærð fyrir að myrða þrjá einstaklinga með því að gefa þeim eitraða sveppi og fyrir tilraun til manndráps á fimm einstaklingum. 3. nóvember 2023 08:44
Talin hafa gefið fyrrverandi tengdaforeldrunum eitraða sveppi Áströlsk kona er grunuð hafa notað eitraða sveppi þegar hún matreiddi Beef Wellington-steik fyrir foreldra fyrrverandi eiginmanns síns. Þrír hafa látist eftir að hafa borðað máltíðina. 15. ágúst 2023 18:28