Alls hafa um níutíu hælisleitendur verið vistaðir í fangelsi síðustu mánuðina sem hefur sett mikið álag á kerfið.
Þá fjöllum við um NATO æfinguna Dynamic Mongoose sem hófst í morgun en hér við land eru nú stödd fjölmörg herskip og einn pólskur kafbátur.
Einnig fjöllum við um stöðuna í Úkraínu en Trump Bandaríkjaforseti segist telja að Úkraínumenn séu tilbúnir til þess að gefa Krímskaga upp á bátinn, í skiptum fyrir frið.
Í íþróttum dagsins verður svo fjallað um úrslitakeppnina í körfubolta kvenna en nú er komið í ljós hvaða lið keppa um titilinn.