ReBell er aðeins fjórtán ára gamall en honum tókst að tryggja sér sæti í lokaúrtökumótinu fyrir Opna bandaríska sem er eitt af risamótunum í golfi. Þar er barist um fá sæti í boði fyrir áhugakylfinga meðal allra atvinnukylfinganna.
ReBell gerði með það því að spila hring á 69 höggum á vellinum hjá Three Ridges golfklúbbnum en það gera þrjú högg undir pari.
ReBell er frá Tennessee fylki og hann er nú kominn lengra heldur en margir þekktir kylfingar.
ReBell fékk fjóra fugla á hringnum og einn skolla. Hann var jafn fjórum öðrum og þurfti því að fara í umspil.
Þar stóðst strákurinn heldur betur pressuna og náði fugli á annarri holu til að vinna bráðabanann. Hann var því einn af þremur sem komust áfram á lokaúrtökumótið.
Faðir ReBell sagði frá því á samfélagsmiðlum að strákurinn hafi næstum því farið holu í höggi á holunni sem skilaði honum fugli í bráðabananum.
ReBell er þegar búinn að ná mikilli högglengd en Ryan faðir hans segir strákinn geta slegið 242 metra sem er magnað fyrir svo ungan strák.
Það er enn ekki vitað hvar ReBell spilar í lokaúrtökumótinu en það gæti mögulega verið hjá Piedmont Driving golfklúbbnum í Atlanta í byrjun júní.
Opna bandaríska meistaramótið fer síðan fram en það er þriðja risamót ársins og fer fram um miðjan júní.