„Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 23. apríl 2025 22:03 Sólveig Anna fékk sig fullsadda eftir svívirðingar Maríu Pétursdóttur fyrr í dag og sagði sig úr Sósíalistaflokknum. Sanna María sér á eftir henni og vonar að hún komi aftur. Vísir/Arnar/Vilhelm Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, segir leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki en Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði sig úr flokknum í dag. Sanna fagnar gagnrýni en segir engan árangur nást fari allur tíminn í naflaskoðun. Sanna skrifaði færslu í Rauða þráðinn, umræðuhóp Sósíalistaflokksins, fyrr í kvöld. Hún fór þar yfir af hverju flokkurinn var stofnaður og hvernig hann megi ná markmiðum sínum. Hún segir fólk þurfa að muna af hverju Sósíalistaflokkurinn var stofnaður og hvað það er sem hann er að reyna að ná fram í íslensku samfélagi. Hún hafi farið út í baráttuna svo engin börn þurfi að upplifa „svengd, hungur og fátækt.“ „Því er ekki náð með því að horfa sífellt inn á við, á aðra félaga og hvað þeir gera eða gera ekki. Auðvitað er gagnrýnin umræða af hinu góða en engum árangri er náð ef allur tíminn fer í innri naflaskoðun án þess að starfa út á við fyrir fólkið,“ skrifar hún svo. Þar vísar hún í ólgu innan flokksins sem hefur brotist út á Rauða þræðinum og á fundum flokksins. Þar hafa spjótin aðallega beinst að Gunnari Smára Egilssyni, formanni framkvæmdastjórnar flokksins og ritstjóra Samstöðvarinnar, sem hefur verið sakaður um þöggun og ofríki. Sér á eftir Sólveigu Önnu Undir lok færslunnar skrifar Sanna síðan: „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki sem ég vona að komi aftur. Sameinuð stöndum við, sundruð föllum við.“ Án efa er Sanna þar að vísa í Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar, sem sagði sig úr Sósíalistaflokknum eftir ummæli Maríu Pétursdóttur, sem var þangað til nýverið formaður málefnastjórnar flokksins, sem hún skrifaði um Sólveigu fyrr í dag. María skrifaði þar að Sólveig talaði inn í fasisma og öfga-hægristefnu og talaði gegn mannréttindum. Sólveig sagði að við það að lesa svívirðingar Maríu væri henni ljóst að hún ætti ekki lengur heima í Sósíalistaflokknum. Fjöldi fólks hefur skrifaði ummæli við færslu Sönnu, þar á meðal Viðar Þorsteinsson, fræðslustjóri Eflingar og einn nánasti samstarfsfélgi Sólveigar Önnu, sem skrifar: „Hefði verið gott ef forystan hefði stigið inn fyrr til að tempra ofstækið.“ Sósíalistaflokkurinn Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins hefur ákveðið að takmarka virkni meðlima í Rauða þræðinum við eina færslu á dag og ein ummæli á klukkustund. Forysta flokksins hefur verið sökuð um ólýðræðisleg vinnubrögð en Gunnar Smári segir ákveðinn hóp stefna að Maóískri menningarbyltingu innan flokksins. 5. apríl 2025 13:37 Karl hafi leyst úr læðingi „ógeðfelldar nornaveiðar“ Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokksins, hefur svarað ásökunum sem á hann hafa verið bornar fullum hálsi. Hann segir hóp innan flokksins tala fyrir lögleysu og glundroða, eins konar Maóískri menningarbyltingu. 21. mars 2025 11:16 Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Trausti Breiðfjörð Magnússon, fyrrverandi borgarfulltrúi Sósíalista, segist ekki aðeins hafa hætt í borgarstjórn vegna veikinda heldur hafi flokksforystan ráðskast með hann. Hann hafi til að mynda gefið þrjár milljónir af borgarstjórnarlaunum sínum til styrktarsjóðsins Vorstjörnunnar en engar þakkir fengið fyrir. 13. mars 2025 14:48 Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins „Við höfnum ásökunum Karls Héðins Kristjánssonar, sem birti í dag póst um afsögn sína úr kosningastjórn flokksins síðastliðna helgi, um að „hunsa lýðræðislega gagnrýni, viðhalda óheilbrigðri menningu og refsa þeim sem benda á vandamálin.“ 12. mars 2025 18:45 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Sjá meira
Sanna skrifaði færslu í Rauða þráðinn, umræðuhóp Sósíalistaflokksins, fyrr í kvöld. Hún fór þar yfir af hverju flokkurinn var stofnaður og hvernig hann megi ná markmiðum sínum. Hún segir fólk þurfa að muna af hverju Sósíalistaflokkurinn var stofnaður og hvað það er sem hann er að reyna að ná fram í íslensku samfélagi. Hún hafi farið út í baráttuna svo engin börn þurfi að upplifa „svengd, hungur og fátækt.“ „Því er ekki náð með því að horfa sífellt inn á við, á aðra félaga og hvað þeir gera eða gera ekki. Auðvitað er gagnrýnin umræða af hinu góða en engum árangri er náð ef allur tíminn fer í innri naflaskoðun án þess að starfa út á við fyrir fólkið,“ skrifar hún svo. Þar vísar hún í ólgu innan flokksins sem hefur brotist út á Rauða þræðinum og á fundum flokksins. Þar hafa spjótin aðallega beinst að Gunnari Smára Egilssyni, formanni framkvæmdastjórnar flokksins og ritstjóra Samstöðvarinnar, sem hefur verið sakaður um þöggun og ofríki. Sér á eftir Sólveigu Önnu Undir lok færslunnar skrifar Sanna síðan: „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki sem ég vona að komi aftur. Sameinuð stöndum við, sundruð föllum við.“ Án efa er Sanna þar að vísa í Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar, sem sagði sig úr Sósíalistaflokknum eftir ummæli Maríu Pétursdóttur, sem var þangað til nýverið formaður málefnastjórnar flokksins, sem hún skrifaði um Sólveigu fyrr í dag. María skrifaði þar að Sólveig talaði inn í fasisma og öfga-hægristefnu og talaði gegn mannréttindum. Sólveig sagði að við það að lesa svívirðingar Maríu væri henni ljóst að hún ætti ekki lengur heima í Sósíalistaflokknum. Fjöldi fólks hefur skrifaði ummæli við færslu Sönnu, þar á meðal Viðar Þorsteinsson, fræðslustjóri Eflingar og einn nánasti samstarfsfélgi Sólveigar Önnu, sem skrifar: „Hefði verið gott ef forystan hefði stigið inn fyrr til að tempra ofstækið.“
Sósíalistaflokkurinn Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins hefur ákveðið að takmarka virkni meðlima í Rauða þræðinum við eina færslu á dag og ein ummæli á klukkustund. Forysta flokksins hefur verið sökuð um ólýðræðisleg vinnubrögð en Gunnar Smári segir ákveðinn hóp stefna að Maóískri menningarbyltingu innan flokksins. 5. apríl 2025 13:37 Karl hafi leyst úr læðingi „ógeðfelldar nornaveiðar“ Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokksins, hefur svarað ásökunum sem á hann hafa verið bornar fullum hálsi. Hann segir hóp innan flokksins tala fyrir lögleysu og glundroða, eins konar Maóískri menningarbyltingu. 21. mars 2025 11:16 Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Trausti Breiðfjörð Magnússon, fyrrverandi borgarfulltrúi Sósíalista, segist ekki aðeins hafa hætt í borgarstjórn vegna veikinda heldur hafi flokksforystan ráðskast með hann. Hann hafi til að mynda gefið þrjár milljónir af borgarstjórnarlaunum sínum til styrktarsjóðsins Vorstjörnunnar en engar þakkir fengið fyrir. 13. mars 2025 14:48 Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins „Við höfnum ásökunum Karls Héðins Kristjánssonar, sem birti í dag póst um afsögn sína úr kosningastjórn flokksins síðastliðna helgi, um að „hunsa lýðræðislega gagnrýni, viðhalda óheilbrigðri menningu og refsa þeim sem benda á vandamálin.“ 12. mars 2025 18:45 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Sjá meira
Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins hefur ákveðið að takmarka virkni meðlima í Rauða þræðinum við eina færslu á dag og ein ummæli á klukkustund. Forysta flokksins hefur verið sökuð um ólýðræðisleg vinnubrögð en Gunnar Smári segir ákveðinn hóp stefna að Maóískri menningarbyltingu innan flokksins. 5. apríl 2025 13:37
Karl hafi leyst úr læðingi „ógeðfelldar nornaveiðar“ Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokksins, hefur svarað ásökunum sem á hann hafa verið bornar fullum hálsi. Hann segir hóp innan flokksins tala fyrir lögleysu og glundroða, eins konar Maóískri menningarbyltingu. 21. mars 2025 11:16
Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Trausti Breiðfjörð Magnússon, fyrrverandi borgarfulltrúi Sósíalista, segist ekki aðeins hafa hætt í borgarstjórn vegna veikinda heldur hafi flokksforystan ráðskast með hann. Hann hafi til að mynda gefið þrjár milljónir af borgarstjórnarlaunum sínum til styrktarsjóðsins Vorstjörnunnar en engar þakkir fengið fyrir. 13. mars 2025 14:48
Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins „Við höfnum ásökunum Karls Héðins Kristjánssonar, sem birti í dag póst um afsögn sína úr kosningastjórn flokksins síðastliðna helgi, um að „hunsa lýðræðislega gagnrýni, viðhalda óheilbrigðri menningu og refsa þeim sem benda á vandamálin.“ 12. mars 2025 18:45