Menning

Hug­myndin kviknaði í New York þegar eld­gos hófst heima

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Listakonan Kristín Helga Ríkharðsdóttir var að opna sýninguna Data gígar í Gallery Þulu. Hér er hún á opnuninni ásamt Bjartmundi Inga Kjartassyni. 
Listakonan Kristín Helga Ríkharðsdóttir var að opna sýninguna Data gígar í Gallery Þulu. Hér er hún á opnuninni ásamt Bjartmundi Inga Kjartassyni.  Bryndís Magnúsdóttir

Listakonan Kristín Helga Ríkharðsdóttir hefur komið víða við í hinum skapandi heimi og lærði í New York. Hún var að opna einkasýninguna Data gígar hérlendis í nýju rými Gallery Þulu sem opnaði með pomp og prakt um síðustu helgi.

Það var mikið líf og fjör í opnunarteitinu og Ásdís Þula, eigandi gallerísins, fagnaði afmæli sínu samdægurs. 

Sýningarrýmið er staðsett á Hafnartorgi við Bryggjugötu og var Þula þar að opna vettvang sem sameinar sýningarrými og faglega ráðgjöf. Aðalrými Þulu er enn staðsett í Marshallhúsinu í Reykjavík. 

Kristín Helga Ríkharðsdóttir tók BA gráðu sína við myndlist í Listaháskóla Íslands og fór þaðan í meistaranám í New York University Steinhardt. Hún hefur sömuleiðis verið búsett í Berlín og sækir innblásturinn víða. 

Listakonan Kristín Helga Ríkharðsdóttir ánægð með opnunina.Bryndís Magnúsdóttir

Sýninguna Data gígar vann hún að miklu leiti í vinnustofudvöl sinni í ISCP í New York sumarið 2024 og færir áhorfendum inn í stafrænan heim neonlita og jarðhræringa.

„Við gerð málverkanna nota ég þrívíddarforrit til að skapa myndir sem eru svo ofnar stafrænt og strekktar á ramma. Ég nota akríl-resínmálningu til að bæta við þrívídd í verkunum ásamt fundnum textíl og hlutum.“

Hún byrjaði á þessari málverkaröð í meistaranáminu í New York 2021. 

„Þá hófst eldgos á Reykjanesi og ég heillaðist af því að fylgjast með því í beinu streymi og fréttum. Þegar ég sá gosið loks í eigin persónu varð ég vitni að litríkum, neonlituðum hraunstrókum sem sprungu úr jörðinni og mynduðu nýtt fjall. 

Sú óraunverulega tilfinning sem ég upplifði við þennan dýnamíska og umbreytandi náttúruatburð varð innblástur fyrir málverkin. Eldgosið minnti mig á stafræna heima, þar sem stöðug sköpun og eyðing eiga sér stað, líkt og hraunflæði sem endurskrifar landslagið.

Síðan þá hef ég unnið að seríunni með hléum, þar sem eldgos virðast hafa orðið að hluta af íslenskum hversdagsleika. Myndmál verkanna tekur meðal annars til iStock-mynda, stærðfræðitákna, lottókúla, tilvísana í landslagsmálverk og fjölfeldni. 

Smáar manneskjur sjást oft í myndunum, horfandi á eldgosið með dýrkunarfullri forvitni, þar sem eldgosið táknar bæði sköpun og eyðingu,“ segir Kristín Helga um sýninguna. 

Hér má sjá vel valdar myndir frá opnuninni: 

Ferfætlingar nutu sín vel á sýningunni.Bryndís Magnúsdóttir
Líf og fjör.Bryndís Magnúsdóttir
Guðjón Ketilsson og Eygló Harðardóttir.Bryndís Magnúsdóttir
Hildur Erna og Björk Hrafnsdóttir.Bryndís Magnúsdóttir
Geirþrúður Einarsdóttir og Berglind Erna Tryggvadóttir.Bryndís Magnúsdóttir
Íris Ólöf Sigurjónsdóttir og Guðbjörg Thoroddsen.Bryndís Magnúsdóttir
Elsa Vestmann og Auður Lóa Guðnadóttir.Bryndís Magnúsdóttir
Systurnar Steinlaug Högnadóttir & Ingibjörg Snorradóttir í stuði.Bryndís Magnúsdóttir
Ásta Fanney Sigurðardóttir og Fríða Ísberg kúltúrkonur með meiru.Bryndís Magnúsdóttir
Valdemar Árni og Ásdís Þula, eigandi Gallery Þulu og afmælisbarn.Bryndís Magnúsdóttir
Bjartmundur Ingi Kjartansson og Kristín Helga Ríkharðsdóttir glæsileg.Bryndís Magnúsdóttir
Systurnar Kristín Morthens og Karen Lísa Morthens. Bryndís Magnúsdóttir
Hekla Dögg Jónsdóttir, Nína Óskarsdóttir og Sirra Sigrún Sigurðardóttir.Bryndís Magnúsdóttir
Edda Rúna Kristjánsdóttir og Enea Rósantsdóttir.Bryndís Magnúsdóttir
Valdemar Árni Guðmundsson, Andrean Sigurgeirsson og Bjartmundur Ingi Kjartansson.Bryndís Magnúsdóttir





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.