Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Atli Ísleifsson skrifar 23. apríl 2025 08:12 Mark Carney, forsætisráðherra og leiðtogi Frjálslynda flokksins, á kosningafundi í Laval í Quebec í gær. AP Rúmlega sjö milljónir kanadískra kjósenda hafa nú kosið utan kjörfundar en þingkosningar fara fram í landinu næstkomandi mánudag. Landskjörstjórn segir að aldrei hafi svo margir kosið utan kjörfundar í þingkosningum. BBC segir frá því að utankjörfundarstaðir hafi verið opnir frá föstudegi til mánudags hefur páskana og bárust fréttir af löngum röðum víðs vegar um land. Tvær milljónir manna mættu og kusu á föstudeginum langa, en í heildina hefur nú um fjórðungur atkvæðisbærra manna kosið. Kosningabaráttan hefur staðið síðustu vikurnar og hefur hún að stórum hluta fjallað um tollastríð Kanada og Bandaríkjanna. Forsætisráðherrann Mark Carney, leiðtogi Frjálslynda flokksins, ákvað að boða til kosninga skömmu eftir að hann tók við formennsku í Frjálslynda flokknum af Justin Trudeau fyrr á árinu. Trudeau tilkynnti um afsögn sína í janúar en hann hafði þá gegnt embætti forsætisráðherra í rúm níu ár. Skoðanakannanir benda til þess að Frjálslyndi flokkurinn hafi fimm prósentustiga forskot á Íhaldsflokkinn, stærsta stjórnarandstöðuflokkinn. Carney mætti á kosningafundi á Eyju Játvarðs prins og í Quebec í gær, en Pierre Poilievre, leiðtogi Íhaldsmanna, stóð fyrir kosningafundi í Vaughan, úthverfi Toronto. Á fundi sínum sagði Carney að Poilievre væri ekki með neina áætlun hvernig best væri að fást við Donald Trump Bandaríkjaforseta og tollastríð hans, en Trump hefur komið á 25 prósenta toll á allar vörur frá Kanada ef frá eru talar þær sem eru undanþegnar í skjóli fríverslunarsamningi NAFTA. Frjálslyndi flokkurinn hafði undir lok stjórnar Trudeau ítrekað mælst með fylgi undir tuttugu prósentum. Þróunin hefur þó snúist við síðustu vikurnar eftir að Carney, fyrrverandi seðlabankastjóri landsins, tók við og mælist flokkurinn nú stærstur. Kanada Tengdar fréttir Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Kanadamenn þurfa að gera umfangsmiklar breytingar á hagkerfi þeirra og í raun umturna því. Þetta sagði Mark Carney, forsætisráðherra, Kanada í ræðu sem hann hélt í kvöld en hann lýsti því meðal annars yfir að hið gamla samband Kanadamanna við nágranna sína í suðri, Bandaríkjamenn, væri búið. 27. mars 2025 23:00 Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Hagfræðingurinn og fyrrum seðlabankastjórinn Mark Carney verður næsti forsætisráðherra Kanada, eftir að hafa verið kjörinn formaður Frjálslynda flokksins. 10. mars 2025 06:32 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið hafnar undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira
BBC segir frá því að utankjörfundarstaðir hafi verið opnir frá föstudegi til mánudags hefur páskana og bárust fréttir af löngum röðum víðs vegar um land. Tvær milljónir manna mættu og kusu á föstudeginum langa, en í heildina hefur nú um fjórðungur atkvæðisbærra manna kosið. Kosningabaráttan hefur staðið síðustu vikurnar og hefur hún að stórum hluta fjallað um tollastríð Kanada og Bandaríkjanna. Forsætisráðherrann Mark Carney, leiðtogi Frjálslynda flokksins, ákvað að boða til kosninga skömmu eftir að hann tók við formennsku í Frjálslynda flokknum af Justin Trudeau fyrr á árinu. Trudeau tilkynnti um afsögn sína í janúar en hann hafði þá gegnt embætti forsætisráðherra í rúm níu ár. Skoðanakannanir benda til þess að Frjálslyndi flokkurinn hafi fimm prósentustiga forskot á Íhaldsflokkinn, stærsta stjórnarandstöðuflokkinn. Carney mætti á kosningafundi á Eyju Játvarðs prins og í Quebec í gær, en Pierre Poilievre, leiðtogi Íhaldsmanna, stóð fyrir kosningafundi í Vaughan, úthverfi Toronto. Á fundi sínum sagði Carney að Poilievre væri ekki með neina áætlun hvernig best væri að fást við Donald Trump Bandaríkjaforseta og tollastríð hans, en Trump hefur komið á 25 prósenta toll á allar vörur frá Kanada ef frá eru talar þær sem eru undanþegnar í skjóli fríverslunarsamningi NAFTA. Frjálslyndi flokkurinn hafði undir lok stjórnar Trudeau ítrekað mælst með fylgi undir tuttugu prósentum. Þróunin hefur þó snúist við síðustu vikurnar eftir að Carney, fyrrverandi seðlabankastjóri landsins, tók við og mælist flokkurinn nú stærstur.
Kanada Tengdar fréttir Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Kanadamenn þurfa að gera umfangsmiklar breytingar á hagkerfi þeirra og í raun umturna því. Þetta sagði Mark Carney, forsætisráðherra, Kanada í ræðu sem hann hélt í kvöld en hann lýsti því meðal annars yfir að hið gamla samband Kanadamanna við nágranna sína í suðri, Bandaríkjamenn, væri búið. 27. mars 2025 23:00 Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Hagfræðingurinn og fyrrum seðlabankastjórinn Mark Carney verður næsti forsætisráðherra Kanada, eftir að hafa verið kjörinn formaður Frjálslynda flokksins. 10. mars 2025 06:32 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið hafnar undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira
Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Kanadamenn þurfa að gera umfangsmiklar breytingar á hagkerfi þeirra og í raun umturna því. Þetta sagði Mark Carney, forsætisráðherra, Kanada í ræðu sem hann hélt í kvöld en hann lýsti því meðal annars yfir að hið gamla samband Kanadamanna við nágranna sína í suðri, Bandaríkjamenn, væri búið. 27. mars 2025 23:00
Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Hagfræðingurinn og fyrrum seðlabankastjórinn Mark Carney verður næsti forsætisráðherra Kanada, eftir að hafa verið kjörinn formaður Frjálslynda flokksins. 10. mars 2025 06:32