Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. apríl 2025 08:02 Mohamed Ali Chagra var handtekinn í leigubílaröðinni við Leifsstöð. Vísir/Anton Brink Leigubílstjóri og vinur hans hafa verið dæmdir í 2,5 árs fangelsi fyrir nauðgun. Leigubílstjórinn ók konu í híbýli hins mannsins í Kópavogi þar sem brotin áttu sér stað. Konan gat ekki spornað við verknaðinum sökum ölvunar og svefndrunga. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í síðustu viku en hefur ekki verið birtur. Málið kom upp í febrúar 2024. Þá sótti Mohamed Ali Chagra, 33 ára karlmaður, sem þá starfaði sem leigubílstjóri hjá City Taxi leigubílastöðinni, konuna á veitingastað í Hafnarfirði og ók með hana til hins mannsins, Amir Ben Abdallah, 28 ára í húsnæði í Kópavogi. Mennirnir voru ákærðir fyrir nauðgun, með því að hafa aðfaranótt laugardagsins 3. febrúar, haft samræði við konuna án hennar samþykkis. Þeir hafi beitt hana ólögmætri nauðung með því að notfæra sér ölvunarástand hennar. Höfðu þeir samræði við konuna hvor í sínu lagi en hún gat ekki spornað við verknaðinum vegna ölvunar og svefndrunga. Sviptur leyfi fljótlega eftir að málið kom upp Málið var til umfjöllunar í fjölmiðlum í febrúar í fyrra skömmu eftir að brotin áttu sér stað. Þá var vakin athygli á því í Facebook-hópi leigubílstjóra að Ali Chagra væri enn að starfa sem leigubílstjóri hjá City Taxi þrátt fyrir að vera grunaður um nauðgun. Hann var handtekinn í leigubílaröðinni á Keflavíkurflugvelli tveimur dögum eftir brotið og Ben Abdallah um svipað leyti. Hvorugur var úrskurðaður í gæsluvarðhald. Sigtryggur Arnar Magnússon, framkvæmdastjóri City Taxi, sagði í samtali við Vísi þann 17. febrúar 2024 að hann hefði ekki vitað að Ali Chagra væri starfsmaður hjá sér. Hann hefði kosið að lögregla hefði gert stöðinni viðvart þegar honum var sleppt lausum. Sigtryggur segir Ali Chagra hafa falið það að hann ynni hjá City Taxi með því að skrá falsaða leigubílastöð á posann sinn. Sigtryggur hefði um leið og hann frétti af málinu slitið starfssamning við manninn og tilkynnt Samgöngustofu að maðurinn væri ekki lengur hjá stöðinni. Annar leigubílstjóri sviptur Þórhildur Elín Elínardóttir, upplýsingafulltrúi hjá Samgöngustofu, segir að leyfi leigubílstjórans hafi verið fellt niður í febrúar í fyrra eftir að upplýsingar bárust frá lögreglu þess efnis að hann væri grunaður um kynferðisbrot. Í lögum um leigubifreiðaakstur segir að Samgöngustofa hafi heimild til að svipta leigubílstjóra leyfi séu ríkar ástæður fyrir hendi og töf á sviptingu geti haft almannahættu í för með sér. „Svo sem ef leyfishafi hefur sannanlega gerst sekur um vítavert hátterni og telja verður varhugavert að hann njóti leyfis áfram, er Samgöngustofu heimilt að svipta leyfishafa leyfi þegar í stað til bráðabirgða þar til endanleg ákvörðun í málinu hefur verið tekin,“ segir í lögunum. Þórhildur staðfestir að lögregla hafi einnig sent upplýsingar um annan karlmann með leyfi til leigubílaaskturs sem hafi haft stöðu sakbornings í kynferðisbrotamáli. Sá hafi einnig verið sviptur leyfi með vísun til sömu laga. Fram kom í frétt RÚV um málið í febrúar 2024 að mennirnir hefðu verið búsettir hér á landi í um tvö ár eftir að hafa fengið alþjóðlega vernd hér á landi. Frumvarp Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögum hefur verið afgreitt úr ríkisstjórn og mælti ráðherrann fyrir frumvarpinu á Alþingi fyrr í apríl. Nái frumvarpið fram að ganga verður hægt að afturkalla alþjóðlega vernd þeirra sem fremja alvarleg afbrot hér á landi. Það mun þó aðeins eiga við um þá sem fremja brot eftir að lögin taka gildi og taka því ekki til þeirra sem eru til umfjöllunar að ofan. Dómsmál Hælisleitendur Leigubílar Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Umsóknum um alþjóðlega vernd hefur fækkað verulega frá því í fyrra. Tilkynningum vegna gruns um mansal hefur farið fjölgandi síðustu þrjú ár. Þetta, og fleira, kemur fram í nýju fréttabréfi ríkislögreglustjóra um stöðuna á landamærunum. Einnig er fjallað um komur skemmtiferðaskipa og fiskiskipa til landsins í fréttabréfinu. 15. apríl 2025 10:51 Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Dómsmálaráðherra ætlar að beita sér fyrir því að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd þeirra sem brjóta alvarlega af sér hér á landi. 11. janúar 2025 22:34 Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Fleiri fréttir „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Sjá meira
Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í síðustu viku en hefur ekki verið birtur. Málið kom upp í febrúar 2024. Þá sótti Mohamed Ali Chagra, 33 ára karlmaður, sem þá starfaði sem leigubílstjóri hjá City Taxi leigubílastöðinni, konuna á veitingastað í Hafnarfirði og ók með hana til hins mannsins, Amir Ben Abdallah, 28 ára í húsnæði í Kópavogi. Mennirnir voru ákærðir fyrir nauðgun, með því að hafa aðfaranótt laugardagsins 3. febrúar, haft samræði við konuna án hennar samþykkis. Þeir hafi beitt hana ólögmætri nauðung með því að notfæra sér ölvunarástand hennar. Höfðu þeir samræði við konuna hvor í sínu lagi en hún gat ekki spornað við verknaðinum vegna ölvunar og svefndrunga. Sviptur leyfi fljótlega eftir að málið kom upp Málið var til umfjöllunar í fjölmiðlum í febrúar í fyrra skömmu eftir að brotin áttu sér stað. Þá var vakin athygli á því í Facebook-hópi leigubílstjóra að Ali Chagra væri enn að starfa sem leigubílstjóri hjá City Taxi þrátt fyrir að vera grunaður um nauðgun. Hann var handtekinn í leigubílaröðinni á Keflavíkurflugvelli tveimur dögum eftir brotið og Ben Abdallah um svipað leyti. Hvorugur var úrskurðaður í gæsluvarðhald. Sigtryggur Arnar Magnússon, framkvæmdastjóri City Taxi, sagði í samtali við Vísi þann 17. febrúar 2024 að hann hefði ekki vitað að Ali Chagra væri starfsmaður hjá sér. Hann hefði kosið að lögregla hefði gert stöðinni viðvart þegar honum var sleppt lausum. Sigtryggur segir Ali Chagra hafa falið það að hann ynni hjá City Taxi með því að skrá falsaða leigubílastöð á posann sinn. Sigtryggur hefði um leið og hann frétti af málinu slitið starfssamning við manninn og tilkynnt Samgöngustofu að maðurinn væri ekki lengur hjá stöðinni. Annar leigubílstjóri sviptur Þórhildur Elín Elínardóttir, upplýsingafulltrúi hjá Samgöngustofu, segir að leyfi leigubílstjórans hafi verið fellt niður í febrúar í fyrra eftir að upplýsingar bárust frá lögreglu þess efnis að hann væri grunaður um kynferðisbrot. Í lögum um leigubifreiðaakstur segir að Samgöngustofa hafi heimild til að svipta leigubílstjóra leyfi séu ríkar ástæður fyrir hendi og töf á sviptingu geti haft almannahættu í för með sér. „Svo sem ef leyfishafi hefur sannanlega gerst sekur um vítavert hátterni og telja verður varhugavert að hann njóti leyfis áfram, er Samgöngustofu heimilt að svipta leyfishafa leyfi þegar í stað til bráðabirgða þar til endanleg ákvörðun í málinu hefur verið tekin,“ segir í lögunum. Þórhildur staðfestir að lögregla hafi einnig sent upplýsingar um annan karlmann með leyfi til leigubílaaskturs sem hafi haft stöðu sakbornings í kynferðisbrotamáli. Sá hafi einnig verið sviptur leyfi með vísun til sömu laga. Fram kom í frétt RÚV um málið í febrúar 2024 að mennirnir hefðu verið búsettir hér á landi í um tvö ár eftir að hafa fengið alþjóðlega vernd hér á landi. Frumvarp Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögum hefur verið afgreitt úr ríkisstjórn og mælti ráðherrann fyrir frumvarpinu á Alþingi fyrr í apríl. Nái frumvarpið fram að ganga verður hægt að afturkalla alþjóðlega vernd þeirra sem fremja alvarleg afbrot hér á landi. Það mun þó aðeins eiga við um þá sem fremja brot eftir að lögin taka gildi og taka því ekki til þeirra sem eru til umfjöllunar að ofan.
Dómsmál Hælisleitendur Leigubílar Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Umsóknum um alþjóðlega vernd hefur fækkað verulega frá því í fyrra. Tilkynningum vegna gruns um mansal hefur farið fjölgandi síðustu þrjú ár. Þetta, og fleira, kemur fram í nýju fréttabréfi ríkislögreglustjóra um stöðuna á landamærunum. Einnig er fjallað um komur skemmtiferðaskipa og fiskiskipa til landsins í fréttabréfinu. 15. apríl 2025 10:51 Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Dómsmálaráðherra ætlar að beita sér fyrir því að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd þeirra sem brjóta alvarlega af sér hér á landi. 11. janúar 2025 22:34 Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Fleiri fréttir „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Sjá meira
Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Umsóknum um alþjóðlega vernd hefur fækkað verulega frá því í fyrra. Tilkynningum vegna gruns um mansal hefur farið fjölgandi síðustu þrjú ár. Þetta, og fleira, kemur fram í nýju fréttabréfi ríkislögreglustjóra um stöðuna á landamærunum. Einnig er fjallað um komur skemmtiferðaskipa og fiskiskipa til landsins í fréttabréfinu. 15. apríl 2025 10:51
Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Dómsmálaráðherra ætlar að beita sér fyrir því að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd þeirra sem brjóta alvarlega af sér hér á landi. 11. janúar 2025 22:34