Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Jakob Bjarnar skrifar 22. apríl 2025 12:59 Halla Tómasdóttir vildi merkja opinbera síðu páfa við samúðarkveðju sína en merkinging skilaði sér ekki. vísir/vilhelm/getty Ástæðan fyrir því að Halla Tómasdóttir forseti Íslands notaði enska mynd nafns páfa var einfaldlega sú að hún ætlaði að merkja opinbera síðu páfa í færslu sinni. „Útskýringin er einfaldlega sú að forseti ætlaði sér að merkja opinbera síðu páfa í færslu sinni á Instagram sem birtist einnig á Facebook. Í fljótheitum yfirsást henni að @-merkið skilaði sér ekki inn í færsluna sem olli því að heiti páfa birtist á ensku. Um leið og henni barst ábending um að svo væri leiðrétti hún færsluna,” segir Sif Gunnarsdóttir ritari forseta í svari við fyrirspurn fréttastofu. Gríðarleg hneykslan braust út á samfélagsmiðlum þegar Halla skrifaði samúðarkveðju vegna fráfalls páfa, eða „Pope Francis“. Eins og fram kemur í svörum Sifjar breytti Halla umsvifalaust „Pope Francis“ í Frans páfa. En skaðinn var skeður og var forseta umsvifalsaust núið því um nasir að vera plebbalegur. „Menntunarskortur,“ skrifaði sjónvarpsmaðurinn Egill Helgason til að mynda, miskunnarlaus. Eiríkur Rögnvaldsson prófessor emeritus hefur staðið í ströngu við að eyða út ummælum á síðu sinni eftir að hann gerði þetta mál að umfjöllunarefni á síðunni „Málspjall“. „Mér urðu á ritstjórnarleg mistök hér í hópnum í gær. Ég skrifaði færslu um óboðlega enskunotkun í færslu forseta Íslands,“ skrifar Eiríkur. Hann segist standa við þá færslu, hún hafi verið eðlileg miðað við þær upplýsingar sem fyrir lágu. „Hins vegar fékk ég seinna skýringu á málinu og ljóst að það var ekki ásetningur forseta að nota ensku þarna eins og ég skrifaði um í annarri færslu.“ Forseti Íslands Samfélagsmiðlar Andlát Frans páfa Páfagarður Halla Tómasdóttir Tengdar fréttir Útför páfans á laugardag Kardinálarnir Í Róm hittust í morgun til að skipuleggja útför Frans páfa sem lést í gærmorgun. Hann fékk heilablóðfall sem leiddi til þess að hjarta hans stöðvaðist. Gera má ráð fyrir að leiðtogar hvaðanæva úr heiminum muni vera viðstaddir útförina. Útförin fer fram á laugardag. 22. apríl 2025 06:42 Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök Frans páfa, sem lést í morgun 88 ára að aldri, hefur verið kunngjörð en hann fékk heilablóðfall sem leiddi til þess að hann fór í hjartastopp. 21. apríl 2025 21:28 Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Halla Tómasdóttir forseti deilir samúðarkveðjum vegna fráfalls Frans páfa. Hún vísar til hans sem „Pope Francis“ á ensku í færslunni. 21. apríl 2025 13:37 Leiðtogar minnast páfans Þjóðarleiðtogar hafa margir hverjir birt minningarorð um Frans páfa sem lést í morgun. Hans er minnst sem hvetjandi og auðmjúkum manni auk sameiningartákni manna. 21. apríl 2025 11:39 Frans páfi er látinn Frans páfi er látinn. Hann var 88 ára að aldri. 21. apríl 2025 08:08 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Sjá meira
„Útskýringin er einfaldlega sú að forseti ætlaði sér að merkja opinbera síðu páfa í færslu sinni á Instagram sem birtist einnig á Facebook. Í fljótheitum yfirsást henni að @-merkið skilaði sér ekki inn í færsluna sem olli því að heiti páfa birtist á ensku. Um leið og henni barst ábending um að svo væri leiðrétti hún færsluna,” segir Sif Gunnarsdóttir ritari forseta í svari við fyrirspurn fréttastofu. Gríðarleg hneykslan braust út á samfélagsmiðlum þegar Halla skrifaði samúðarkveðju vegna fráfalls páfa, eða „Pope Francis“. Eins og fram kemur í svörum Sifjar breytti Halla umsvifalaust „Pope Francis“ í Frans páfa. En skaðinn var skeður og var forseta umsvifalsaust núið því um nasir að vera plebbalegur. „Menntunarskortur,“ skrifaði sjónvarpsmaðurinn Egill Helgason til að mynda, miskunnarlaus. Eiríkur Rögnvaldsson prófessor emeritus hefur staðið í ströngu við að eyða út ummælum á síðu sinni eftir að hann gerði þetta mál að umfjöllunarefni á síðunni „Málspjall“. „Mér urðu á ritstjórnarleg mistök hér í hópnum í gær. Ég skrifaði færslu um óboðlega enskunotkun í færslu forseta Íslands,“ skrifar Eiríkur. Hann segist standa við þá færslu, hún hafi verið eðlileg miðað við þær upplýsingar sem fyrir lágu. „Hins vegar fékk ég seinna skýringu á málinu og ljóst að það var ekki ásetningur forseta að nota ensku þarna eins og ég skrifaði um í annarri færslu.“
Forseti Íslands Samfélagsmiðlar Andlát Frans páfa Páfagarður Halla Tómasdóttir Tengdar fréttir Útför páfans á laugardag Kardinálarnir Í Róm hittust í morgun til að skipuleggja útför Frans páfa sem lést í gærmorgun. Hann fékk heilablóðfall sem leiddi til þess að hjarta hans stöðvaðist. Gera má ráð fyrir að leiðtogar hvaðanæva úr heiminum muni vera viðstaddir útförina. Útförin fer fram á laugardag. 22. apríl 2025 06:42 Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök Frans páfa, sem lést í morgun 88 ára að aldri, hefur verið kunngjörð en hann fékk heilablóðfall sem leiddi til þess að hann fór í hjartastopp. 21. apríl 2025 21:28 Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Halla Tómasdóttir forseti deilir samúðarkveðjum vegna fráfalls Frans páfa. Hún vísar til hans sem „Pope Francis“ á ensku í færslunni. 21. apríl 2025 13:37 Leiðtogar minnast páfans Þjóðarleiðtogar hafa margir hverjir birt minningarorð um Frans páfa sem lést í morgun. Hans er minnst sem hvetjandi og auðmjúkum manni auk sameiningartákni manna. 21. apríl 2025 11:39 Frans páfi er látinn Frans páfi er látinn. Hann var 88 ára að aldri. 21. apríl 2025 08:08 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Sjá meira
Útför páfans á laugardag Kardinálarnir Í Róm hittust í morgun til að skipuleggja útför Frans páfa sem lést í gærmorgun. Hann fékk heilablóðfall sem leiddi til þess að hjarta hans stöðvaðist. Gera má ráð fyrir að leiðtogar hvaðanæva úr heiminum muni vera viðstaddir útförina. Útförin fer fram á laugardag. 22. apríl 2025 06:42
Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök Frans páfa, sem lést í morgun 88 ára að aldri, hefur verið kunngjörð en hann fékk heilablóðfall sem leiddi til þess að hann fór í hjartastopp. 21. apríl 2025 21:28
Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Halla Tómasdóttir forseti deilir samúðarkveðjum vegna fráfalls Frans páfa. Hún vísar til hans sem „Pope Francis“ á ensku í færslunni. 21. apríl 2025 13:37
Leiðtogar minnast páfans Þjóðarleiðtogar hafa margir hverjir birt minningarorð um Frans páfa sem lést í morgun. Hans er minnst sem hvetjandi og auðmjúkum manni auk sameiningartákni manna. 21. apríl 2025 11:39