Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Jakob Bjarnar skrifar 22. apríl 2025 12:59 Halla Tómasdóttir vildi merkja opinbera síðu páfa við samúðarkveðju sína en merkinging skilaði sér ekki. vísir/vilhelm/getty Ástæðan fyrir því að Halla Tómasdóttir forseti Íslands notaði enska mynd nafns páfa var einfaldlega sú að hún ætlaði að merkja opinbera síðu páfa í færslu sinni. „Útskýringin er einfaldlega sú að forseti ætlaði sér að merkja opinbera síðu páfa í færslu sinni á Instagram sem birtist einnig á Facebook. Í fljótheitum yfirsást henni að @-merkið skilaði sér ekki inn í færsluna sem olli því að heiti páfa birtist á ensku. Um leið og henni barst ábending um að svo væri leiðrétti hún færsluna,” segir Sif Gunnarsdóttir ritari forseta í svari við fyrirspurn fréttastofu. Gríðarleg hneykslan braust út á samfélagsmiðlum þegar Halla skrifaði samúðarkveðju vegna fráfalls páfa, eða „Pope Francis“. Eins og fram kemur í svörum Sifjar breytti Halla umsvifalaust „Pope Francis“ í Frans páfa. En skaðinn var skeður og var forseta umsvifalsaust núið því um nasir að vera plebbalegur. „Menntunarskortur,“ skrifaði sjónvarpsmaðurinn Egill Helgason til að mynda, miskunnarlaus. Eiríkur Rögnvaldsson prófessor emeritus hefur staðið í ströngu við að eyða út ummælum á síðu sinni eftir að hann gerði þetta mál að umfjöllunarefni á síðunni „Málspjall“. „Mér urðu á ritstjórnarleg mistök hér í hópnum í gær. Ég skrifaði færslu um óboðlega enskunotkun í færslu forseta Íslands,“ skrifar Eiríkur. Hann segist standa við þá færslu, hún hafi verið eðlileg miðað við þær upplýsingar sem fyrir lágu. „Hins vegar fékk ég seinna skýringu á málinu og ljóst að það var ekki ásetningur forseta að nota ensku þarna eins og ég skrifaði um í annarri færslu.“ Forseti Íslands Samfélagsmiðlar Andlát Frans páfa Páfagarður Halla Tómasdóttir Tengdar fréttir Útför páfans á laugardag Kardinálarnir Í Róm hittust í morgun til að skipuleggja útför Frans páfa sem lést í gærmorgun. Hann fékk heilablóðfall sem leiddi til þess að hjarta hans stöðvaðist. Gera má ráð fyrir að leiðtogar hvaðanæva úr heiminum muni vera viðstaddir útförina. Útförin fer fram á laugardag. 22. apríl 2025 06:42 Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök Frans páfa, sem lést í morgun 88 ára að aldri, hefur verið kunngjörð en hann fékk heilablóðfall sem leiddi til þess að hann fór í hjartastopp. 21. apríl 2025 21:28 Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Halla Tómasdóttir forseti deilir samúðarkveðjum vegna fráfalls Frans páfa. Hún vísar til hans sem „Pope Francis“ á ensku í færslunni. 21. apríl 2025 13:37 Leiðtogar minnast páfans Þjóðarleiðtogar hafa margir hverjir birt minningarorð um Frans páfa sem lést í morgun. Hans er minnst sem hvetjandi og auðmjúkum manni auk sameiningartákni manna. 21. apríl 2025 11:39 Frans páfi er látinn Frans páfi er látinn. Hann var 88 ára að aldri. 21. apríl 2025 08:08 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Fleiri fréttir Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Sjá meira
„Útskýringin er einfaldlega sú að forseti ætlaði sér að merkja opinbera síðu páfa í færslu sinni á Instagram sem birtist einnig á Facebook. Í fljótheitum yfirsást henni að @-merkið skilaði sér ekki inn í færsluna sem olli því að heiti páfa birtist á ensku. Um leið og henni barst ábending um að svo væri leiðrétti hún færsluna,” segir Sif Gunnarsdóttir ritari forseta í svari við fyrirspurn fréttastofu. Gríðarleg hneykslan braust út á samfélagsmiðlum þegar Halla skrifaði samúðarkveðju vegna fráfalls páfa, eða „Pope Francis“. Eins og fram kemur í svörum Sifjar breytti Halla umsvifalaust „Pope Francis“ í Frans páfa. En skaðinn var skeður og var forseta umsvifalsaust núið því um nasir að vera plebbalegur. „Menntunarskortur,“ skrifaði sjónvarpsmaðurinn Egill Helgason til að mynda, miskunnarlaus. Eiríkur Rögnvaldsson prófessor emeritus hefur staðið í ströngu við að eyða út ummælum á síðu sinni eftir að hann gerði þetta mál að umfjöllunarefni á síðunni „Málspjall“. „Mér urðu á ritstjórnarleg mistök hér í hópnum í gær. Ég skrifaði færslu um óboðlega enskunotkun í færslu forseta Íslands,“ skrifar Eiríkur. Hann segist standa við þá færslu, hún hafi verið eðlileg miðað við þær upplýsingar sem fyrir lágu. „Hins vegar fékk ég seinna skýringu á málinu og ljóst að það var ekki ásetningur forseta að nota ensku þarna eins og ég skrifaði um í annarri færslu.“
Forseti Íslands Samfélagsmiðlar Andlát Frans páfa Páfagarður Halla Tómasdóttir Tengdar fréttir Útför páfans á laugardag Kardinálarnir Í Róm hittust í morgun til að skipuleggja útför Frans páfa sem lést í gærmorgun. Hann fékk heilablóðfall sem leiddi til þess að hjarta hans stöðvaðist. Gera má ráð fyrir að leiðtogar hvaðanæva úr heiminum muni vera viðstaddir útförina. Útförin fer fram á laugardag. 22. apríl 2025 06:42 Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök Frans páfa, sem lést í morgun 88 ára að aldri, hefur verið kunngjörð en hann fékk heilablóðfall sem leiddi til þess að hann fór í hjartastopp. 21. apríl 2025 21:28 Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Halla Tómasdóttir forseti deilir samúðarkveðjum vegna fráfalls Frans páfa. Hún vísar til hans sem „Pope Francis“ á ensku í færslunni. 21. apríl 2025 13:37 Leiðtogar minnast páfans Þjóðarleiðtogar hafa margir hverjir birt minningarorð um Frans páfa sem lést í morgun. Hans er minnst sem hvetjandi og auðmjúkum manni auk sameiningartákni manna. 21. apríl 2025 11:39 Frans páfi er látinn Frans páfi er látinn. Hann var 88 ára að aldri. 21. apríl 2025 08:08 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Fleiri fréttir Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Sjá meira
Útför páfans á laugardag Kardinálarnir Í Róm hittust í morgun til að skipuleggja útför Frans páfa sem lést í gærmorgun. Hann fékk heilablóðfall sem leiddi til þess að hjarta hans stöðvaðist. Gera má ráð fyrir að leiðtogar hvaðanæva úr heiminum muni vera viðstaddir útförina. Útförin fer fram á laugardag. 22. apríl 2025 06:42
Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök Frans páfa, sem lést í morgun 88 ára að aldri, hefur verið kunngjörð en hann fékk heilablóðfall sem leiddi til þess að hann fór í hjartastopp. 21. apríl 2025 21:28
Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Halla Tómasdóttir forseti deilir samúðarkveðjum vegna fráfalls Frans páfa. Hún vísar til hans sem „Pope Francis“ á ensku í færslunni. 21. apríl 2025 13:37
Leiðtogar minnast páfans Þjóðarleiðtogar hafa margir hverjir birt minningarorð um Frans páfa sem lést í morgun. Hans er minnst sem hvetjandi og auðmjúkum manni auk sameiningartákni manna. 21. apríl 2025 11:39