Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar 22. apríl 2025 09:45 Íslenskt samfélag stendur á tímamótum þar sem traust til miðstýrðra kerfa er að rofna, en þráin eftir öðruvísi lausnum vex. Í því samhengi teljum við í Ung Framsókn Kraginn nauðsynlegt að snúa athyglinni að sveitarstjórnarstiginu – og spyrja: Hvernig getum við eflt það með það að markmiði að færa valdið nær fólkinu? Svarið gæti legið í arfleifð sem við höfum næstum gleymt: samvinnuhugsjóninni. Á síðustu öld byggðu Íslendingar upp eitt öflugasta samvinnukerfi sem þekktist í Evrópu. Kaupfélög, mjólkurbú og samvinnufélög stóðu undir byggð, atvinnu og félagslegri samstöðu um allt land. En þegar Samband íslenskra samvinnufélaga (SÍS) stækkaði, safnaði völdum til sín og fór að stjórna í stað þess að þjóna aðildarfélögunum – þá fór kerfið að gliðna. Kjarninn í þeirri sögu er skýr: Þegar vald færist of hátt og of langt frá fólkinu, þá missir það tengingu, trúverðugleika og virkni. Sama vandamál blasir nú við í samskiptum ríkisins og sveitarfélaganna. Í samanburði við hin Norðurlöndin er íslenska sveitarstjórnarstigið veikara – með minni fjárhagslegu sjálfstæði, þrengra verkefnasviði og minni áhrifum á daglegt líf fólks. Ríkið heldur um taumana, stýrir fjárveitingum, skipulagi og þjónustu – jafnvel þar sem sveitarfélögin sjálf væru best til þess fallin að fara fyrir. Við þurfum nýja nálgun: að endurvekja anda samvinnunnar, þar sem ákvörðunarvaldið sprettur frá grasrótinni, þjónustan er mótuð af staðbundnum þörfum, og samfélög fá rými til að vaxa út frá eigin forsendum. Því hvetjum við stjórnvöld til að: • Færa verkefni frá ríki til sveitarfélaga – sérstaklega á sviði félagsþjónustu og nærþjónustu. • Styrkja tekjustofna sveitarfélaga þannig að þau geti staðið sjálfstæð og ábyrgt undir eigin ákvörðunum. • Stuðla að valddreifingu með raunverulegu samráði í stað miðstýrðra skipana. • Viðurkenna að lítil og sjálfbær samfélög þurfa ekki risakerfi – heldur frelsi, trú og tæki til að byggja upp eigin framtíð. Endurnýjum traustið á því sem vex neðan frá – frá fólki, byggð og félagslegri samstöðu. Það er þar sem raunveruleg velferð verður til – ekki í gegnum stærri ríkisstofnanir, heldur í gegnum meiri nálægð. Höfundur er formaður Ungrar Framsóknar í Kraganum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Íslenskt samfélag stendur á tímamótum þar sem traust til miðstýrðra kerfa er að rofna, en þráin eftir öðruvísi lausnum vex. Í því samhengi teljum við í Ung Framsókn Kraginn nauðsynlegt að snúa athyglinni að sveitarstjórnarstiginu – og spyrja: Hvernig getum við eflt það með það að markmiði að færa valdið nær fólkinu? Svarið gæti legið í arfleifð sem við höfum næstum gleymt: samvinnuhugsjóninni. Á síðustu öld byggðu Íslendingar upp eitt öflugasta samvinnukerfi sem þekktist í Evrópu. Kaupfélög, mjólkurbú og samvinnufélög stóðu undir byggð, atvinnu og félagslegri samstöðu um allt land. En þegar Samband íslenskra samvinnufélaga (SÍS) stækkaði, safnaði völdum til sín og fór að stjórna í stað þess að þjóna aðildarfélögunum – þá fór kerfið að gliðna. Kjarninn í þeirri sögu er skýr: Þegar vald færist of hátt og of langt frá fólkinu, þá missir það tengingu, trúverðugleika og virkni. Sama vandamál blasir nú við í samskiptum ríkisins og sveitarfélaganna. Í samanburði við hin Norðurlöndin er íslenska sveitarstjórnarstigið veikara – með minni fjárhagslegu sjálfstæði, þrengra verkefnasviði og minni áhrifum á daglegt líf fólks. Ríkið heldur um taumana, stýrir fjárveitingum, skipulagi og þjónustu – jafnvel þar sem sveitarfélögin sjálf væru best til þess fallin að fara fyrir. Við þurfum nýja nálgun: að endurvekja anda samvinnunnar, þar sem ákvörðunarvaldið sprettur frá grasrótinni, þjónustan er mótuð af staðbundnum þörfum, og samfélög fá rými til að vaxa út frá eigin forsendum. Því hvetjum við stjórnvöld til að: • Færa verkefni frá ríki til sveitarfélaga – sérstaklega á sviði félagsþjónustu og nærþjónustu. • Styrkja tekjustofna sveitarfélaga þannig að þau geti staðið sjálfstæð og ábyrgt undir eigin ákvörðunum. • Stuðla að valddreifingu með raunverulegu samráði í stað miðstýrðra skipana. • Viðurkenna að lítil og sjálfbær samfélög þurfa ekki risakerfi – heldur frelsi, trú og tæki til að byggja upp eigin framtíð. Endurnýjum traustið á því sem vex neðan frá – frá fólki, byggð og félagslegri samstöðu. Það er þar sem raunveruleg velferð verður til – ekki í gegnum stærri ríkisstofnanir, heldur í gegnum meiri nálægð. Höfundur er formaður Ungrar Framsóknar í Kraganum.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun