Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Sindri Sverrisson skrifar 20. apríl 2025 13:44 Fabian Reese var ánægður með stoðsendinguna frá Jóni Degi Þorsteinssyni í dag. Getty/Harry Langer Landsliðsmaðurinn Jón Dagur Þorsteinsson var enga stund að láta til sín taka þegar hann loksins fékk að spila fyrir Herthu Berlín í dag, í þýsku B-deildinni í fótbolta. Jón Dagur hafði aðeins fengið að koma við sögu í einum deildarleik á þessu almanaksári, einnig sem varamaður, þegar honum var skipt inn á í upphafi seinni hálfleiks í dag, í 3-2 útisigri gegn Ulm. Hann hafði aðeins verið inni á vellinum í rúmar tuttugu sekúndur þegar hann lagði upp jöfnunarmark fyrir Fabian Reese, 1-1. Reese skoraði aftur skömmu síðar og þó að Ulm næði að jafna þá vann Hertha a lokum góðan sigur með marki frá Florian Niederlachner á 84. mínútu. Eftir afar dapurt gengi hefur Hertha nú unnið fjóra af síðustu fimm leikjum sínum og er í 11. sæti af 18 liðum, með 39 stig, svo gott sem búið að tryggja sér áframhaldandi veru í deildinni. Ulm er hins vegar næstneðst með 26 stig og í mikilli fallhættu nú þegar 30 umferðum af 34 er lokið. Hólmbert Aron Friðjónsson lék síðustu tuttugu mínúturnar fyrir Preussen Münster sem tapaði á útivelli gegn Köln, 3-1. Kölnarbúar eru því á toppi deildarinnar með 54 stig en Münster er í fallumspilssæti með 28 stig, fimm stigum frá næsta örugga sæti og aðeins tveimur stigum fyrir ofan Ulm sem er í fallsæti. Þýski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira
Jón Dagur hafði aðeins fengið að koma við sögu í einum deildarleik á þessu almanaksári, einnig sem varamaður, þegar honum var skipt inn á í upphafi seinni hálfleiks í dag, í 3-2 útisigri gegn Ulm. Hann hafði aðeins verið inni á vellinum í rúmar tuttugu sekúndur þegar hann lagði upp jöfnunarmark fyrir Fabian Reese, 1-1. Reese skoraði aftur skömmu síðar og þó að Ulm næði að jafna þá vann Hertha a lokum góðan sigur með marki frá Florian Niederlachner á 84. mínútu. Eftir afar dapurt gengi hefur Hertha nú unnið fjóra af síðustu fimm leikjum sínum og er í 11. sæti af 18 liðum, með 39 stig, svo gott sem búið að tryggja sér áframhaldandi veru í deildinni. Ulm er hins vegar næstneðst með 26 stig og í mikilli fallhættu nú þegar 30 umferðum af 34 er lokið. Hólmbert Aron Friðjónsson lék síðustu tuttugu mínúturnar fyrir Preussen Münster sem tapaði á útivelli gegn Köln, 3-1. Kölnarbúar eru því á toppi deildarinnar með 54 stig en Münster er í fallumspilssæti með 28 stig, fimm stigum frá næsta örugga sæti og aðeins tveimur stigum fyrir ofan Ulm sem er í fallsæti.
Þýski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira