Þar sem Haukar lögðu ÍBV þegar liðin mættust að Ásvöllum var ljóst að Eyjakonur þurftu sigur í dag ef þær ætluðu sér ekki í sumarfrí. Allt kom fyrir ekki þar sem Haukar unnu fjögurra marka sigur, lokatölur 19-23 í Eyjum.
Eyjakonur hóf leik betur í dag en voru hins vegar lentar einu marki undir þegar gengið var til búningsherbergja í hálfleik, staðan þá 10-11. Í þeim síðari reyndust Haukar betri og unnu á endanum fjögurra marka sigur sem tryggði sætið í undanúrslitum.
Birna Berg Haraldsdóttir var markahæst hjá ÍBV með 7 mörk og Elín Klara Þorkelsdóttir skoraði jafn mörg fyrir Hauka. Birna María Unnarsdóttir skoraði 5 mörk fyrir ÍBV á meðan Sara Odden og Rut Jónsdóttir gerðu einnig 5 mörk hvor í liði Hauka.
Marta Wawrzynkowska varði 14 skot í marki heimaliðsins en Sara Sif Helgadóttir gerði gott betur fyrir Hauka og varði 17 skot.
Háspenna í Breiðholti
ÍR tryggði sér oddaleik með eins marks sigri á Selfyssingum, lokatölur 23-22. Sylvía Sigríður Jónsdóttir var markahæst í liði ÍR með 8 mörk á meðan Sara Dögg Hjaltadóttir og Dagmar Guðrún Pálsdóttir skoruðu 5 mörk hvor.
Hjá Selfyssingum var Hulda Dís Þrastardóttir markahæst með 8 mörk á meðan Katla María Magnúsdóttir skoraði 5 mörk.