Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Jón Þór Stefánsson skrifar 19. apríl 2025 15:12 Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Norðurlands eystra. Mynd úr safni Karlmaður hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot, barnaverndarlagabrot og brot í nánu sambandi. Meint brot mannsins beindust samkvæmt ákæru bæði að barnsmóður hans og börnum þeirra. Hann er meðal annars ákærður fyrir að læsa konuna úti í snjóbyl og meina henni að hitta barn þeirra sem lá á sjúkrahúsi nema hún myndi sárbæna hann og biðja afsökunar. Manninum hefur verið gert að víkja úr dómsal þegar konan gefur skýrslu við aðalmeðferð málsins. Héraðsdómur Norðurlands eystra, sem tekur málið fyrir, komst að þeirri niðurstöðu og Landsréttur hefur staðfest hana. Meint brot mannsins eru sögð hafa átt sér stað á rúmlega árs tímabili árin 2022 og 2023, en eins og þeim er lýst í ákæru varða þau fyrst og fremst einn dag í júlí og tvo daga í október 2022 og svo einn dag í nóvember 2023. Lýsingar á þessum meintu brotum eru ansi óhugnanlegar. Lét hana krjúpa á gólfinu og biðjast afsökunar Manninum er gefið að sök að hafa, í lok júlí 2022, meinað konunni að koma nálægt barni þeirra sem var liggjandi á barnadeild sjúkrahúss. Hann hafi bannað henni að hitta barnið nema hún myndi fyrst krjúpa á hnjánum á gólfinu, biðjast afsökunar og lofa honum að hann myndi fá forsjá barna þeirra ef hún myndi gera eitthvað á hans hlut. Konan mun hafa gert það og hann tekið afsökunarbeiðnina upp á símann sinn. Að því loknu hafi hann leyft henni að vera með barninu í nokkrar mínútur áður en hann svo krafðist þess að hún myndi að launum veita honum munnmök á baðherbergi sjúkrahússins. Maðurinn er jafnframt ákærður fyrir að hafa sama dag brotið gegn kynferðislegri friðhelgi konunnar með því að taka upp þegar hún veitti honum munnmök. Með því er hann sagður hafa útbúið án samþykkis hennar myndskeið af atvikinu. Þar að auki er maðurinn ákærður fyrir að hafa frá þeim degi, þangað til þann 14. apríl ári síðar hótað ítrekað að birta myndbönd af kynferðislegum toga myndi hún ekki geri það sem hann vildi. Læst úti í klukkutíma í vonskuveðri Í október 2022 er maðurinn sagður hafa læst konuna, sem þá var með honum í sambúð, úti af heimili þeirra. Þá hafi verið kalt í veðri og snjóbylur. Maðurinn er sagður hafa vitað að hún væri á leið heim úr vinnu og lyklalaus. Í ákæru segir að hann hafi hleypt henni inn þegar hún hafi beðið í um klukkustund fyrir utan heimilið. Þá hafi hún farið í sturtu til að hlýja sér. Þá hafði maðurinn komið inn á baðherbergið, kallað hana „useless cunt“, hent í hana handklæði og hótað að henda henni aftur út. Síðan hafi hann elt hana inn í eldhús, tekið hana hálstaki en sleppt nánast strax aftur og spurt hvort hún vildi fara aftur út og sofa þar. Morguninn eftir hafi maðurinn svo skammað konuna fyrir að taka eitt barna þeirra fram í stofu til sín, elt hana um íbúðina og ítrekað potað í öxl henni og sagt að hún ætti að vera þakklát fyrir að ekki væri „hola í garðinum fyrir hana.“ Eftir stuttar deilur þeirra á milli hafi maðurinn slegið hana utanundir og lamið með skrifblokk. Konan hafi því næst gengið inn svefnherbergisgang þar sem hann hafi ráðist á hana aftur og tekið hana hálstaki. Eitt barn þeirra mun hafa verið viðstatt það, en maðurinn er sagður hafa sleppt hálstakinu þegar það fór að gráta. Braut framrúðuna á ferð Maðurinn er einnig ákærður fyrir önnur brot þennan sama dag og daginn eftir. Þá mun hann og konan, ásamt börnum þeirra, hafa verið að keyra. Þá á maðurinn að hafa hótað ítrekað að stökkva úr bílnum á ferð, öskrað og kýlt í framrúðu bílsins sem brotnaði við höggið. Með því er hann sagður hafa sýnt börnunum ruddalega, vanvirðandi og ósiðlega háttsemi. „Annars fer ég og þá verða allir í hættu“ Í nóvember 2023 er hann sagður hafa komið óboðinn á heimili konunnar og verið ógnandi í hegðun. Í ákæru segir að hann hafi hótað að svipta sjálfan sig líf og hótað að drepa alla fjölskyldu og vini hennar. Síðan hafi hann tekið hana hálstaki, en í ákæru segir að með því hafi hann sýnt með látbragði hvernig hann hafði áður tekið hana hálstaki. Þá hafi hann tekið í hár konunnar, hálfpartinn rifið í það, á meðan hún hélt á barni þeirra og svo hvíslað að henni: „Ef ég ætlaði að meiða þig væri ég búinn að lemja hausnum á þér í vegginn.“ Þrjú ummæli til viðbótar eru höfð eftir manninum. Þau eiga að hafa fengið konuna til að óttast um líf sitt og barnanna. Börn þeirra eru sögð hafa verið á heimilinu þegar þetta átti sér stað. Ummælin eru eftirfarandi: „Ef ég ætlaði að gera þér eitthvað væri ég búinn að því. Þetta er ekki hótun, þetta er staðreynd.“ „Ef ég verð hér þá hlýðir þú mér, annars fer ég og þá verða allir í hættu.“ „Það tekur 27 mínútur fyrir lögguna að koma. Þú veist hvað ég get gert á þeim tíma.“ Þarf að víkja úr dómsal Líkt og áður segir verður manninum verið gert að víkja úr dómsal þegar hún gefur skýrslu fyrir dómi. Réttargæslumaður konunnar og saksóknari fóru fram á það og vísuðu til vottorðs sálfræðings konunnar. Maðurinn mótmælti kröfunni og sagði mikilvægt að hann myndi fá að vera viðstaddur málsmeðferð málsins. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að það yrði, með vísan til sálfræðivottorðsins, sérstaklega íþyngjandi fyrir konuna yrði maðurinn í dómsal á meðan hún bæri vitni. Landsréttur staðfesti síðan niðurstöðu héraðsdóms um að víkja manninum frá. Dómsmál Heimilisofbeldi Barnavernd Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Manninum hefur verið gert að víkja úr dómsal þegar konan gefur skýrslu við aðalmeðferð málsins. Héraðsdómur Norðurlands eystra, sem tekur málið fyrir, komst að þeirri niðurstöðu og Landsréttur hefur staðfest hana. Meint brot mannsins eru sögð hafa átt sér stað á rúmlega árs tímabili árin 2022 og 2023, en eins og þeim er lýst í ákæru varða þau fyrst og fremst einn dag í júlí og tvo daga í október 2022 og svo einn dag í nóvember 2023. Lýsingar á þessum meintu brotum eru ansi óhugnanlegar. Lét hana krjúpa á gólfinu og biðjast afsökunar Manninum er gefið að sök að hafa, í lok júlí 2022, meinað konunni að koma nálægt barni þeirra sem var liggjandi á barnadeild sjúkrahúss. Hann hafi bannað henni að hitta barnið nema hún myndi fyrst krjúpa á hnjánum á gólfinu, biðjast afsökunar og lofa honum að hann myndi fá forsjá barna þeirra ef hún myndi gera eitthvað á hans hlut. Konan mun hafa gert það og hann tekið afsökunarbeiðnina upp á símann sinn. Að því loknu hafi hann leyft henni að vera með barninu í nokkrar mínútur áður en hann svo krafðist þess að hún myndi að launum veita honum munnmök á baðherbergi sjúkrahússins. Maðurinn er jafnframt ákærður fyrir að hafa sama dag brotið gegn kynferðislegri friðhelgi konunnar með því að taka upp þegar hún veitti honum munnmök. Með því er hann sagður hafa útbúið án samþykkis hennar myndskeið af atvikinu. Þar að auki er maðurinn ákærður fyrir að hafa frá þeim degi, þangað til þann 14. apríl ári síðar hótað ítrekað að birta myndbönd af kynferðislegum toga myndi hún ekki geri það sem hann vildi. Læst úti í klukkutíma í vonskuveðri Í október 2022 er maðurinn sagður hafa læst konuna, sem þá var með honum í sambúð, úti af heimili þeirra. Þá hafi verið kalt í veðri og snjóbylur. Maðurinn er sagður hafa vitað að hún væri á leið heim úr vinnu og lyklalaus. Í ákæru segir að hann hafi hleypt henni inn þegar hún hafi beðið í um klukkustund fyrir utan heimilið. Þá hafi hún farið í sturtu til að hlýja sér. Þá hafði maðurinn komið inn á baðherbergið, kallað hana „useless cunt“, hent í hana handklæði og hótað að henda henni aftur út. Síðan hafi hann elt hana inn í eldhús, tekið hana hálstaki en sleppt nánast strax aftur og spurt hvort hún vildi fara aftur út og sofa þar. Morguninn eftir hafi maðurinn svo skammað konuna fyrir að taka eitt barna þeirra fram í stofu til sín, elt hana um íbúðina og ítrekað potað í öxl henni og sagt að hún ætti að vera þakklát fyrir að ekki væri „hola í garðinum fyrir hana.“ Eftir stuttar deilur þeirra á milli hafi maðurinn slegið hana utanundir og lamið með skrifblokk. Konan hafi því næst gengið inn svefnherbergisgang þar sem hann hafi ráðist á hana aftur og tekið hana hálstaki. Eitt barn þeirra mun hafa verið viðstatt það, en maðurinn er sagður hafa sleppt hálstakinu þegar það fór að gráta. Braut framrúðuna á ferð Maðurinn er einnig ákærður fyrir önnur brot þennan sama dag og daginn eftir. Þá mun hann og konan, ásamt börnum þeirra, hafa verið að keyra. Þá á maðurinn að hafa hótað ítrekað að stökkva úr bílnum á ferð, öskrað og kýlt í framrúðu bílsins sem brotnaði við höggið. Með því er hann sagður hafa sýnt börnunum ruddalega, vanvirðandi og ósiðlega háttsemi. „Annars fer ég og þá verða allir í hættu“ Í nóvember 2023 er hann sagður hafa komið óboðinn á heimili konunnar og verið ógnandi í hegðun. Í ákæru segir að hann hafi hótað að svipta sjálfan sig líf og hótað að drepa alla fjölskyldu og vini hennar. Síðan hafi hann tekið hana hálstaki, en í ákæru segir að með því hafi hann sýnt með látbragði hvernig hann hafði áður tekið hana hálstaki. Þá hafi hann tekið í hár konunnar, hálfpartinn rifið í það, á meðan hún hélt á barni þeirra og svo hvíslað að henni: „Ef ég ætlaði að meiða þig væri ég búinn að lemja hausnum á þér í vegginn.“ Þrjú ummæli til viðbótar eru höfð eftir manninum. Þau eiga að hafa fengið konuna til að óttast um líf sitt og barnanna. Börn þeirra eru sögð hafa verið á heimilinu þegar þetta átti sér stað. Ummælin eru eftirfarandi: „Ef ég ætlaði að gera þér eitthvað væri ég búinn að því. Þetta er ekki hótun, þetta er staðreynd.“ „Ef ég verð hér þá hlýðir þú mér, annars fer ég og þá verða allir í hættu.“ „Það tekur 27 mínútur fyrir lögguna að koma. Þú veist hvað ég get gert á þeim tíma.“ Þarf að víkja úr dómsal Líkt og áður segir verður manninum verið gert að víkja úr dómsal þegar hún gefur skýrslu fyrir dómi. Réttargæslumaður konunnar og saksóknari fóru fram á það og vísuðu til vottorðs sálfræðings konunnar. Maðurinn mótmælti kröfunni og sagði mikilvægt að hann myndi fá að vera viðstaddur málsmeðferð málsins. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að það yrði, með vísan til sálfræðivottorðsins, sérstaklega íþyngjandi fyrir konuna yrði maðurinn í dómsal á meðan hún bæri vitni. Landsréttur staðfesti síðan niðurstöðu héraðsdóms um að víkja manninum frá.
Dómsmál Heimilisofbeldi Barnavernd Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira