Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Sindri Sverrisson skrifar 19. apríl 2025 12:31 Patrick Berg var kampakátur eftir sigurinn á Lazio en komst svo að því að hann missir af fyrri leiknum við Tottenham út af gulum spjöldum. Getty/Giuseppe Maffia Ævintýri norska fótboltaliðsins Bodö/Glimt virðist engan enda ætla að taka og næst á dagskrá er einvígi við Tottenham. Það var þó mikið áfall fyrir leikmenn liðsins að uppgötva, í beinni útsendingu, að þeir hefðu misskilið reglur UEFA um gul spjöld og leikbönn. Bodö/Glimt mætir Tottenham í undanúrslitum Evrópudeildarinnar, eftir að hafa gert sér lítið fyrir og slegið Lazio út í vítaspyrnukeppni í 8-liða úrslitum. Norska liðið er því búið að ná enn einum áfanganum en það þýðir að allir í kringum liðið eru jafnframt að læra á nýja hluti. Einn af þeim snýst um gul spjöld og leikbönn. Í Evrópudeildinni fara menn í bann ef þeir fá samtals þrjú gul spjöld, frá upphafi deildarkeppninnar og fram að undanúrslitum. Þess vegna verða Patrick Berg og Håkon Evjen í banni í fyrri leiknum við Tottenham, eftir gult spjald gegn Lazio á fimmtudaginn, auk þess sem Andreas Helmersen fékk rautt spjald og verður í banni. Berg og Evjen héldu hins vegar að þeir mættu fá gult spjald. Starfsfólk Bodö/Glimt skildi reglur UEFA nefnilega þannig að allt myndi strokast út fyrir undanúrslitin. Hið rétta er að 1-2 gul spjöld hreinsast vissulega út en hafi menn þá verið búnir að safna þremur spjöldum þurfa þeir að taka út eins leiks bann í undanúrslitunum. Var viss um að hann mætti fá gult spjald Þetta fékk Jostein Gundersen, leikmaður Bodö/Glimt, að heyra frá fréttamanninum Gunhild Toldnes í beinni útsendingu Viaplay í Rómarborg á fimmtudaginn. „Nú verða Berg, Evjen og Helmersen í banni,“ sagði Toldnes og Gundersen var greinilega brugðið: „Ertu að grínast? Ég var líka á hættusvæði en ég hélt að þetta myndi núllast út. Ertu alveg viss um þetta?“ svaraði Gundersen, búinn að fá allt aðrar upplýsingar frá starfsfólki Bodö/Glimt og vonaðist til að fréttamaðurinn færi með fleipur. Svo reyndist ekki vera. „Þá er ég ótrúlega vonsvikinn. Þetta er mikið svekkelsi en ég leyfi mér að brosa líka. Það veikir okkur að missa þessa menn en eins og alltaf þá er það liðið sem gerir þetta. Við brettum upp ermar og tökum með okkur hagstæð úrslit á Aspmyra,“ sagði Gundersen. „Ég spilaði alveg án þess að vera á bremsunni því ég hélt að ég væri ekki í neinni hættu. Þetta er leitt að heyra,“ bætti Gundersen við. Evrópudeild UEFA Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik Sjá meira
Bodö/Glimt mætir Tottenham í undanúrslitum Evrópudeildarinnar, eftir að hafa gert sér lítið fyrir og slegið Lazio út í vítaspyrnukeppni í 8-liða úrslitum. Norska liðið er því búið að ná enn einum áfanganum en það þýðir að allir í kringum liðið eru jafnframt að læra á nýja hluti. Einn af þeim snýst um gul spjöld og leikbönn. Í Evrópudeildinni fara menn í bann ef þeir fá samtals þrjú gul spjöld, frá upphafi deildarkeppninnar og fram að undanúrslitum. Þess vegna verða Patrick Berg og Håkon Evjen í banni í fyrri leiknum við Tottenham, eftir gult spjald gegn Lazio á fimmtudaginn, auk þess sem Andreas Helmersen fékk rautt spjald og verður í banni. Berg og Evjen héldu hins vegar að þeir mættu fá gult spjald. Starfsfólk Bodö/Glimt skildi reglur UEFA nefnilega þannig að allt myndi strokast út fyrir undanúrslitin. Hið rétta er að 1-2 gul spjöld hreinsast vissulega út en hafi menn þá verið búnir að safna þremur spjöldum þurfa þeir að taka út eins leiks bann í undanúrslitunum. Var viss um að hann mætti fá gult spjald Þetta fékk Jostein Gundersen, leikmaður Bodö/Glimt, að heyra frá fréttamanninum Gunhild Toldnes í beinni útsendingu Viaplay í Rómarborg á fimmtudaginn. „Nú verða Berg, Evjen og Helmersen í banni,“ sagði Toldnes og Gundersen var greinilega brugðið: „Ertu að grínast? Ég var líka á hættusvæði en ég hélt að þetta myndi núllast út. Ertu alveg viss um þetta?“ svaraði Gundersen, búinn að fá allt aðrar upplýsingar frá starfsfólki Bodö/Glimt og vonaðist til að fréttamaðurinn færi með fleipur. Svo reyndist ekki vera. „Þá er ég ótrúlega vonsvikinn. Þetta er mikið svekkelsi en ég leyfi mér að brosa líka. Það veikir okkur að missa þessa menn en eins og alltaf þá er það liðið sem gerir þetta. Við brettum upp ermar og tökum með okkur hagstæð úrslit á Aspmyra,“ sagði Gundersen. „Ég spilaði alveg án þess að vera á bremsunni því ég hélt að ég væri ekki í neinni hættu. Þetta er leitt að heyra,“ bætti Gundersen við.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik Sjá meira