Innlent

Fólsku­leg líkams­árás og stranda­glópar í suðri

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Hádegisfréttir eru klukkan 12.
Hádegisfréttir eru klukkan 12.

Talskona Stígamóta segir áhyggjuefni ef hópnauðganamálum fari fjölgandi. Fjöldi mála komi aldrei upp á yfirborðið, meðal annars vegna þess að brotaþolar treysti ekki kerfinu.

Fjallað verður um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar. Þar heyrum við einnig frá lögreglunni á Vestfjörðum, sem rannsakar nú fólskulega líkamsárás á Ísafirði í nótt. Árásin er ekki sögð tengjast tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður, sem lögregla segir hafa farið vel fram hingað til. 

Við heyrum einnig frá fararstjóra í hópi fótboltadrengja sem urðu strandaglópar í Barselóna vegna bilunar í flugvél. Hópurinn, sem er í kappi við tímann, eygir von um að komast í heim í kvöld. 

Eins heyrum við af nánast fullkomnu færi í Hlíðarfjalli, þar sem von er á að þúsundir muni skemmta sér á skíðum yfir páskana.

Úr heimi íþróttanna má þá nefna að Brynjar Karl Sigurðarson körfuboltaþjálfari, hefur tilkynnt að hann ætli að taka slaginn um embætti forseta ÍSÍ.

Ekki missa af hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu 12, í beinni útsendingu á Bylgjunni og hér á Vísi. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×