„Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. apríl 2025 22:01 Daði Geir Samúelsson fjármálastjóri ylræktarstöðvanna Sólskinsgrænmetis. Vísir/Magnús Hlynur Garðyrkjubændum í ylrækt reynist erfitt að keppa við innflutt grænmeti eins og tómötum, sem eru til dæmis seldir á 1200 krónur kílóið á meðan íslenskir tómatar eru seldir á 2.800 krónur upp í 3.000 krónur kílóið. Á sama tíma hefur orðið gríðarleg hækkun á rafmagni til garðyrkjubænda en um síðustu mánaðarmót þurfti garðyrkjustöð á Flúðum til dæmis að borga 16 milljónir í rafmagn fyrir einn mánuð. Trausti Hjálmarsson, formaður Bændasamtakanna og Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra fóru nýlega í hringferð um landið þar sem þau héldu sjö fundi með bænum og búaliði til að taka stöðuna í atvinnugreininni og heyra í bændum. Einn af fundunum var haldinn í félagsheimilinu Félagslundi í Flóahreppi þar sem Daði Geir Samúelsson, fjármálastjóri ylræktarstöðvanna Sólskinsgrænmetis á Flúðum, en þær eru tvær, kom í ræðustól og sagði meðal annars þetta. „Það er alveg rosalega erfitt að reyna að reka garðyrkjustöðin þegar maður er að reyna að keppa við innflutning þar sem tómatar eru kannski á 1200 krónur kílóið en við þurfum að hafa okkar tómata á 2.800 krónur upp í 3.000 krónur kílóið. Og þótt að fólk vilji gjarnan versla við okkur þá er munurinn bara orðin svo gríðarlegur. Það er orðið svolítið erfitt,“ sagði Daði Geir. Fundurinn var vel sóttur. Vísir/Magnús Hlynur Þá fór hann að tala um raforkuverð til ylræktarinnar. „Til dæmis núna um áramótin þá hækkaði rafmagnskostnaður hjá okkur um yfir 30%, þá söluhlutinn. Ef ég gef ykkur dæmi þá borga ég 16 milljónir á mánuði í rafmagnskostnað, sem sagt sala og dreifingu fyrir mínar tvær garðyrkjustöðvar. Það er um einn hektari af húsum, sem við erum með í lýsingu.“ Svo eru 22 starfsmenn að vinna hjá Daða, sem fengu launahækkun um síðustu áramót samkvæmt kjarasamningum. „Þannig að þetta er alveg gríðarlegur vandi þarna á höndum þótt að við séum með trausta neytendur og erum með verslunina í ákveðnu liði með okkur.“ Landbúnaður Garðyrkja Flóahreppur Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
Trausti Hjálmarsson, formaður Bændasamtakanna og Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra fóru nýlega í hringferð um landið þar sem þau héldu sjö fundi með bænum og búaliði til að taka stöðuna í atvinnugreininni og heyra í bændum. Einn af fundunum var haldinn í félagsheimilinu Félagslundi í Flóahreppi þar sem Daði Geir Samúelsson, fjármálastjóri ylræktarstöðvanna Sólskinsgrænmetis á Flúðum, en þær eru tvær, kom í ræðustól og sagði meðal annars þetta. „Það er alveg rosalega erfitt að reyna að reka garðyrkjustöðin þegar maður er að reyna að keppa við innflutning þar sem tómatar eru kannski á 1200 krónur kílóið en við þurfum að hafa okkar tómata á 2.800 krónur upp í 3.000 krónur kílóið. Og þótt að fólk vilji gjarnan versla við okkur þá er munurinn bara orðin svo gríðarlegur. Það er orðið svolítið erfitt,“ sagði Daði Geir. Fundurinn var vel sóttur. Vísir/Magnús Hlynur Þá fór hann að tala um raforkuverð til ylræktarinnar. „Til dæmis núna um áramótin þá hækkaði rafmagnskostnaður hjá okkur um yfir 30%, þá söluhlutinn. Ef ég gef ykkur dæmi þá borga ég 16 milljónir á mánuði í rafmagnskostnað, sem sagt sala og dreifingu fyrir mínar tvær garðyrkjustöðvar. Það er um einn hektari af húsum, sem við erum með í lýsingu.“ Svo eru 22 starfsmenn að vinna hjá Daða, sem fengu launahækkun um síðustu áramót samkvæmt kjarasamningum. „Þannig að þetta er alveg gríðarlegur vandi þarna á höndum þótt að við séum með trausta neytendur og erum með verslunina í ákveðnu liði með okkur.“
Landbúnaður Garðyrkja Flóahreppur Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira