Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. apríl 2025 15:02 Madelene Sagstrom hefur verið að spila vel í apríl. Getty/David Becker Sænski kylfingurinn Madelene Sagström náði draumahöggi á bandarísku mótaröðinni í golfi en sú sænska hafði smá áhyggjur af því að það hefði ekki náðst á mynd. Ólíkt PGA-mótaröðinni hjá körlunum þá eru ekki eins veglegar sjónvarpsútsendingar á kvennamótaröðinni. Hin 32 ára gamla Sagström var að ná því í fyrsta sinn að fara holu í höggi í keppni. Hún var að keppa á JM Eagle meistaramótinu sem fer fram í Los Angeles. Sagström sló með níu járni af 117 metrum en kúlan skoppaði tvisvar og fór síðan beint ofan í holu. „Ég sá kúluna hverfa og hugsaði: Andskotinn, hún hlýtur að vera í holu. Þetta var svalt,“ sagði Madelene Sagström við Sportbladet. „Það eru líklega tólf ár síðan ég fór holu í höggi. Síðan þá hef ég ekki einu sinni náð því á æfingu. Það var kominn tími á þetta,“ sagði Sagström. Höggið var ekki sýnt í sjónvarpsútsendingu keppninnar en seinna fannst þó myndband af því. „Ég veit ekki einu sinni hvort þeir náðu þessu á myndband,“ sagði Sagström en bætti við: En hver er bílinn minn,“ spurði Sagström í léttum tón. Oft eru bílar í verðlaun fyrir að fara holu í höggi. Það voru auðvitað mörg vitni að þessu og svo auðvitað mun standa 1 í skorkortinu hennar. Myndbandið fannst síðan og höggið má sjá hér fyrir neðan. HOLE IN ONE – Madelene Sagström 💥 pic.twitter.com/mW2tXDkJSB— Viaplay Golf (@ViaplayGolfSE) April 18, 2025 Golf Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Körfubolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Ólíkt PGA-mótaröðinni hjá körlunum þá eru ekki eins veglegar sjónvarpsútsendingar á kvennamótaröðinni. Hin 32 ára gamla Sagström var að ná því í fyrsta sinn að fara holu í höggi í keppni. Hún var að keppa á JM Eagle meistaramótinu sem fer fram í Los Angeles. Sagström sló með níu járni af 117 metrum en kúlan skoppaði tvisvar og fór síðan beint ofan í holu. „Ég sá kúluna hverfa og hugsaði: Andskotinn, hún hlýtur að vera í holu. Þetta var svalt,“ sagði Madelene Sagström við Sportbladet. „Það eru líklega tólf ár síðan ég fór holu í höggi. Síðan þá hef ég ekki einu sinni náð því á æfingu. Það var kominn tími á þetta,“ sagði Sagström. Höggið var ekki sýnt í sjónvarpsútsendingu keppninnar en seinna fannst þó myndband af því. „Ég veit ekki einu sinni hvort þeir náðu þessu á myndband,“ sagði Sagström en bætti við: En hver er bílinn minn,“ spurði Sagström í léttum tón. Oft eru bílar í verðlaun fyrir að fara holu í höggi. Það voru auðvitað mörg vitni að þessu og svo auðvitað mun standa 1 í skorkortinu hennar. Myndbandið fannst síðan og höggið má sjá hér fyrir neðan. HOLE IN ONE – Madelene Sagström 💥 pic.twitter.com/mW2tXDkJSB— Viaplay Golf (@ViaplayGolfSE) April 18, 2025
Golf Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Körfubolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira