Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. apríl 2025 22:27 Linda Dröfn Gunnarsdóttir er framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Vísir/Einar Gróft ofbeldi í nánum samböndum virðist vera að aukast, að sögn framkvæmdastýru Kvennaathvarfsins. Komum kvenna í athvarfið fjölgaði milli ára. Ársskýrsla Kvennaathvarfsins fyrir árið 2024 kom út á dögunum, en þar sést að komum í athvarfið fjölgaði frá árinu 2023, úr 214 í 279. Árið 2022 voru þær þó 301. Fyrstu komum fjölgar Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, segir komum kvenna utan athvarfsins í viðtalsþjónustu hafa fjölgað umtalsvert. „Og einnig fyrstu komu í dvöl, sem sagt konur sem eru að koma í fyrsta sinn. Sú tala hefur aldrei verið jafn há. Það er alltaf frekar flókið að lesa í þessar tölur. Það er okkar tilfinning að ofbeldi sé ekkert endilega að aukast. Ofbeldið er þarna úti,“ segir Linda Dröfn. Mögulega sé fjölgunin tengd auknum sýnileika athvarfsins. „Þannig að við trúum að það gæti verið að aukin umræða og aukinn sýnileiki verði til þess að konur sæki frekar í viðtöl. Og þau væru líklega fleiri ef við hefðum betri aðstöðu, sem verður í nýja athvarfinu okkar þar sem við verðum með fleiri viðtalsherbergi.“ Nánast alltaf andlegt ofbeldi Hlutfall kvenna sem greina frá kynferðislegu ofbeldi í nánu sambandi hækkar milli ára, sem og hlutfall þeirra sem greina frá andlegu ofbeldi. Hlutfall þeirra á síðasta ári var 94 prósent. „Það segir okkur að ofbeldi í nánum samböndum er eiginlega ekki til nema það sé andlegt ofbeldi, það er alltaf í bakgrunninum. Þetta eru ekki einhver einstök atvik. Það er alltaf undirliggjandi ofbeldi, og það stoppar ekkert við svefnherbergisdyrnar.“ Gróft ofbeldi í samböndum virðist þá vera að færast í aukana. „Við höfum séð meira um morðhótanir og kyrkingatak, þetta grófa ofbeldi. Eins erum við að sjá mikið meira af eltihrellum og það sé verið að fylgjast með þolendum. Ef eitthvað er þá er það að verða grófara,“ segir Linda Dröfn. Kynbundið ofbeldi Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Ársskýrsla Kvennaathvarfsins fyrir árið 2024 kom út á dögunum, en þar sést að komum í athvarfið fjölgaði frá árinu 2023, úr 214 í 279. Árið 2022 voru þær þó 301. Fyrstu komum fjölgar Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, segir komum kvenna utan athvarfsins í viðtalsþjónustu hafa fjölgað umtalsvert. „Og einnig fyrstu komu í dvöl, sem sagt konur sem eru að koma í fyrsta sinn. Sú tala hefur aldrei verið jafn há. Það er alltaf frekar flókið að lesa í þessar tölur. Það er okkar tilfinning að ofbeldi sé ekkert endilega að aukast. Ofbeldið er þarna úti,“ segir Linda Dröfn. Mögulega sé fjölgunin tengd auknum sýnileika athvarfsins. „Þannig að við trúum að það gæti verið að aukin umræða og aukinn sýnileiki verði til þess að konur sæki frekar í viðtöl. Og þau væru líklega fleiri ef við hefðum betri aðstöðu, sem verður í nýja athvarfinu okkar þar sem við verðum með fleiri viðtalsherbergi.“ Nánast alltaf andlegt ofbeldi Hlutfall kvenna sem greina frá kynferðislegu ofbeldi í nánu sambandi hækkar milli ára, sem og hlutfall þeirra sem greina frá andlegu ofbeldi. Hlutfall þeirra á síðasta ári var 94 prósent. „Það segir okkur að ofbeldi í nánum samböndum er eiginlega ekki til nema það sé andlegt ofbeldi, það er alltaf í bakgrunninum. Þetta eru ekki einhver einstök atvik. Það er alltaf undirliggjandi ofbeldi, og það stoppar ekkert við svefnherbergisdyrnar.“ Gróft ofbeldi í samböndum virðist þá vera að færast í aukana. „Við höfum séð meira um morðhótanir og kyrkingatak, þetta grófa ofbeldi. Eins erum við að sjá mikið meira af eltihrellum og það sé verið að fylgjast með þolendum. Ef eitthvað er þá er það að verða grófara,“ segir Linda Dröfn.
Kynbundið ofbeldi Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira