Sönderjyske vann þá 2-0 útsigur á Lyngby. Sönderjyske er með 26 stig eða sjö stigum meira en Lyngby sem situr í fallsæti.
Daníel Leó var í byrjunarliðinu en Kristall Máni kom inn á sem varamaður strax á 22. mínútu.
Kristall kom þá inn fyrir Mads Agger sem hafði sjö mínútum áður komið Sönderjyske í 1-0.
Seinna mark Sönderjyske skoraði Lirim Qamili úr vítaspyrnu á 84. mínútu.
Sævar Atli Magnússon var í byrjunarliði Lyngby en fór af velli á 81. mínútu.