Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. apríl 2025 10:32 Eygló Fanndal Sturludóttir varð Evrópumeistari ungmenna á síðasta ári og er hér á verðlaunapallinum með löndu sinni Guðnýju Björk Stefánsdóttur. Lyftingasamband Íslands Miklar væntingar eru gerðar til íslensku lyftingarkonunnar Eyglóar Fanndal Sturludóttiur þegar hún keppir á Evrópumeistaramótinu í ólympískum lyftingum í Moldóvu í dag. Eygló Fanndal kemur inn í keppnina með besta árangurinn af öllum keppendum í 71 kílóa flokknum og er því sigurstranglegust fyrir fyrstu lyftu. Hún myndi skrifa nýjan kafla í sögu íslenska lyftinga með því að komast á verðlaunapallinn hvað þá með því að vinna gullið. „Ég er mjög spennt að stíga á stóra sviðið á morgun, að sjá hvað ég get gert. Þannig ég er full tilhlökkunar,“ sagði Eygló Fanndal í viðtali við Ríkissjónvarpið sem mun sýna beint frá keppni hennar í dag. Eygló er skráð inn á mótið með 245 kíló í samanlögðu en keppendur reyna sig bæði í snörun og jafnhendingu. Næstu konur á eftir henni eru Suizanna Valodzka og Zarina Gusalova sem eru skráðar inn mað 240 kíló í samanlögðu. Þær eru Rússar en mega ekki þó keppa fyrir þjóð sína heldur keppa báðar sem hlutlausir keppendur á þessu móti. Eygló veit vel af pressunni enda ekki á hverjum degi sem Evrópukeppni í ólympískum lyftingum er sýnd í beinni útsendingu í Ríkissjónvarpinu. „Það er líka smá pressa og eftirvænting en ég er að reyna að halda mér rólegri og reyni að nýta það sem góða orku,“ sagði Eygló. „Ég vil bara þakka öllum heima fyrir stuðninginn. Þetta er búið að vera ótrúlega gott í hjartað. Vonandi geri ég íslensku þjóðina stolta á morgun [í dag],“ sagði Eygló í fyrrnefndu viðtali við RÚV. Lyftingar Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Fleiri fréttir Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Sjá meira
Eygló Fanndal kemur inn í keppnina með besta árangurinn af öllum keppendum í 71 kílóa flokknum og er því sigurstranglegust fyrir fyrstu lyftu. Hún myndi skrifa nýjan kafla í sögu íslenska lyftinga með því að komast á verðlaunapallinn hvað þá með því að vinna gullið. „Ég er mjög spennt að stíga á stóra sviðið á morgun, að sjá hvað ég get gert. Þannig ég er full tilhlökkunar,“ sagði Eygló Fanndal í viðtali við Ríkissjónvarpið sem mun sýna beint frá keppni hennar í dag. Eygló er skráð inn á mótið með 245 kíló í samanlögðu en keppendur reyna sig bæði í snörun og jafnhendingu. Næstu konur á eftir henni eru Suizanna Valodzka og Zarina Gusalova sem eru skráðar inn mað 240 kíló í samanlögðu. Þær eru Rússar en mega ekki þó keppa fyrir þjóð sína heldur keppa báðar sem hlutlausir keppendur á þessu móti. Eygló veit vel af pressunni enda ekki á hverjum degi sem Evrópukeppni í ólympískum lyftingum er sýnd í beinni útsendingu í Ríkissjónvarpinu. „Það er líka smá pressa og eftirvænting en ég er að reyna að halda mér rólegri og reyni að nýta það sem góða orku,“ sagði Eygló. „Ég vil bara þakka öllum heima fyrir stuðninginn. Þetta er búið að vera ótrúlega gott í hjartað. Vonandi geri ég íslensku þjóðina stolta á morgun [í dag],“ sagði Eygló í fyrrnefndu viðtali við RÚV.
Lyftingar Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Fleiri fréttir Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Sjá meira