Handbolti

Sel­foss byrjar á sigri

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Selfoss vann mikilvægan sigur.
Selfoss vann mikilvægan sigur. Vísir/Viktor Freyr

Selfoss lagði ÍR með fjögurra marka mun í fyrstu umferð úrslitakeppni Olís deildar kvenna í handbolta, lokatölur 31-27 á Suðurlandi. Vinna þarf tvo leiki til að tryggja sér sæti í næstu umferð.

Leikurinn var jafn framan af en undir lok fyrri hálfleiks náði Selfoss tveggja marka forystu, staðan 16-14 þegar síðari hálfleikur hófst. ÍR jafnaði metin í 17-17 en eftir það náði heimaliðið aftur takti og áttu gestirnir ekki möguleika eftir það.

Ágústa Tanja Jóhannsdóttir varði 11 skot fyrir Selfoss á meðan Harpa Valey Gylfadóttir og Hulda Dís Þrastardóttir voru markahæstar með 7 mörk hvor. Sara Dögg Hjaltadóttir skoraði einnig 7 mörk og var markahæst hjá ÍR.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×