Sló kúluna í rassinn á starfsmanni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. apríl 2025 12:16 Max Homa komst í gegnum niðurskurðinn á Masters. getty/David Cannon Bandaríski kylfingurinn Max Homa reiddist mjög þegar hann sló golfboltanum í starfsmann á Masters-mótinu í gær. Á 8. holu Augusta vallarins í Georgíu sló Homa boltanum í rassinn á starfsmanni sem gáði ekki að sér. Homa brást illa við og hrópaði á starfsmanninn óheppna. This was Max Homa on the par 5 8th hole at Augusta today. There’s just so much to unpack here…I can’t stop laughing😭😭 pic.twitter.com/cwv9I4cWrM— Braiden Turner (@bturner23) April 11, 2025 Þrátt fyrir þetta óhapp fékk Homa par á 8. holunni. Hann lék fyrsta hringinn á tveimur höggum yfir pari en lék á tveimur höggum undir pari í gær og komst í gegnum niðurskurðinn. Bandaríkjamaðurinn er í 27. sæti mótsins. Homa lenti í 3. sæti á Masters í fyrra. Hann lék þá á fjórum höggum undir pari og var sjö höggum á eftir sigurvegaranum Scottie Scheffler. Homa, sem er í 81. sæti heimslistans, er að keppa á sínu sjötta Masters-móti. Bein útsending frá þriðja degi Masters hefst klukkan 16:00 á Stöð 2 Sport 4. Hitað verður upp fyrir þriðja daginn frá klukkan 15:30. Golf Masters-mótið Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Körfubolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Á 8. holu Augusta vallarins í Georgíu sló Homa boltanum í rassinn á starfsmanni sem gáði ekki að sér. Homa brást illa við og hrópaði á starfsmanninn óheppna. This was Max Homa on the par 5 8th hole at Augusta today. There’s just so much to unpack here…I can’t stop laughing😭😭 pic.twitter.com/cwv9I4cWrM— Braiden Turner (@bturner23) April 11, 2025 Þrátt fyrir þetta óhapp fékk Homa par á 8. holunni. Hann lék fyrsta hringinn á tveimur höggum yfir pari en lék á tveimur höggum undir pari í gær og komst í gegnum niðurskurðinn. Bandaríkjamaðurinn er í 27. sæti mótsins. Homa lenti í 3. sæti á Masters í fyrra. Hann lék þá á fjórum höggum undir pari og var sjö höggum á eftir sigurvegaranum Scottie Scheffler. Homa, sem er í 81. sæti heimslistans, er að keppa á sínu sjötta Masters-móti. Bein útsending frá þriðja degi Masters hefst klukkan 16:00 á Stöð 2 Sport 4. Hitað verður upp fyrir þriðja daginn frá klukkan 15:30.
Golf Masters-mótið Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Körfubolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira