Innherji

„Vekur sér­staka at­hygli“ að opin­ber út­gjöld verði á­fram hærri en fyrir far­aldur

Hörður Ægisson skrifar
Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, birti í lok síðasta mánaðar fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar til fimm ára. Álit fjármálaráðs á stefnunni er gagnrýnið að lækkun skuldahlutfalls hins opinbera eigi einkum að gerast með því að hagkerfið vaxi hraðar en skuldir.
Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, birti í lok síðasta mánaðar fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar til fimm ára. Álit fjármálaráðs á stefnunni er gagnrýnið að lækkun skuldahlutfalls hins opinbera eigi einkum að gerast með því að hagkerfið vaxi hraðar en skuldir. Vísir/Einar

Fjármálaráð beinir því til stjórnvalda að greina af hverju umfang útgjalda hins opinbera í hlutfalli við landsframleiðslu hefur haldist jafn hátt og raun ber vitni eftir heimsfaraldur, þróun sem er á skjön við aðrar þjóðir, og segir jafnframt „óákjósanlegt“ að hið opinbera sé búið að vera leiðandi í launaþróun á vinnumarkaði frá árinu 2020. Þótt ráðið segist fagna því að tekin er upp útgjaldaregla þá þurfi að tryggja að hún verði bæði nægjanlega ströng og bindandi, auk þess sem varast skuli að árlegur tveggja prósenta raunútgjaldavöxtur verði sérstakt markmið – heldur aðeins hámark.


Tengdar fréttir

Sjaldan rætt um það hvort ríkis­út­gjöldin skili til­ætluðum árangri

Það eru vonbrigði að fjármálaráðherra ætli að reka ríkissjóð áfram með yfir 40 milljarða halla á tímum þenslu og sex prósent verðbólgu. Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs segist vona að hallinn fari upp fyrir núllið í þinglegri meðferð og aðstoðarframkvæmdastjóri SA óttast að ef illa gangi að ná í jafnvægi í ríkisrekstrinum muni stjórnmálamenn freistast til að hækka skatta í stað þess að ráðast í naflaskoðun á eigin rekstri.

Kallar eftir út­listun að­gerða hvernig eigi að sporna við minni fram­leiðnivexti

Það er „ánægjulegt“ að stjórnvöld áformi að bregðast við minnkandi vexti í framleiðni vinnuafls á undanförnum árum, sem hefur neikvæð áhrif á sjálfbærni opinberra fjármála, með því að setja meiri áherslu á þær atvinnugreinar sem skila hærri framleiðni, að sögn Fjármálaráðs. Í nýrri fjármálaáætlun er hins vegar sagður vera skortur á útlistun aðgerða hvernig eigi að ná því markmiði en hagvöxtur á Íslandi virðist um nokkurt skeið einkum hafa verið drifin áfram af fjölgun starfsfólks í þeim greinum sem greiða að jafnaði lægri laun en almennt þekkist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×