Formúla 1

Schumacher orðinn afi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Corrina heldur á dóttur þeirra Michaels Schumacher, Ginu, fyrir all mörgum árum síðar. Nú er Gina orðin móðir sjálf.
Corrina heldur á dóttur þeirra Michaels Schumacher, Ginu, fyrir all mörgum árum síðar. Nú er Gina orðin móðir sjálf. getty/Oliver Multhaup

Sjöfaldi heimsmeistarinn í Formúlu 1, Michael Schumacher, varð á dögunum afi í fyrsta sinn.

Dóttir hans, Gina, og eiginmaður hennar, Iain Bethke, eignuðust þá dóttur sem fékk nafnið Millie.

Gina og Iain gengu í hjónaband á Mallorca í september á síðasta ári. Fréttir bárust af því að Schumacher hefði verið viðstaddur brúðkaupið en það hefur ekki verið sannreynt.

Schumacher hefur ekki sést opinberlega síðan hann lenti í alvarlegu skíðaslysi í Ölpunum í desember 2013. 

Schumacher og eiginkona hans, Corrina, eiga tvö börn; Ginu og Mick sem fetaði í fótspor pabba síns og hefur keppt í Formúlu 1.

Gina er knapi og kynntist Iain í gegnum hestamennskuna. Þau hafa verið saman síðan 2017.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×