Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Jón Ísak Ragnarsson skrifar 4. apríl 2025 22:29 Benedikt Gunnar Ófeigsson er fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofu Íslands Vísir/Arnar Benedikt Gunnar Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofu Íslands, segir að líkur á öðru eldgosi á Reykjanesskaga á næstu dögum séu mjög litlar og verði minni eftir því sem lengra líður. Verði eldgos á næstu dögum, sem hann telur ólíklegt, myndi kvikan sennilega koma upp norðar en við Sundhnúka. GPS-mælingar sýna vísbendingar um að landris sé hafið á ný í Svartsengi. Stysta eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni lauk í gær. Veðurstofan telur líklegast að áframhaldandi kvikusöfnun sé undir Svartsengi sem valdi landrisinu en hluti þess sé vegna áhrifa frá myndun kvikugangsins 1. apríl. Aflögunarmælingar sýna einnig að enn mælast hreyfingar á GPS stöðvum í kringum norðurhluta kvikugangsins, meðal annars í Vogum og við Keili. Gervihnattamyndir sem teknar voru í gær og í fyrradag staðfesta hreyfingar á því svæði. Benedikt Gunnar Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælingar hjá Veðurstofunni fór yfir nýjustu mælingar og spáði í spilin í kvöldfréttum Stöðvar 2. Búast frekar við gosi á öðru svæði Benedikt segir ekki óvænt að landris við Svartsengi haldi áfram. „Nei við áttum alveg von á því að það myndi halda áfram landris, í rauninni endurspeglar það að það er stöðugt innflæði inn í kvikuhólfið í Svartsengi. Þannig það kom ekki á óvart, en það er kannski óvenju snemma sem við förum að sjá það.“ Kvikugangurinn liggur á köflum aðeins á 1,5 kílómetr dýpi, en Benedikt segir það stafa af því að kvika hafi reynt að leita upp til yfirborðs. Kvikan hafi reynt það aðeins norðar en við Sundhnúka, en Benedikt fór yfir þetta með skýringarmyndum í kvöldfréttum. Hann segir að staðurinn þar sem vísbendingar eru um að kvika hafi reynt að komast nær yfirborði vera besti staðurinn á allri sprungunni til að fá gos. „Það þyrfti mjög stórt gos til að þetta myndi ná alla leið hingað á Reykjanesbraut, og það eru engar líkur á því að það sé að fara gerast,“ sagði Benedikt. Margir hafa fundið fyrir skjálftum, heldur það áfram? „Ég á frekar von á því að það fari að hægja á því. Auðvitað getur það haldið eitthvað áfram, það er erfitt að segja til um það.“ Hann segir ólíklegt að það verði annað gos á næstunni. „Mjög litlar en það er ennþá hreyfing, það eru ennþá einhverjir skjálftar. Við getum ekkert útilokað það strax, en ég held það sé mjög ólíklegt.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Fleiri fréttir Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: Telur víst að Inga hafi beitt áhrifum sínum Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Sjá meira
GPS-mælingar sýna vísbendingar um að landris sé hafið á ný í Svartsengi. Stysta eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni lauk í gær. Veðurstofan telur líklegast að áframhaldandi kvikusöfnun sé undir Svartsengi sem valdi landrisinu en hluti þess sé vegna áhrifa frá myndun kvikugangsins 1. apríl. Aflögunarmælingar sýna einnig að enn mælast hreyfingar á GPS stöðvum í kringum norðurhluta kvikugangsins, meðal annars í Vogum og við Keili. Gervihnattamyndir sem teknar voru í gær og í fyrradag staðfesta hreyfingar á því svæði. Benedikt Gunnar Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælingar hjá Veðurstofunni fór yfir nýjustu mælingar og spáði í spilin í kvöldfréttum Stöðvar 2. Búast frekar við gosi á öðru svæði Benedikt segir ekki óvænt að landris við Svartsengi haldi áfram. „Nei við áttum alveg von á því að það myndi halda áfram landris, í rauninni endurspeglar það að það er stöðugt innflæði inn í kvikuhólfið í Svartsengi. Þannig það kom ekki á óvart, en það er kannski óvenju snemma sem við förum að sjá það.“ Kvikugangurinn liggur á köflum aðeins á 1,5 kílómetr dýpi, en Benedikt segir það stafa af því að kvika hafi reynt að leita upp til yfirborðs. Kvikan hafi reynt það aðeins norðar en við Sundhnúka, en Benedikt fór yfir þetta með skýringarmyndum í kvöldfréttum. Hann segir að staðurinn þar sem vísbendingar eru um að kvika hafi reynt að komast nær yfirborði vera besti staðurinn á allri sprungunni til að fá gos. „Það þyrfti mjög stórt gos til að þetta myndi ná alla leið hingað á Reykjanesbraut, og það eru engar líkur á því að það sé að fara gerast,“ sagði Benedikt. Margir hafa fundið fyrir skjálftum, heldur það áfram? „Ég á frekar von á því að það fari að hægja á því. Auðvitað getur það haldið eitthvað áfram, það er erfitt að segja til um það.“ Hann segir ólíklegt að það verði annað gos á næstunni. „Mjög litlar en það er ennþá hreyfing, það eru ennþá einhverjir skjálftar. Við getum ekkert útilokað það strax, en ég held það sé mjög ólíklegt.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Fleiri fréttir Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: Telur víst að Inga hafi beitt áhrifum sínum Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Sjá meira