Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. apríl 2025 07:03 Ruben Amorim, þjálfari Manchester United, ræðir við fyrirliðann Bruno Fernandes í leikmannagöngunum á Old Trafford. Getty/Jan Kruger Ruben Amorim, þjálfari Manchester United, segir það út í hött að halda því fram að liðið hans geti orðið enskur meistari á næstu leiktíð. Amorim gekk svo langt að það væri klikkun að halda slíku fram. Manchester United hefur ekki orðið enskur meistari í tólf ár en mætir um helgina Manchester City sem hefur unnið sex meistaratitla á síðustu sjö árum. „Við erum að gera fullt af hlutum, setja inn ákveðin gildi og stundum þurfum við að skipta út leikmönnum til að aðlagast betur þessum nýju gildum okkar,“ sagði Ruben Amorim á blaðamannafundi fyrir leikinn við City um helgina. Manchester United er 36 stigum á eftir toppliði Liverpool. „Ég veit vel að það er erfitt að ná þessu á aðeins einu ári. Ég er ekki að segja að við vinnum titilinn á næsta tímabili. Ég er ekki það klikkaður,“ sagði Amorim. „Við erum að þjást mikið þessa dagana til þess að gera orðið miklu betri á næsta ári. Það er okkar markmið,“ sagði Amorim. United hefur sett sér það markmið að vinna aftur enska meistaratitilinn á tímabilinu 2027-28 eða eftir þrjú ár. Amorim talaði um að það sé samt vissulega pressa á honum að ná árangri sem fyrst. „Ég veit að við verðum ekki eitt af aðalliðunum í titilbaráttunni á næstu tveimur árum. Ég veit að við þurfum að gera það mikið. Við erum samt að flýta okkur. Ég vil ekki að það taki okkur mörg ár að verða samkeppnishæfir. Ég get ekki hugsað mér það,“ sagði Amorim. „Við erum á þeim stað í dag að það þarf mikið til að ná liðum eins og Manchester City. City mun líka verða betra lið á næstu leiktíð,“ sagði Amorim. „Ég reyni bara að einblína á okkar styrkleika og reyna svo að nota okkar félag til að ná í einn eða tvo stóra leikmenn. Stundum hef ég samt aðra skoðun á því en þið hvað sé stór leikmaður,“ sagði Amorim. "I'm not saying we’re going to win the title in the next year, I’m not crazy" ❌Ruben Amorim says he is in a rush to improve and challenge for Premier League titles at Manchester United 🏆 pic.twitter.com/cZQuLw9Tx5— Sky Sports News (@SkySportsNews) April 4, 2025 Enski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Sjá meira
Amorim gekk svo langt að það væri klikkun að halda slíku fram. Manchester United hefur ekki orðið enskur meistari í tólf ár en mætir um helgina Manchester City sem hefur unnið sex meistaratitla á síðustu sjö árum. „Við erum að gera fullt af hlutum, setja inn ákveðin gildi og stundum þurfum við að skipta út leikmönnum til að aðlagast betur þessum nýju gildum okkar,“ sagði Ruben Amorim á blaðamannafundi fyrir leikinn við City um helgina. Manchester United er 36 stigum á eftir toppliði Liverpool. „Ég veit vel að það er erfitt að ná þessu á aðeins einu ári. Ég er ekki að segja að við vinnum titilinn á næsta tímabili. Ég er ekki það klikkaður,“ sagði Amorim. „Við erum að þjást mikið þessa dagana til þess að gera orðið miklu betri á næsta ári. Það er okkar markmið,“ sagði Amorim. United hefur sett sér það markmið að vinna aftur enska meistaratitilinn á tímabilinu 2027-28 eða eftir þrjú ár. Amorim talaði um að það sé samt vissulega pressa á honum að ná árangri sem fyrst. „Ég veit að við verðum ekki eitt af aðalliðunum í titilbaráttunni á næstu tveimur árum. Ég veit að við þurfum að gera það mikið. Við erum samt að flýta okkur. Ég vil ekki að það taki okkur mörg ár að verða samkeppnishæfir. Ég get ekki hugsað mér það,“ sagði Amorim. „Við erum á þeim stað í dag að það þarf mikið til að ná liðum eins og Manchester City. City mun líka verða betra lið á næstu leiktíð,“ sagði Amorim. „Ég reyni bara að einblína á okkar styrkleika og reyna svo að nota okkar félag til að ná í einn eða tvo stóra leikmenn. Stundum hef ég samt aðra skoðun á því en þið hvað sé stór leikmaður,“ sagði Amorim. "I'm not saying we’re going to win the title in the next year, I’m not crazy" ❌Ruben Amorim says he is in a rush to improve and challenge for Premier League titles at Manchester United 🏆 pic.twitter.com/cZQuLw9Tx5— Sky Sports News (@SkySportsNews) April 4, 2025
Enski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Sjá meira