Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Magnús Jochum Pálsson skrifar 4. apríl 2025 07:11 Endurgerðin Mjallhvítar nær hvorki að fanga töfra upprunalegu teiknimyndarinnar né koma með eitthvað nýtt að borðinu. Disney Leikin endurgerð Mjallhvítar skortir allt sem gerði teiknimyndina að meistaraverki. Fallegur ævintýraheimur, grípandi lög og húmor eru hvergi sjáanleg. Búið er að vinda alla sál úr sögunni og eftir stendur áferðarljót gervileg eftirlíking. Mjallhvít birtist fyrst í riti árið 1812 í fyrstu útgáfu Grimmsævintýra og hefur síðan þá verið eitt þekktasta ævintýri Grimms-bræðra. Fyrsta bandaríska teiknimyndin í fullri lengd, söngleikurinn Mjallhvít og dvergarnir sjö, byggði á ævintýrinu og kom út árið 1937. Sú mynd er gjarnan talin með bestu kvikmyndum sögunnar og er að núvirði tekjuhæsta teiknimynd allra tíma. Undanfarna áratugi hefur Disney framleitt margar leiknar endurgerðir á teiknimyndum sínum. Mjallhvít er sú nýjasta í röðinni og kom í bíóhús hérlendis í lok síðasta mánaðar. Marc Webb er leikstjóri myndarinnar, Erin Cressida Wilson er handritshöfundur (þó fleiri hafi haft puttana í handritinu) og þær Rachel Zegler og Gal Gadot fara með aðalhlutverkin. Framleiðsla Mjallhvítar, sem hefur verið í bígerð síðan 2016, hefur verið þjökuð af ýmsum vandræðum. Ekki nóg með að kostnaður myndarinnar hafi margfaldast heldur hefur öll umræða um hana verið afar neikvæð. Hér verður farið yfir vandræðin sem hafa leitt til þessa fjárhagslega skipbrots um leið og rýnt verður í myndina. Til hvers að gera nýja mynd ef þú getur endurgert gamla? Endurgerð er sígild aðferð í kvikmyndum, sjónvarpi, tónlist og tölvuleikjum. Í sinni einföldustu mynd er verið að taka gamalt efni og framleiða það upp á nýtt. Útfærslur á endurgerðum geta verið fjölbreyttar og ástæðurnar sömuleiðis. Oft þykir mynd hafa lukkast illa í fyrstu tilraun og því sé tilefni til endurgerðar. Litla hryllingsbúðin (1986) er talin mikil bæting á B-myndinni frá 1960 og Ocean‘s Eleven (2011) eftir Soderbergh þykir betri en útgfáfa Rottugengisins hálfri öld fyrr. Ræningjarnir ellefu sem kenna sig við Danny Ocean, 2001 og 1960. Hollywood endurgerir oft erlendar myndir því Ameríkanar eru með óþol fyrir útlensku og textun. Glæpamyndinni The Departed (2006) tekst vel að staðfæra Infernal Affairs (2002) frá Hong Kong til Boston. Mislukkaðar bandaríkskar endurgerðir eru þó mun fleiri en vel heppnaðar. Oft eru sígildar eða vinsælar myndir uppfærðar fyrir nýja tíma, þar má nefna Cape Fear (1991) og A Star Is Born (sem hefur verið endurgerð þrisvar). Algengust er endurgerð á myndum sem nutu mikilla vinsælda á sínum tíma. Vonin er að hægt sé að leika eftir vinsældir upprunalegu myndarinnar ($$$). Þá þarf ekki að skrifa nýja sögu og áhættan er minni því fólk þekkir söguna og vörumerkið. Stjarna er fædd hefur ratað fjórum sinnum á skjáinn. Hér má sjá fyrstu myndina frá 1937 með Gaynor og March, þá frá 1976 með Kristofferson og Streisand og nýjustu útgáfuna frá 2018 með Cooper og Gaga. Disney hafa undanfarna tvo áratugi lagt sífellt meiri áherslu á að gera leiknar endurgerðir á teiknimyndum sínum. Endurgerðirnar eru á þriðja tug en frá 2014 hefur Disney gert 18 slíkar – um eina og hálfa á ári. Meðal þessara endurgerða má nefna Konung ljónanna (2019), Öskubusku (2015) og Litlu hafmeyjuna (2023). Seinna á þessu ári kemur út Líló og Stitch og á næstu árum er von á endurgerðum á Herkúles, Móönu (sem kom út 2016!) og Bamba. Þessi endurgerðarárátta tengist núverandi Hollywood-landslagi. Stúdíóin vilja forðast áhættu með því að treysta á þekkt hugverk og leggja áherslu á stórmyndir sem draga fólk í bíó. Á sama tíma virðist nostalgía hafa gegnsýrt alla efnisneyslu fólks og það sækir því frekar í gamalt fram yfir nýtt. Þetta gerir það að verkum að endurgerðirnar eru skotheldar peningamaskínur. Hafmeyjunni, ljónakonunginum og Öskubusku var misvel tekið.Disney Dvergavesen, Ísrael-Palestína og léleg fjárhagsáætlun En þá að vandræðum Mjallhvítar, fjárhagslegum og hugmyndafræðilegum. Covid-frestanir, tökudagar sem þurfti að endurtaka og ófyrirséður kostnaður við tölvutæknibrellur (e. cgi) gerðu að verkum að kostnaður myndarinnar fór fram úr öllu hófi. Áætlanir um 180 milljónir dala kostnað enduðu í að minnsta kosti 270 milljónum en nú er talið að endanlegur kostnaður sé 350 milljónir (sem gerir myndina eina af dýrustu myndum allra tíma). Ofan á það bættist gagnrýni, verðskulduð og óverðskulduð. Mjallhvít hittir fyrir sjö tölvugerða dverga í skóginum.Disney Fyrstu gagnrýnisraddirnar hófu upp raust sína þegar Rachel Zegler fékk hlutverk Mjallhvítar árið 2021. Nafn Mjallhvítar er dregið af því að hún er „hörundsbjört eins og mjöll“. Því fannst sumu fólki ótækt að Zegler, latínókona af pólsk-kólumbískum ættum, væri ráðin í stað hvítrar konu. Engum þó jafnmikið og net-tröllum og íhaldsskörfum í menningarstríði gegn vókisma. Svipuð gagnrýni heyrðist þegar hin hörundsdökka Halle Bailey var ráðin til að leika hafmeyjuna Aríel í Litlu hafmeyjunni (2023). Hörundslitur Mjallhvítar er þannig séð algjört smámál og í endurgerðinni er þetta leyst með því að láta prinsessuna fæðast í snjóstormi. Þessi upphaflega gagnrýni setti þó tóninn. Í byrjun árs 2022 gagnrýndi Peter Dinklage að Disney skyldi státa sig af fjölbreytni en samt endurgera mynd þar sem dvergar eru sýndir í skoplegu niðrandi ljósi. Disney svaraði Dinklage, sagðist vera í samskiptum við samfélag dvergvaxinna og ætla að beita annarri nálgun. Aðrir dvergvaxnir leikarar svöruðu Dinklage og sögðu yfirlýsinguna til þess fallna að fækka hlutverkum dvergvaxinna leikara. Dvergarnir sjö voru að endingu algjörlega tölvugerðir og talsettir af einum dvergvöxnum leikara (Martin Klebba) og sex ódvergvöxnum. Vegna verkfalla leikara í Hollywood árið 2023 neyddist Disney til að seinka myndinni um heilt ár til mars 2025. Virtist þá sjá fyrir enda vandræðanna en þau voru ekki alveg yfirstaðin. Fyrsta stikla myndarinnar birtist í ágúst 2024. Í kjölfarið kallaði fjöldi fólks eftir því að myndin yrði sniðgengin vegna leiks hinnar ísraelsku Gadot í myndinni en hún hefur gegnt herþjónustu í IDF og hefur haft hátt um átök Ísraels við Palestínu. Nokkrum dögum síðar þakkaði Zegler fyrir viðtökurnar á Twitter og kallaði eftir frjálsri Palestínu. Þar með var líka búið að styggja síonista og íhaldssama Bandaríkjamenn. Algjör martröð fyrir PR-deildina. Nú þegar Mjallhvít er loksins komin út stefnir allt í að hún verði fjárhagslegt fíaskó. Vegna yfirgengilegs kostnaðar hefði hún þurft að hala inn 800 milljónum dala sem virðist órafjarri. Af umræðunni og fréttaflutningi eftir frumsýninguna að dæma virðist Disney þó búið að finna hentugan blóraböggul, hina ungu og yfirlýsingaglöðu Zegler. Manni finnst ekki ólíklegt að hún verði brennimerkt af stúdíóinu sem „óþæg“ og til vandræða. Fölsk framúrstefna nýrra tíma Stóri vandinn við endurgerðina er að Disney vill vera framúrstefnulegt en samt halda tryggð við efniviðinn, 88 ára gamla teiknimynd sem byggir á 19. aldar ævintýri. Fyrirtækið vill ekki styggja nútímaáhorfendur en samt halda úreldum atriðum: fegurðaráherslunni, dvergunum sjö og kossinum sem vekur prinsessuna. Niðurstaðan er millivegur, nálgun er hvorki fersk né heiðrar hún teiknimyndina. Upprunalega teiknimyndin er frábær en sagan er einföld, skortir átök og inniheldur ansi grunnt ástarsamband. Breytingar á sögunni eru því skiljanlegar. Illa drottningin lætur Mjallhvíti klæðast lörfum og þrífa kastalann.Disney Í endurgerðinni er baksaga Mjallhvítar lengd til muna, prinsinum er skipt út fyrir Jónatan (Andrew Burnap), foringja uppreisnarhóps sem vill steypa drottningunni af stóli og vægi dverganna er minnkað. Frekar en að prins dáist að Mjallhvíti úr fjarska þá kynnist hún uppreisnarmanninum, þau fella hugi saman og verða á endanum par. Ekki sérlega róttæk breyting þar á ferð. Breytingarnar eru sömuleiðis illa útfærðar. Framan af er öllum upplýsingum matað ofan í áhorfendur af sögumanni eða samtölum sem útskýra of mikið. Allt er sagt frekar en sýnt. Börn eru ekki heimsk svo það á ekki að þurfa að útskýra allt í ystu æsar. Myndin er upplýst en samt ekki björt, gruggug og gervileg í raun.Disney Lýsandi dæmi er þegar Mjallhvít fær nisti frá konunginum merkt lýsingarorðum sem lýsa góðri prinsessu: „óttalaus, hugrökk, sanngjörn og sönn“. Hana dreymir um að búa yfir þeim eiginleikum en uppgötvar á endanum að hún hefur alltaf búið yfir þeim. Þetta á að virka valdeflandi en dregur frekar úr sjálfstæði persónunnar og persónusköpun. Rachel Zegler fær úr litlu að moða sem Pollýönnu-prinsessa en býr yfir nægilegum sjarma og persónutöfrum til að bæta upp fyrir það. Zegler er hörkusöngkona, það er ekki að ástæðulausu að hún hreppti átján ára hlutverk Mariu í West Side Story (2021) en sönghæfileikar hennar fá ekki njóta sín því það er búið að eiga svo mikið við rödd hennar. Gadot er stíf, kjánaleg og ósannfærandi sem illa drottningin.Disney Hin ísraelska Gal Gadot, sem leikur illu drottninguna, hefur sjaldan verið jafn afspyrnuléleg og hér. Gadot er almennt frekar takmörkuð leikkona, er tilfinningalega flöt og með vonda framsögn. Gegnum tíðina hefur hún gjarnan sloppið með skrekkinn (til dæmis í hlutverki Undrakonunar) en sem illa drottningin nær hún hvorki að vekja ótta né spennu og frammistaðan er ekki nógu húmorísk til að sú leið virki. Teiknimyndin endar á því að Mjallhvít er vakin með kossi af prinsinum sem ríður á brott með hana. Heldur gamaldags. Endurgerðinni lýkur á uppgjöri milli drotningarinnar og Mjallhvítar með stuðningi dverganna og uppreisnarmannanna. Eitraða eplið er á sínum stað.Disney Prinsessan sannfærir riddarana um að snúa baki við drottningunni með því að minna þá á almúgabakgrunn þeirra. Drottninginn flýr inn í kastalann og spyr spegilinn enn á ný hver sé fegurst: drottningin sé fögur en innri fegurð prinsessunar hafi trompið. Drottningin brýtur spegilinn og tortímist með honum. Góðmennska sigrar og allt endar vel, þorpsbúar klæddir í alhvítan klæðnað dansa um götur konungdæmisins með Mjallhvíti og félögum hennar. Á blaði hljómar þessi úrlausn ágætlega en er í reynd full slétt og felld og heldur væmin. Maður fær ekki tilfinningu fyrir því að Mjallhvít hafi vaxið sem persónu eða að sigurinn hafi krafist mikils átaks. Mjallhvít stendur í hári drottningarinnar illu og endurheimtir konungdæmið að lokum.Disney Gerviheimur, gerviraddir, gervidvergar Eitt það besta við upprunalegu teiknimyndina er tónlistin, það á bæði við grípandi sönglögin og hljóðmyndina almennt, sem er útsett af stórri hljómsveit. Hvert einasta söngatriði er íkonískt og hljóðfærin eru snilldarlega nýtt til að undirstrika húmor dverganna eða hrylling skógarins. Vegna breytinga á sögunni hafa tvö frábær lög úr teiknimyndinni verið klippt burt, „Ég óska“ og „Dag einn mun prinsinn minn.“ Prinsinn er á bak og burt svo maður skilur breytingarnar en persónulega var ég súr að missa jafngott lag og „Ég óska“. Til að bæta upp fyrir lögin sem voru klippt út var söngskáldatvíeykið Pasek og Paul fengið til að semja nýja tónlist. Lögin bera þess merki, flutningurinn er Broadway-legur en nýju lögin hljóma líka öll eins. Fyrir utan aðalnúmerið „Waiting on a Wish“ þá man undirritaður ekki eftir neinu laganna. Miklu verri er sú ákvörðun að slípa raddir söngvaranna til að gera þær „fullkomnari“. Maður furðar sig á þessari ákvörðun sem gerir raddirnar ofurgervilegar og tekur mann algjörlega út úr sögunni. Zegler sem er frábær söngkona þarf alls ekki á þessari hljóðblöndun að halda og hefði verið nær að leyfa röddinni að haldast náttúrulegri. Verst kemur þessi hljóðslípun fram í hinu sígilda „Hæ-hó,“ þar sem dvergarnir halda heim á leið úr námunni. Ekki er hægt að lýsa meðhöndlun lagsins öðruvísi en sem slátrun. Gervileikinn gegnsýrir í raun alla myndina: leikmyndina, lýsinguna og útlit persóna. Sex af sjö dvergum. Teiknimyndin býr til mjög sannfærandi heim, þrátt fyrir að vera hrein fantasía. Áhorfendur finna fyrir kastalanum, hryllilegum skóginum og skítugu heimili dverganna. Í endurgerðinni virðist allt falskt og búa yfir skærri gervigreindarlegri áferð. Lýsingu skortir alla dýpt þannig myndin verður um leið mjög flöt. Disney lendir líka í sömu vandræðum og í fyrri endurgerðum með dýr. Mannleg teiknimyndadýr virka af því þau eru augljósar karíkatúrur af raunveruleikanum, stóru augun og manneskjulegur svipurinn truflar áhorfendur ekki. Þegar teiknimyndadýrið er svo gert raunsæislegt verður það ókennilegt og skrítið. Gervileikinn verður einna ýktastur í senum dverganna sem verða algjörar tæknibrellusúpur. Vægi dverganna hefur reyndar verið minnkað frá teiknimyndinni og hlutverk þeirra flutt yfir á uppreisnarmannahópinn. Einn uppreisnarmaðurinn er einmitt leikinn af dvergvöxnum leikara. Þannig birtist þessi falska framúrstefna skýrt, við getum ekki sýnt dverga en við skulum hafa einn eða tvo. Á meðan upprunalega teiknimyndin sótti innblástur í gotnesk ævintýraminni og svarthvítar fantasíumyndir er endurgerðin hrein eftirlíking. Kjóll Mjallhvítar er nánast alveg eins og í teiknimyndinni en prinsessan minnir á stúlku í öskudagsbúning eða starfsmann Disney World fremur en raunverulega prinsessu. Eftir flótta inn í skóginn rekst Mjallhvít á dýrin og vingast við þau.Disney Niðurstaða Endurgerð Mjallhvítar er hrein katastrófa frá A til Ö, allt frá upphafi framleiðslunnar til lokagerðar myndarinnar. Disney vill halda nostalgíu gömlu myndarinnar en samt vera í takt við breytta tíma. Í staðinn er farinn glataður millivegur sem leiðir til innantómrar eftirlíkingar. Breytingar á sögunni eru máttlausar, persónusköpun er grunn og átök sögunnar kraftlítil. Þar fyrir utan er öll myndin þakin gervilegri slikju hvort sem um er að ræða dvergana sjö, myndatöku og lýsingu, leikmynd og búninga eða sönginn sem búið er að eiga alltof mikið við. Disney hefur alltaf verið peningamaskína en líka framleitt stórkostlegar myndir í gegnum tíðina. En nú er hún Snorrabúð stekkur. Nostalgía selur og fyrirtækið mun halda áfram að dæla út ómerkilegum endurgerðum sama hvað það kostar. Kannski fáum við endurgerð af endurgerðinni eftir nokkur ár. Vonandi verður sú Mjallhvít ekki jafn arfaslök og þessi. Gagnrýni Magnúsar Jochums Bíó og sjónvarp Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira
Mjallhvít birtist fyrst í riti árið 1812 í fyrstu útgáfu Grimmsævintýra og hefur síðan þá verið eitt þekktasta ævintýri Grimms-bræðra. Fyrsta bandaríska teiknimyndin í fullri lengd, söngleikurinn Mjallhvít og dvergarnir sjö, byggði á ævintýrinu og kom út árið 1937. Sú mynd er gjarnan talin með bestu kvikmyndum sögunnar og er að núvirði tekjuhæsta teiknimynd allra tíma. Undanfarna áratugi hefur Disney framleitt margar leiknar endurgerðir á teiknimyndum sínum. Mjallhvít er sú nýjasta í röðinni og kom í bíóhús hérlendis í lok síðasta mánaðar. Marc Webb er leikstjóri myndarinnar, Erin Cressida Wilson er handritshöfundur (þó fleiri hafi haft puttana í handritinu) og þær Rachel Zegler og Gal Gadot fara með aðalhlutverkin. Framleiðsla Mjallhvítar, sem hefur verið í bígerð síðan 2016, hefur verið þjökuð af ýmsum vandræðum. Ekki nóg með að kostnaður myndarinnar hafi margfaldast heldur hefur öll umræða um hana verið afar neikvæð. Hér verður farið yfir vandræðin sem hafa leitt til þessa fjárhagslega skipbrots um leið og rýnt verður í myndina. Til hvers að gera nýja mynd ef þú getur endurgert gamla? Endurgerð er sígild aðferð í kvikmyndum, sjónvarpi, tónlist og tölvuleikjum. Í sinni einföldustu mynd er verið að taka gamalt efni og framleiða það upp á nýtt. Útfærslur á endurgerðum geta verið fjölbreyttar og ástæðurnar sömuleiðis. Oft þykir mynd hafa lukkast illa í fyrstu tilraun og því sé tilefni til endurgerðar. Litla hryllingsbúðin (1986) er talin mikil bæting á B-myndinni frá 1960 og Ocean‘s Eleven (2011) eftir Soderbergh þykir betri en útgfáfa Rottugengisins hálfri öld fyrr. Ræningjarnir ellefu sem kenna sig við Danny Ocean, 2001 og 1960. Hollywood endurgerir oft erlendar myndir því Ameríkanar eru með óþol fyrir útlensku og textun. Glæpamyndinni The Departed (2006) tekst vel að staðfæra Infernal Affairs (2002) frá Hong Kong til Boston. Mislukkaðar bandaríkskar endurgerðir eru þó mun fleiri en vel heppnaðar. Oft eru sígildar eða vinsælar myndir uppfærðar fyrir nýja tíma, þar má nefna Cape Fear (1991) og A Star Is Born (sem hefur verið endurgerð þrisvar). Algengust er endurgerð á myndum sem nutu mikilla vinsælda á sínum tíma. Vonin er að hægt sé að leika eftir vinsældir upprunalegu myndarinnar ($$$). Þá þarf ekki að skrifa nýja sögu og áhættan er minni því fólk þekkir söguna og vörumerkið. Stjarna er fædd hefur ratað fjórum sinnum á skjáinn. Hér má sjá fyrstu myndina frá 1937 með Gaynor og March, þá frá 1976 með Kristofferson og Streisand og nýjustu útgáfuna frá 2018 með Cooper og Gaga. Disney hafa undanfarna tvo áratugi lagt sífellt meiri áherslu á að gera leiknar endurgerðir á teiknimyndum sínum. Endurgerðirnar eru á þriðja tug en frá 2014 hefur Disney gert 18 slíkar – um eina og hálfa á ári. Meðal þessara endurgerða má nefna Konung ljónanna (2019), Öskubusku (2015) og Litlu hafmeyjuna (2023). Seinna á þessu ári kemur út Líló og Stitch og á næstu árum er von á endurgerðum á Herkúles, Móönu (sem kom út 2016!) og Bamba. Þessi endurgerðarárátta tengist núverandi Hollywood-landslagi. Stúdíóin vilja forðast áhættu með því að treysta á þekkt hugverk og leggja áherslu á stórmyndir sem draga fólk í bíó. Á sama tíma virðist nostalgía hafa gegnsýrt alla efnisneyslu fólks og það sækir því frekar í gamalt fram yfir nýtt. Þetta gerir það að verkum að endurgerðirnar eru skotheldar peningamaskínur. Hafmeyjunni, ljónakonunginum og Öskubusku var misvel tekið.Disney Dvergavesen, Ísrael-Palestína og léleg fjárhagsáætlun En þá að vandræðum Mjallhvítar, fjárhagslegum og hugmyndafræðilegum. Covid-frestanir, tökudagar sem þurfti að endurtaka og ófyrirséður kostnaður við tölvutæknibrellur (e. cgi) gerðu að verkum að kostnaður myndarinnar fór fram úr öllu hófi. Áætlanir um 180 milljónir dala kostnað enduðu í að minnsta kosti 270 milljónum en nú er talið að endanlegur kostnaður sé 350 milljónir (sem gerir myndina eina af dýrustu myndum allra tíma). Ofan á það bættist gagnrýni, verðskulduð og óverðskulduð. Mjallhvít hittir fyrir sjö tölvugerða dverga í skóginum.Disney Fyrstu gagnrýnisraddirnar hófu upp raust sína þegar Rachel Zegler fékk hlutverk Mjallhvítar árið 2021. Nafn Mjallhvítar er dregið af því að hún er „hörundsbjört eins og mjöll“. Því fannst sumu fólki ótækt að Zegler, latínókona af pólsk-kólumbískum ættum, væri ráðin í stað hvítrar konu. Engum þó jafnmikið og net-tröllum og íhaldsskörfum í menningarstríði gegn vókisma. Svipuð gagnrýni heyrðist þegar hin hörundsdökka Halle Bailey var ráðin til að leika hafmeyjuna Aríel í Litlu hafmeyjunni (2023). Hörundslitur Mjallhvítar er þannig séð algjört smámál og í endurgerðinni er þetta leyst með því að láta prinsessuna fæðast í snjóstormi. Þessi upphaflega gagnrýni setti þó tóninn. Í byrjun árs 2022 gagnrýndi Peter Dinklage að Disney skyldi státa sig af fjölbreytni en samt endurgera mynd þar sem dvergar eru sýndir í skoplegu niðrandi ljósi. Disney svaraði Dinklage, sagðist vera í samskiptum við samfélag dvergvaxinna og ætla að beita annarri nálgun. Aðrir dvergvaxnir leikarar svöruðu Dinklage og sögðu yfirlýsinguna til þess fallna að fækka hlutverkum dvergvaxinna leikara. Dvergarnir sjö voru að endingu algjörlega tölvugerðir og talsettir af einum dvergvöxnum leikara (Martin Klebba) og sex ódvergvöxnum. Vegna verkfalla leikara í Hollywood árið 2023 neyddist Disney til að seinka myndinni um heilt ár til mars 2025. Virtist þá sjá fyrir enda vandræðanna en þau voru ekki alveg yfirstaðin. Fyrsta stikla myndarinnar birtist í ágúst 2024. Í kjölfarið kallaði fjöldi fólks eftir því að myndin yrði sniðgengin vegna leiks hinnar ísraelsku Gadot í myndinni en hún hefur gegnt herþjónustu í IDF og hefur haft hátt um átök Ísraels við Palestínu. Nokkrum dögum síðar þakkaði Zegler fyrir viðtökurnar á Twitter og kallaði eftir frjálsri Palestínu. Þar með var líka búið að styggja síonista og íhaldssama Bandaríkjamenn. Algjör martröð fyrir PR-deildina. Nú þegar Mjallhvít er loksins komin út stefnir allt í að hún verði fjárhagslegt fíaskó. Vegna yfirgengilegs kostnaðar hefði hún þurft að hala inn 800 milljónum dala sem virðist órafjarri. Af umræðunni og fréttaflutningi eftir frumsýninguna að dæma virðist Disney þó búið að finna hentugan blóraböggul, hina ungu og yfirlýsingaglöðu Zegler. Manni finnst ekki ólíklegt að hún verði brennimerkt af stúdíóinu sem „óþæg“ og til vandræða. Fölsk framúrstefna nýrra tíma Stóri vandinn við endurgerðina er að Disney vill vera framúrstefnulegt en samt halda tryggð við efniviðinn, 88 ára gamla teiknimynd sem byggir á 19. aldar ævintýri. Fyrirtækið vill ekki styggja nútímaáhorfendur en samt halda úreldum atriðum: fegurðaráherslunni, dvergunum sjö og kossinum sem vekur prinsessuna. Niðurstaðan er millivegur, nálgun er hvorki fersk né heiðrar hún teiknimyndina. Upprunalega teiknimyndin er frábær en sagan er einföld, skortir átök og inniheldur ansi grunnt ástarsamband. Breytingar á sögunni eru því skiljanlegar. Illa drottningin lætur Mjallhvíti klæðast lörfum og þrífa kastalann.Disney Í endurgerðinni er baksaga Mjallhvítar lengd til muna, prinsinum er skipt út fyrir Jónatan (Andrew Burnap), foringja uppreisnarhóps sem vill steypa drottningunni af stóli og vægi dverganna er minnkað. Frekar en að prins dáist að Mjallhvíti úr fjarska þá kynnist hún uppreisnarmanninum, þau fella hugi saman og verða á endanum par. Ekki sérlega róttæk breyting þar á ferð. Breytingarnar eru sömuleiðis illa útfærðar. Framan af er öllum upplýsingum matað ofan í áhorfendur af sögumanni eða samtölum sem útskýra of mikið. Allt er sagt frekar en sýnt. Börn eru ekki heimsk svo það á ekki að þurfa að útskýra allt í ystu æsar. Myndin er upplýst en samt ekki björt, gruggug og gervileg í raun.Disney Lýsandi dæmi er þegar Mjallhvít fær nisti frá konunginum merkt lýsingarorðum sem lýsa góðri prinsessu: „óttalaus, hugrökk, sanngjörn og sönn“. Hana dreymir um að búa yfir þeim eiginleikum en uppgötvar á endanum að hún hefur alltaf búið yfir þeim. Þetta á að virka valdeflandi en dregur frekar úr sjálfstæði persónunnar og persónusköpun. Rachel Zegler fær úr litlu að moða sem Pollýönnu-prinsessa en býr yfir nægilegum sjarma og persónutöfrum til að bæta upp fyrir það. Zegler er hörkusöngkona, það er ekki að ástæðulausu að hún hreppti átján ára hlutverk Mariu í West Side Story (2021) en sönghæfileikar hennar fá ekki njóta sín því það er búið að eiga svo mikið við rödd hennar. Gadot er stíf, kjánaleg og ósannfærandi sem illa drottningin.Disney Hin ísraelska Gal Gadot, sem leikur illu drottninguna, hefur sjaldan verið jafn afspyrnuléleg og hér. Gadot er almennt frekar takmörkuð leikkona, er tilfinningalega flöt og með vonda framsögn. Gegnum tíðina hefur hún gjarnan sloppið með skrekkinn (til dæmis í hlutverki Undrakonunar) en sem illa drottningin nær hún hvorki að vekja ótta né spennu og frammistaðan er ekki nógu húmorísk til að sú leið virki. Teiknimyndin endar á því að Mjallhvít er vakin með kossi af prinsinum sem ríður á brott með hana. Heldur gamaldags. Endurgerðinni lýkur á uppgjöri milli drotningarinnar og Mjallhvítar með stuðningi dverganna og uppreisnarmannanna. Eitraða eplið er á sínum stað.Disney Prinsessan sannfærir riddarana um að snúa baki við drottningunni með því að minna þá á almúgabakgrunn þeirra. Drottninginn flýr inn í kastalann og spyr spegilinn enn á ný hver sé fegurst: drottningin sé fögur en innri fegurð prinsessunar hafi trompið. Drottningin brýtur spegilinn og tortímist með honum. Góðmennska sigrar og allt endar vel, þorpsbúar klæddir í alhvítan klæðnað dansa um götur konungdæmisins með Mjallhvíti og félögum hennar. Á blaði hljómar þessi úrlausn ágætlega en er í reynd full slétt og felld og heldur væmin. Maður fær ekki tilfinningu fyrir því að Mjallhvít hafi vaxið sem persónu eða að sigurinn hafi krafist mikils átaks. Mjallhvít stendur í hári drottningarinnar illu og endurheimtir konungdæmið að lokum.Disney Gerviheimur, gerviraddir, gervidvergar Eitt það besta við upprunalegu teiknimyndina er tónlistin, það á bæði við grípandi sönglögin og hljóðmyndina almennt, sem er útsett af stórri hljómsveit. Hvert einasta söngatriði er íkonískt og hljóðfærin eru snilldarlega nýtt til að undirstrika húmor dverganna eða hrylling skógarins. Vegna breytinga á sögunni hafa tvö frábær lög úr teiknimyndinni verið klippt burt, „Ég óska“ og „Dag einn mun prinsinn minn.“ Prinsinn er á bak og burt svo maður skilur breytingarnar en persónulega var ég súr að missa jafngott lag og „Ég óska“. Til að bæta upp fyrir lögin sem voru klippt út var söngskáldatvíeykið Pasek og Paul fengið til að semja nýja tónlist. Lögin bera þess merki, flutningurinn er Broadway-legur en nýju lögin hljóma líka öll eins. Fyrir utan aðalnúmerið „Waiting on a Wish“ þá man undirritaður ekki eftir neinu laganna. Miklu verri er sú ákvörðun að slípa raddir söngvaranna til að gera þær „fullkomnari“. Maður furðar sig á þessari ákvörðun sem gerir raddirnar ofurgervilegar og tekur mann algjörlega út úr sögunni. Zegler sem er frábær söngkona þarf alls ekki á þessari hljóðblöndun að halda og hefði verið nær að leyfa röddinni að haldast náttúrulegri. Verst kemur þessi hljóðslípun fram í hinu sígilda „Hæ-hó,“ þar sem dvergarnir halda heim á leið úr námunni. Ekki er hægt að lýsa meðhöndlun lagsins öðruvísi en sem slátrun. Gervileikinn gegnsýrir í raun alla myndina: leikmyndina, lýsinguna og útlit persóna. Sex af sjö dvergum. Teiknimyndin býr til mjög sannfærandi heim, þrátt fyrir að vera hrein fantasía. Áhorfendur finna fyrir kastalanum, hryllilegum skóginum og skítugu heimili dverganna. Í endurgerðinni virðist allt falskt og búa yfir skærri gervigreindarlegri áferð. Lýsingu skortir alla dýpt þannig myndin verður um leið mjög flöt. Disney lendir líka í sömu vandræðum og í fyrri endurgerðum með dýr. Mannleg teiknimyndadýr virka af því þau eru augljósar karíkatúrur af raunveruleikanum, stóru augun og manneskjulegur svipurinn truflar áhorfendur ekki. Þegar teiknimyndadýrið er svo gert raunsæislegt verður það ókennilegt og skrítið. Gervileikinn verður einna ýktastur í senum dverganna sem verða algjörar tæknibrellusúpur. Vægi dverganna hefur reyndar verið minnkað frá teiknimyndinni og hlutverk þeirra flutt yfir á uppreisnarmannahópinn. Einn uppreisnarmaðurinn er einmitt leikinn af dvergvöxnum leikara. Þannig birtist þessi falska framúrstefna skýrt, við getum ekki sýnt dverga en við skulum hafa einn eða tvo. Á meðan upprunalega teiknimyndin sótti innblástur í gotnesk ævintýraminni og svarthvítar fantasíumyndir er endurgerðin hrein eftirlíking. Kjóll Mjallhvítar er nánast alveg eins og í teiknimyndinni en prinsessan minnir á stúlku í öskudagsbúning eða starfsmann Disney World fremur en raunverulega prinsessu. Eftir flótta inn í skóginn rekst Mjallhvít á dýrin og vingast við þau.Disney Niðurstaða Endurgerð Mjallhvítar er hrein katastrófa frá A til Ö, allt frá upphafi framleiðslunnar til lokagerðar myndarinnar. Disney vill halda nostalgíu gömlu myndarinnar en samt vera í takt við breytta tíma. Í staðinn er farinn glataður millivegur sem leiðir til innantómrar eftirlíkingar. Breytingar á sögunni eru máttlausar, persónusköpun er grunn og átök sögunnar kraftlítil. Þar fyrir utan er öll myndin þakin gervilegri slikju hvort sem um er að ræða dvergana sjö, myndatöku og lýsingu, leikmynd og búninga eða sönginn sem búið er að eiga alltof mikið við. Disney hefur alltaf verið peningamaskína en líka framleitt stórkostlegar myndir í gegnum tíðina. En nú er hún Snorrabúð stekkur. Nostalgía selur og fyrirtækið mun halda áfram að dæla út ómerkilegum endurgerðum sama hvað það kostar. Kannski fáum við endurgerð af endurgerðinni eftir nokkur ár. Vonandi verður sú Mjallhvít ekki jafn arfaslök og þessi.
Gagnrýni Magnúsar Jochums Bíó og sjónvarp Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira