Rislítil ástarsaga Símon Birgisson skrifar 3. apríl 2025 07:12 Leiksýningin Fjallabak var frumsýnd í Borgarleikhúsinu 28. mars síðastliðinn. Borgarleikhúsið Sýningin Fjallabak byggir á hinni stórkostlegu bíómynd Brokeback Mountain sem sló í gegn árið 2005 með stórleikurunum Heath Ledger og Jake Gyllenhaal í aðalhlutverkum. Myndin tapaði í baráttunni um Óskarinn fyrir myndinni Crash (sem er flestum gleymd) en Brokeback Mountain hefur lifað áfram bæði sem ópera (já, sem ópera) og nú sem leiksýning. Leikgerðin eftir Ashley Robinson kemur frá Bretlandi en er sett upp í aðeins breyttri útgáfu (og lengri) í Borgarleikhúsinu. Ég er ekki viss um að allar breytingarnar hafi verið til hins betra því sýningin nær aldrei alveg flugi þrátt fyrir góða spretti og kröftuga aðalleikara. Fjallabak - Borgarleikhúsið Frumsýning: 28. mars 2025 Höfundur: Ashley Robinson. Leikstjórn: Valur Freyr Einarsson. Leikmynd: Axel Hallkell Jóhannesson. Leikarar: Hjörtur Jóhann Jónsson, Björn Stefánsson, Esther Talía Casey, Hilmir Snær Guðnason og Íris Tanja Flygenring. Glaðbeittir kúrekar Verkið hefst á sjöunda áratug síðustu aldar þar sem leiðir kúrekanna Jack Twist og Ennis Del Mar liggja saman á fjalli sem heitir Brokeback í bíómyndinni en Fjallabak í íslensku útgáfunni. Venjulega er ég ekki viðkvæmur fyrir frumlegum þýðingum en ég skildi ekki þörfina á því að þýða heitið á fjallinu á íslensku. Persónur verksins heita allar enskum nöfnum, Texas heitir Texas í leikritinu en af einhverjum ástæðum þarf Brokeback að heita Fjallabak. Þetta var bæði óþjált (það var oft talað um „hérna á þessu fjalli“) og óþarfi. Kúrekarnir tveir fella hugi saman meðan þeir vakta kindurnar á fjallinu og upplifa sanna hamingju. Þeir hafa báðir alist upp við fátækt og erfiðleika og vita að þeir geta ekki opinberað kynhneigð sína – slíkt var dauðadómur í þessum hluta Bandaríkjanna á þessum tíma. Í einverunni á Brokeback-fjalli eru þeir hins vegar frjálsir, geta gert það sem þeir vilja og eiga aldrei eftir að upplifa slíka hamingju aftur. Fyrri hluti sögunnar var nokkuð vel útfærður og hentar í raun lang best fyrir leikrit þar sem fókusinn er á samskipti þeirra Jack (Björn Stefánsson) og Ennis (Hjörtur Jóhann Jónsson) og eina aukapersónan er yfirmaður þeirra sem er leikinn af Hilmi Snæ, sem bregður sér í ýmis hlutverk í sýningunni en virðist ekki leggja neitt sérstaklega mikið á sig í að gæða hlutverkin lífi. Björn lék hlutverk Jack hins vegar af krafti og Hjörtur Jóhann var líka góður sem hinn þögli Ennis og stuttaraleg tilsvör hans voru vel tímasett. Sum atriði virkuðu þó ekki alveg nægilega vel. Til dæmis fyrsta kynlífsreynsla þeirra félaga. Í kvikmyndinni er atriðið hispurslaust og óvænt hversu nærgöngult það er. Hérna er það falið inn í tjaldi sem virkaði klaufalega og fangaði ekki andann í upprunalegu smásögunni eða kvikmyndinni. Íris Tanja Flygenring og Hjörtur Jóhann í sínum hlutverkum.Borgarleikhúsið Tíminn líður Í seinni hluta sögunnar fylgjumst við með baráttu þeirra við að lifa lífinu í felum fyrir sínum nánustu. Þeir ganga báðir í hjónaband með konum og eignast börn en hamingjuna finna þeir aðeins í örmum hvor annars þegar þeir hittast í veiðiferðum á nokkurra ára fresti. Brokeback Mountain er tragísk ástarsaga þar sem tveir einstaklingar fá ekki að lifa lífi sínu frjálsir heldur þurfa að leyna tilfinningum sínum í ótta við útskúfun, smánun eða dauða. Það fjölgar í persónugalleríinu þegar ár og áratugir líða. Slíkt er alltaf erfiðara í leikhúsi og er farin sú leið að láta Írisi Tönju Flygenring leika Ölmu Beers, eiginkonu Ennis, auk þess sem Hilmir Snær og Esther Thalía Casey (sem er söngkona verksins) bregða sér í nokkur smærri hlutverk. Íris Tanja hafði ekki úr miklu að moða og ég spyr mig hvort það hefði ekki verið einfaldara að láta Esther leika öll kvenhlutverkin í sýningunni. Uppsetningin reyndi að láta allt vera eins raunverulegt og hægt var. Kannski af því það er verið að setja upp kvikmynd. Sumt virkaði þó frekar hallærislegt. Eins og grátandi dúkkur eða upptökur af barnsgráti utan sviðs. Leikstjórinn Valur Freyr Einarsson hefði alveg mátt gefa sér meira frelsi í túlkun og uppsetningu í staðinn fyrir að reyna að hafa allt sem raunverulegast. Og ef allt átti að vera raunverulegt var eitt sem klikkaði því aðalpersónurnar virðast ekkert eldast. Það er eitt af því sem gerir kvikmyndina svo áhrifaríka – maður sér hvernig tíminn leikur þá Jack og Ennis. Hvernig líkami Ennis hrörnar undan erfiðsvinnu, útiveru og áfengisneyslu. Og hvernig Jack fer frá því að vera grannur, ungur, kúreki sem leikur listir sínar á ródeó sýningum yfir í að verða gamall maður sem fær aldrei að sýna hver hann raunverulega er. Þessi umbreyting á þeim Jack og Ennis virkaði ekki í leikritinu og maður átti erfitt með að átta sig á hversu langur tími átti að vera liðinn frá sumrinu örlagaríka þegar þeir kynntust. Dularfullur dauðdagi Það sem snerti mig einna dýpst í Brokeback Mountain eru örlög Jack Twist. Í kvikmyndinni skeytir Ang Lee inn stuttu atriði sem gefur til kynna að útskýring Laureen, eiginkonu Jacks, á slysinu sem hann lendir í sé ekki endilega sannleikanum samkvæm. Þetta litla atriði er ótrúlega mikilvægt því það tengist beint hryllilegri sögu sem Ennis segir fyrr í verkinu af því þegar pabbi hans sýnir honum lík af samkynhneigðum manni sem hefur verið misþyrmt og svo drepinn. Ennis veltir jafnvel fyrir sér hvort faðir hans hafi verið ábyrgur fyrir morðinu. Við vitum að Jack Twist hefur gefist upp á að bíða eftir Ennis og hann storkar örlögunum með því að leita til annarra karlmanna. Ennis veit hver eru örlög þeirra sem eru stimplaðir „kynvillingar“ í suðurríkjunum og passar sig því að lifa í felum. Mér fannst vanta að vekja þessar spurningar upp hjá áhorfendum í samtalinu á milli Laureen og Ennis því í mínum huga er útilokað að sagan um sprungna dekkið sé sönn. Annað atriði undir lok verksins sem féll örlítið flatt var heimsókn Ennis á æskuheimili Jack. Þetta atriði er ótrúlega sorglegt í myndinni. Foreldrar Jacks eru sannkristnir og það sem maður tekur eftir á heimili þeirra er að þar eru engar myndir, engin málverk og ekkert skraut. Nánast það eina sem er inn í gamla barnaherbergi Jack er lítill skemill sem hann sat á og horfði út um gluggann. Líkt og í kvikmyndinni finnur Ennis skyrtuna sem hann hafði verið í sumarið þeirra á Brokeback og sorgin hellist yfir hann. Í leikritinu vantar hins vegar slagkraftinn í þetta atriði. Esther Thalía og Hilmir Snær leika foreldrana en ná ekki að skapa sannfærandi mynd af sorg þeirra og angist á svo stuttum tíma. Og það vantar algjörlega að sýna manni umhverfið, heimilið sem Jack þráði bæði að flýja frá en líka að snúa til baka með Ennis, gera upp, gera að þeirra. Þörf áminning Brokeback Mountain, sem birtist upphaflega sem smásaga eftir Annie Proulx, er saga sem er mikilvæg hinsegin samfélaginu. Í pistli í leikskrá lýsir Felix Bergsson því hvernig birtingarmyndir samkynhneigðra í kvikmyndum á sjöunda og áttunda áratugnum voru oft annaðhvort skrípamyndir eða óhamingjusamir einstaklingar sem voru á skjön við hið hefðbundna. Á níunda áratugnum þegar alnæmisfaraldurinn skall á urðu sögurnar dýpri og Hollywood leikarar gátu leikið homma án þess að það hefði neikvæð áhrif á feril þeirra. Hins vegar hafi Brokeback Mountain brotið blað í sögum samkynhneigðra á hvíta tjaldinu. „Við hommarnir trúðum ekki okkar eigin augum. Sagan er einföld en samt svo flókin ástarsaga, saga um ást í meinum,” segir Felix í frábærum pistli sem lesa má á heimasíðu Borgarleikhússins. Hjörtur Jóhann Jónsson og Björn Stefánsson fara með aðalhlutverk í sýningunni.Borgarleikhúsið Mér finnst það spennandi hugmynd að setja Brokeback Mountain upp sem leikrit og hef ekkert út á verkefnavalið að setja. Það er líka vel gert hjá Borgarleikhúsinu að gefa sögum samkynhneigðra vægi í verkefnavali sínu í ár en samkynhneigð kemur við sögu í verkunum Óskalandi, Ungfrú Ísland, Ketti á heitu blikkþaki og Fjallabaki. Það er ekkert við aðalleikara sýningarinnar, þá Hjört og Björn, að sakast. Þeir eru hugrakkir í nálgun sinni og stíga klárlega út fyrir þægindarammann. Þeir eiga hrós skilið. Hins vegar eru gallar á sýningunni, sérstaklega eftir hlé, þar sem atriði fara að dragast á langinn og ég spyr mig hvort hefði ekki mátt stytta verkið og þétta. Mér sýnist West End uppfærslan hafa verið um 90 mínútur án hlés en þessi uppfærsla var rúmir tveir tímar. Stærsti gallinn er þó að þessi epíska ástarsaga náði aldrei fullum hæðum og maður hafði ekki nægilega samkennd með persónum verksins. Því miður er leikritið bara skugginn af kvikmyndinni sem maður óhjákvæmilega er alltaf með í höfðinu. Niðurstaða Fjallabak er áhugaverð tilraun til að færa kvikmynd á leiksvið en það vantar að skapa nægilega samkennd með persónum verksins til að verkið snerti mann djúpt. Aðalleikararnir gera sitt besta en gallarnir skrifast einna helst á leikgerð sem hefði mátt einfalda og stytta. Gagnrýni Símonar Birgissonar Leikhús Menning Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Fleiri fréttir Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira
Leikgerðin eftir Ashley Robinson kemur frá Bretlandi en er sett upp í aðeins breyttri útgáfu (og lengri) í Borgarleikhúsinu. Ég er ekki viss um að allar breytingarnar hafi verið til hins betra því sýningin nær aldrei alveg flugi þrátt fyrir góða spretti og kröftuga aðalleikara. Fjallabak - Borgarleikhúsið Frumsýning: 28. mars 2025 Höfundur: Ashley Robinson. Leikstjórn: Valur Freyr Einarsson. Leikmynd: Axel Hallkell Jóhannesson. Leikarar: Hjörtur Jóhann Jónsson, Björn Stefánsson, Esther Talía Casey, Hilmir Snær Guðnason og Íris Tanja Flygenring. Glaðbeittir kúrekar Verkið hefst á sjöunda áratug síðustu aldar þar sem leiðir kúrekanna Jack Twist og Ennis Del Mar liggja saman á fjalli sem heitir Brokeback í bíómyndinni en Fjallabak í íslensku útgáfunni. Venjulega er ég ekki viðkvæmur fyrir frumlegum þýðingum en ég skildi ekki þörfina á því að þýða heitið á fjallinu á íslensku. Persónur verksins heita allar enskum nöfnum, Texas heitir Texas í leikritinu en af einhverjum ástæðum þarf Brokeback að heita Fjallabak. Þetta var bæði óþjált (það var oft talað um „hérna á þessu fjalli“) og óþarfi. Kúrekarnir tveir fella hugi saman meðan þeir vakta kindurnar á fjallinu og upplifa sanna hamingju. Þeir hafa báðir alist upp við fátækt og erfiðleika og vita að þeir geta ekki opinberað kynhneigð sína – slíkt var dauðadómur í þessum hluta Bandaríkjanna á þessum tíma. Í einverunni á Brokeback-fjalli eru þeir hins vegar frjálsir, geta gert það sem þeir vilja og eiga aldrei eftir að upplifa slíka hamingju aftur. Fyrri hluti sögunnar var nokkuð vel útfærður og hentar í raun lang best fyrir leikrit þar sem fókusinn er á samskipti þeirra Jack (Björn Stefánsson) og Ennis (Hjörtur Jóhann Jónsson) og eina aukapersónan er yfirmaður þeirra sem er leikinn af Hilmi Snæ, sem bregður sér í ýmis hlutverk í sýningunni en virðist ekki leggja neitt sérstaklega mikið á sig í að gæða hlutverkin lífi. Björn lék hlutverk Jack hins vegar af krafti og Hjörtur Jóhann var líka góður sem hinn þögli Ennis og stuttaraleg tilsvör hans voru vel tímasett. Sum atriði virkuðu þó ekki alveg nægilega vel. Til dæmis fyrsta kynlífsreynsla þeirra félaga. Í kvikmyndinni er atriðið hispurslaust og óvænt hversu nærgöngult það er. Hérna er það falið inn í tjaldi sem virkaði klaufalega og fangaði ekki andann í upprunalegu smásögunni eða kvikmyndinni. Íris Tanja Flygenring og Hjörtur Jóhann í sínum hlutverkum.Borgarleikhúsið Tíminn líður Í seinni hluta sögunnar fylgjumst við með baráttu þeirra við að lifa lífinu í felum fyrir sínum nánustu. Þeir ganga báðir í hjónaband með konum og eignast börn en hamingjuna finna þeir aðeins í örmum hvor annars þegar þeir hittast í veiðiferðum á nokkurra ára fresti. Brokeback Mountain er tragísk ástarsaga þar sem tveir einstaklingar fá ekki að lifa lífi sínu frjálsir heldur þurfa að leyna tilfinningum sínum í ótta við útskúfun, smánun eða dauða. Það fjölgar í persónugalleríinu þegar ár og áratugir líða. Slíkt er alltaf erfiðara í leikhúsi og er farin sú leið að láta Írisi Tönju Flygenring leika Ölmu Beers, eiginkonu Ennis, auk þess sem Hilmir Snær og Esther Thalía Casey (sem er söngkona verksins) bregða sér í nokkur smærri hlutverk. Íris Tanja hafði ekki úr miklu að moða og ég spyr mig hvort það hefði ekki verið einfaldara að láta Esther leika öll kvenhlutverkin í sýningunni. Uppsetningin reyndi að láta allt vera eins raunverulegt og hægt var. Kannski af því það er verið að setja upp kvikmynd. Sumt virkaði þó frekar hallærislegt. Eins og grátandi dúkkur eða upptökur af barnsgráti utan sviðs. Leikstjórinn Valur Freyr Einarsson hefði alveg mátt gefa sér meira frelsi í túlkun og uppsetningu í staðinn fyrir að reyna að hafa allt sem raunverulegast. Og ef allt átti að vera raunverulegt var eitt sem klikkaði því aðalpersónurnar virðast ekkert eldast. Það er eitt af því sem gerir kvikmyndina svo áhrifaríka – maður sér hvernig tíminn leikur þá Jack og Ennis. Hvernig líkami Ennis hrörnar undan erfiðsvinnu, útiveru og áfengisneyslu. Og hvernig Jack fer frá því að vera grannur, ungur, kúreki sem leikur listir sínar á ródeó sýningum yfir í að verða gamall maður sem fær aldrei að sýna hver hann raunverulega er. Þessi umbreyting á þeim Jack og Ennis virkaði ekki í leikritinu og maður átti erfitt með að átta sig á hversu langur tími átti að vera liðinn frá sumrinu örlagaríka þegar þeir kynntust. Dularfullur dauðdagi Það sem snerti mig einna dýpst í Brokeback Mountain eru örlög Jack Twist. Í kvikmyndinni skeytir Ang Lee inn stuttu atriði sem gefur til kynna að útskýring Laureen, eiginkonu Jacks, á slysinu sem hann lendir í sé ekki endilega sannleikanum samkvæm. Þetta litla atriði er ótrúlega mikilvægt því það tengist beint hryllilegri sögu sem Ennis segir fyrr í verkinu af því þegar pabbi hans sýnir honum lík af samkynhneigðum manni sem hefur verið misþyrmt og svo drepinn. Ennis veltir jafnvel fyrir sér hvort faðir hans hafi verið ábyrgur fyrir morðinu. Við vitum að Jack Twist hefur gefist upp á að bíða eftir Ennis og hann storkar örlögunum með því að leita til annarra karlmanna. Ennis veit hver eru örlög þeirra sem eru stimplaðir „kynvillingar“ í suðurríkjunum og passar sig því að lifa í felum. Mér fannst vanta að vekja þessar spurningar upp hjá áhorfendum í samtalinu á milli Laureen og Ennis því í mínum huga er útilokað að sagan um sprungna dekkið sé sönn. Annað atriði undir lok verksins sem féll örlítið flatt var heimsókn Ennis á æskuheimili Jack. Þetta atriði er ótrúlega sorglegt í myndinni. Foreldrar Jacks eru sannkristnir og það sem maður tekur eftir á heimili þeirra er að þar eru engar myndir, engin málverk og ekkert skraut. Nánast það eina sem er inn í gamla barnaherbergi Jack er lítill skemill sem hann sat á og horfði út um gluggann. Líkt og í kvikmyndinni finnur Ennis skyrtuna sem hann hafði verið í sumarið þeirra á Brokeback og sorgin hellist yfir hann. Í leikritinu vantar hins vegar slagkraftinn í þetta atriði. Esther Thalía og Hilmir Snær leika foreldrana en ná ekki að skapa sannfærandi mynd af sorg þeirra og angist á svo stuttum tíma. Og það vantar algjörlega að sýna manni umhverfið, heimilið sem Jack þráði bæði að flýja frá en líka að snúa til baka með Ennis, gera upp, gera að þeirra. Þörf áminning Brokeback Mountain, sem birtist upphaflega sem smásaga eftir Annie Proulx, er saga sem er mikilvæg hinsegin samfélaginu. Í pistli í leikskrá lýsir Felix Bergsson því hvernig birtingarmyndir samkynhneigðra í kvikmyndum á sjöunda og áttunda áratugnum voru oft annaðhvort skrípamyndir eða óhamingjusamir einstaklingar sem voru á skjön við hið hefðbundna. Á níunda áratugnum þegar alnæmisfaraldurinn skall á urðu sögurnar dýpri og Hollywood leikarar gátu leikið homma án þess að það hefði neikvæð áhrif á feril þeirra. Hins vegar hafi Brokeback Mountain brotið blað í sögum samkynhneigðra á hvíta tjaldinu. „Við hommarnir trúðum ekki okkar eigin augum. Sagan er einföld en samt svo flókin ástarsaga, saga um ást í meinum,” segir Felix í frábærum pistli sem lesa má á heimasíðu Borgarleikhússins. Hjörtur Jóhann Jónsson og Björn Stefánsson fara með aðalhlutverk í sýningunni.Borgarleikhúsið Mér finnst það spennandi hugmynd að setja Brokeback Mountain upp sem leikrit og hef ekkert út á verkefnavalið að setja. Það er líka vel gert hjá Borgarleikhúsinu að gefa sögum samkynhneigðra vægi í verkefnavali sínu í ár en samkynhneigð kemur við sögu í verkunum Óskalandi, Ungfrú Ísland, Ketti á heitu blikkþaki og Fjallabaki. Það er ekkert við aðalleikara sýningarinnar, þá Hjört og Björn, að sakast. Þeir eru hugrakkir í nálgun sinni og stíga klárlega út fyrir þægindarammann. Þeir eiga hrós skilið. Hins vegar eru gallar á sýningunni, sérstaklega eftir hlé, þar sem atriði fara að dragast á langinn og ég spyr mig hvort hefði ekki mátt stytta verkið og þétta. Mér sýnist West End uppfærslan hafa verið um 90 mínútur án hlés en þessi uppfærsla var rúmir tveir tímar. Stærsti gallinn er þó að þessi epíska ástarsaga náði aldrei fullum hæðum og maður hafði ekki nægilega samkennd með persónum verksins. Því miður er leikritið bara skugginn af kvikmyndinni sem maður óhjákvæmilega er alltaf með í höfðinu. Niðurstaða Fjallabak er áhugaverð tilraun til að færa kvikmynd á leiksvið en það vantar að skapa nægilega samkennd með persónum verksins til að verkið snerti mann djúpt. Aðalleikararnir gera sitt besta en gallarnir skrifast einna helst á leikgerð sem hefði mátt einfalda og stytta.
Gagnrýni Símonar Birgissonar Leikhús Menning Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Fleiri fréttir Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira