Vilhelm hlaut fimm ára dóm í Héraðsdómi Norðurlands eystra í febrúar 2024 og Landsréttur staðfesti þann dóm í desember síðastliðnum.
Málið varðar þrjú atvik sem áttu sér stað í janúarmánuði 2022. Fyrst á nýársdag og svo tólfta og þrettánda janúar. Vilhelm hafði áður hlotið dóm fyrir gróf ofbeldisbrot gagnvart konunni, en í því máli var hann sakfelldur í fimm ákæruliðum fyrir brot sem áttu sér stað 2019 og 2020.
Meðal sönnunargagna í málinu voru upptökur úr öryggismyndavél sem konan hafði fengið sér á meðan Vilhelm afplánaði eftir brotin 2019 og 2020.
Vilhelm óskaði eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar og sagðist telja málið hafa verulega almenna þýðingu. Ekki hefði reynt á sönnunargildi gagna úr upptökubúnaði á heimili í sakamáli. Þá væri niðurstaðan á neðri dómstigum bersýnilega röng.
Hæstiréttur hafnaði beiðninni, sagði málið ekki hafa verulega almenna þýðingu sem kallaði á aðkomu réttarins.