„Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Elín Margrét Böðvarsdóttir og Tómas Arnar Þorláksson skrifa 1. apríl 2025 11:40 Gossprungan hefur jafnt og þétt haldið áfram að lengjast og hefur síðan þessi mynd var tekin í morgun teygt sig inn fyrir varnargarðana og nær Grindavík. Vísir/RAX Gregory Paul De Pascale dósent við jarðvísindadeild Háskóla Íslands, segir koma á óvart hve lítill kraftur er í eldgosinu sem hófst í morgun skammt frá Grindavík, samanborið við þrjú síðustu eldgos á Sundhnúksgígaröðinni. Það komi nokkuð á óvart og gæti verið til markst um að eldgosið standi yfir í lengri tíma, en erfitt sé þó að spá fyrir um það á þessum tímapunkti. Gregory Paul De Pascale ræddi við Tómas Arnar Þorláksson fréttamann nærri gosstöðvunum í morgun, en viðtalið í heild sinni má finna í spilaranum hér að neðan. „Ég vaknaði og sá að eitthvað var að gerast og lagði af stað hingað um leið,“ segir Gregory. Eftir um klukkustundar bið byrjaði hraunið hægt og rólega að malla upp úr jörðinni. Hann lýsir því meðal annars í viðtalinu hvernig gosstrókarnir hafi teygt sig um sextíu til sjötíu metra upp í loftið, sem séu ekki eins háir gosstrókar og oft áður þegar þeir hafi náð allt upp í um þrjú hundruð metra. „Þetta virðist vera nokkuð minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos,“ segir Gregory. „Þetta er í þróun núna. Þetta virðist líkara Fagradalsfjalli sem var mjög hægt, hægfara gos sem stóð í langan tíma. Við erum að horfa á hegðun flókinna kerfa, svo með því að rannsaka þetta reynum við að fá vísbendingu um hvað gæti gerst í framtíðinni. En þetta er mjög ólíkt síðustu þremur gosum, svo það kemur aðeins á óvart,“ útskýrir Gregory. Miðað við þann hraða sem sé á gosinu núna gæti það verið vísbending um að gosið muni standa yfir í lengri tíma, í ljósi þess hve mikil kvika mælingar benda til að sé í kvikuhólfinu. „Það gæti verið. Sem vísindamenn er erfitt að spá fyrir um það á þessum tímapunkti,“ segir Gregory. Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent Fleiri fréttir Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Sjá meira
Gregory Paul De Pascale ræddi við Tómas Arnar Þorláksson fréttamann nærri gosstöðvunum í morgun, en viðtalið í heild sinni má finna í spilaranum hér að neðan. „Ég vaknaði og sá að eitthvað var að gerast og lagði af stað hingað um leið,“ segir Gregory. Eftir um klukkustundar bið byrjaði hraunið hægt og rólega að malla upp úr jörðinni. Hann lýsir því meðal annars í viðtalinu hvernig gosstrókarnir hafi teygt sig um sextíu til sjötíu metra upp í loftið, sem séu ekki eins háir gosstrókar og oft áður þegar þeir hafi náð allt upp í um þrjú hundruð metra. „Þetta virðist vera nokkuð minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos,“ segir Gregory. „Þetta er í þróun núna. Þetta virðist líkara Fagradalsfjalli sem var mjög hægt, hægfara gos sem stóð í langan tíma. Við erum að horfa á hegðun flókinna kerfa, svo með því að rannsaka þetta reynum við að fá vísbendingu um hvað gæti gerst í framtíðinni. En þetta er mjög ólíkt síðustu þremur gosum, svo það kemur aðeins á óvart,“ útskýrir Gregory. Miðað við þann hraða sem sé á gosinu núna gæti það verið vísbending um að gosið muni standa yfir í lengri tíma, í ljósi þess hve mikil kvika mælingar benda til að sé í kvikuhólfinu. „Það gæti verið. Sem vísindamenn er erfitt að spá fyrir um það á þessum tímapunkti,“ segir Gregory.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent Fleiri fréttir Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Sjá meira