Fréttamenn okkar Tómas Arnar Þorláksson og Kristján Már Unnarsson eru á svæðinu og greina frá stöðunni í beinni.
Einnig sjáum við myndefni af hamförunum en versta sviðsmynd Almannavarna raungerðist í morgun þegar sprungan opnaðist innan við varnargarðinn fyrir ofan Grindavík.
Einnig verðum við á Laugaveginum hjá Almannavörnum þar sem rætt verður við viðbragðsaðila og þá heyrum við einnig í Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra sem er stödd þar til að fylgjast með stöðu mála.
Kristín Jónsdóttir náttúruvársérfræðingur rýnir í stöðuna og við fáum að sjá magnað myndefni frá gossvæðinu.
Fréttatíminn hefst á slaginu tólf og verður í beinni útsendingu á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni.