Innlent

Myndir: Eld­gos ógnar Grinda­vík

Árni Sæberg skrifar
Ellefta eldgosið á örfáum árum hófst í morgun.
Ellefta eldgosið á örfáum árum hófst í morgun. Vísir/Rax

Eldgos hófst rétt við Grindavík klukkan 09:45 í morgun og ljósmyndarar fréttastofu hafa verið á fullu síðan við að mynda eldgosið. Afraksturinn má sjá í fréttinni.

Grindavík hefur verið rýmd og því er enginn í bænum utan viðbragsðaðila og fjölmiðlamanna. Þar á meðal er Anton Brink ljósmyndari Vísis. Myndir frá honum má sjá hér að neðan.

Gróðurhús Orfs líftækni í Svartsengi virðist í töluverðri hættu á að verða hrauninu að bráð. Það var dæmt altjónað í fyrri jarðhræringum á svæðinu.Vísir/Anton Brink
Bátum var forðað úr Grindavíkurhöfn í morgun.Vísir/Anton Brink
Eldgosið er nálægt bænum.Vísir/Anton Brink
Gossprungan er beggja megin varnargarðsins við Grindavík.Vísir/Anton Brink

Björn Steinbekk drónaflugmaður lét sig auðvitað ekki vanta og sendi drónann á loft í morgun. Myndband úr drónanum má sjá hér að neðan:

Þá flaug Ragnar Axelson, ljósmyndari Vísir yfir gosstöðvarnar og myndaði úr lofti.

Sprungan teygir enn úr sér.Vísir/RAX
Talsvert gas stígur upp frá gosstöðvunum og vindátt er heldur óhagstæð. Reikna má með gasmengun á höfuðborgarsvæðinu í dag.Vísir/Rax
Sprunga opnaðist fyrst suðaustur af Þorbirni og teygðist síðan undir og inn fyrir varnargarðinn. Vísir/Rax



Fleiri fréttir

Sjá meira


×