McIlroy meiddur í aðdraganda Masters Valur Páll Eiríksson skrifar 1. apríl 2025 10:33 Rory McIlroy sækist eftir fyrsta Masters-titlinum sem myndi skrá hann í fámennan elítuklúbb. Photo by David Cannon/Getty Images Norður-Írinn Rory McIlroy glímir við meiðsli eftir mót helgarinnar þegar styttist í fyrsta risamót ársins. Tæpar tvær vikur eru í Masters-mótið á Augusta. McIlroy hafnaði í fimmta sæti á Houston Open um helgina, sæti sem hann náði í með glimrandi lokahring þar sem hann lék á sex höggum undir pari vallar. Því náði hann þrátt fyrir að glíma við eymsli í olnboga. Hann leggur nú allt kapp á að ná sér góðum fyrir Masters-mótið eftir tæpar tvær vikur. „Hægri olnboginn hefur verið að angra mig aðeins. Líklega fæ ég meðhöndlun til að vera viss um að ég verði í lagi fyrir Augusta,“ sagði McIlroy í samtali við Golf Channel. „Ég funda með þjálfaranum mínum, Michael Bannon, í vikunni. Við munum vinna í þessu og sjá til þess að ég verði í standi,“ segir Norður-Írinn enn fremur. Masters-mótið er eina risamótið sem McIlroy hefur ekki unnið á ferli sínum. Hann eltist því af áfergju við að klæðast græna jakkanum. Hann getur orðið sjötti kylfingurinn sem fagnar sigri á öllum fjórum risamótunum. Hinir fimm eru Tiger Woods, Jack Nicklaus, Ben Hogan, Gary Player og Gene Sarazen. McIlroy komst næst því að vinna árið 2011 þegar hann leiddi fyrir lokahringinn en gaf þá forystu eftir. Hann lenti þá í öðru sæti á eftir Scottie Scheffler fyrir þremur árum. McIlroy hefur farið vel af stað á þessu ári og vann Players meistaramótið fyrir tveimur vikum síðan eftir bráðabana. Masters-mótið fer að venju fram á Augusta-vellinum í Georgíu, dagana 10.-13. apríl. Mótið verður sýnt á rásum Stöðvar 2 Sport. Masters-mótið Golf Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Körfubolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
McIlroy hafnaði í fimmta sæti á Houston Open um helgina, sæti sem hann náði í með glimrandi lokahring þar sem hann lék á sex höggum undir pari vallar. Því náði hann þrátt fyrir að glíma við eymsli í olnboga. Hann leggur nú allt kapp á að ná sér góðum fyrir Masters-mótið eftir tæpar tvær vikur. „Hægri olnboginn hefur verið að angra mig aðeins. Líklega fæ ég meðhöndlun til að vera viss um að ég verði í lagi fyrir Augusta,“ sagði McIlroy í samtali við Golf Channel. „Ég funda með þjálfaranum mínum, Michael Bannon, í vikunni. Við munum vinna í þessu og sjá til þess að ég verði í standi,“ segir Norður-Írinn enn fremur. Masters-mótið er eina risamótið sem McIlroy hefur ekki unnið á ferli sínum. Hann eltist því af áfergju við að klæðast græna jakkanum. Hann getur orðið sjötti kylfingurinn sem fagnar sigri á öllum fjórum risamótunum. Hinir fimm eru Tiger Woods, Jack Nicklaus, Ben Hogan, Gary Player og Gene Sarazen. McIlroy komst næst því að vinna árið 2011 þegar hann leiddi fyrir lokahringinn en gaf þá forystu eftir. Hann lenti þá í öðru sæti á eftir Scottie Scheffler fyrir þremur árum. McIlroy hefur farið vel af stað á þessu ári og vann Players meistaramótið fyrir tveimur vikum síðan eftir bráðabana. Masters-mótið fer að venju fram á Augusta-vellinum í Georgíu, dagana 10.-13. apríl. Mótið verður sýnt á rásum Stöðvar 2 Sport.
Masters-mótið Golf Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Körfubolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira