Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Sindri Sverrisson skrifar 1. apríl 2025 09:03 Yassine Cheuko fer yfir málin með Antonela Roccuzzo, eiginkonu Messi, á leik Inter Miami. Lífvörðurinn hefur sagt að sér líði eins og einum af fjölskyldunni og að hann finni fyrir miklu trausti frá Messi. Getty/Megan Briggs Yassine Cheuko, hinn grjótharði lífvörður Lionels Messi, má ekki lengur passa upp á hann á leikjum í bandarísku MLS-deildinni í fótbolta. Frá því að Messi kom til Bandaríkjanna og hóf að spila fyrir Inter Miami árið 2023 þá hefur Cheuko verið til taks á öllum leikjum, tilbúinn að tækla fólk sem hleypur inn á völlinn til að komast í tæri við mögulega besta leikmann sögunnar. @espn He took off 😳 (via @Major League Soccer on Apple TV) #messi #futbol #soccer ♬ original sound - ESPN Þannig hefur Cheuko reglulega komist í fréttirnar fyrir að góma fólk sem ætlar að ná til Messi í miðjum leik en svoleiðis verður það ekki áfram. Cheuko greinir nefnilega frá því í þættinum House of Highlights að MLS-deildin sé búin að taka fyrir það að hann megi vera við völlinn og hlaupa inn á. „Þeir leyfa ekki lengur að ég sé á vellinum,“ segir Cheuko sem telur það augljós mistök vegna þess hve margir virðist sífellt ná að finna sér leið inn á völlinn. „Þetta er risavandamál hérna“ „Ég vann í sjö ár í frönsku deildinni og Meistaradeild Evrópu og í heild ruddust sex manns inn á völlinn. Eftir að ég kom til Bandaríkjanna, á tuttugu mánuðum, hafa nú þegar sextán manns komist inn á völlinn. Þetta er risavandamál hérna. Ég er ekki vandamálið. Leyfið mér að hjálpa Messi,“ segir Cheuko. „Ég elska MLS og CONCACAF en við verðum að vinna saman. Ég elska að hjálpa. Ég tel mig ekki betri en aðra en ég er með afar mikla reynslu úr Evrópu. En þetta er í lagi. Þeirra ákvörðun en ég held að við gætum gert betur,“ segir Cheuko. Eftir að hafa verið að glíma við meiðsli sneri Messi aftur til leiks í síðasta leik Inter Miami og skoraði þá í 2-1 sigri gegn Philadelphia Union eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Hann gæti spilað í 8-liða úrslitum CONCACAF Champions Cup á morgun, gegn LAFC. Bandaríski fótboltinn Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Fleiri fréttir „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Sjá meira
Frá því að Messi kom til Bandaríkjanna og hóf að spila fyrir Inter Miami árið 2023 þá hefur Cheuko verið til taks á öllum leikjum, tilbúinn að tækla fólk sem hleypur inn á völlinn til að komast í tæri við mögulega besta leikmann sögunnar. @espn He took off 😳 (via @Major League Soccer on Apple TV) #messi #futbol #soccer ♬ original sound - ESPN Þannig hefur Cheuko reglulega komist í fréttirnar fyrir að góma fólk sem ætlar að ná til Messi í miðjum leik en svoleiðis verður það ekki áfram. Cheuko greinir nefnilega frá því í þættinum House of Highlights að MLS-deildin sé búin að taka fyrir það að hann megi vera við völlinn og hlaupa inn á. „Þeir leyfa ekki lengur að ég sé á vellinum,“ segir Cheuko sem telur það augljós mistök vegna þess hve margir virðist sífellt ná að finna sér leið inn á völlinn. „Þetta er risavandamál hérna“ „Ég vann í sjö ár í frönsku deildinni og Meistaradeild Evrópu og í heild ruddust sex manns inn á völlinn. Eftir að ég kom til Bandaríkjanna, á tuttugu mánuðum, hafa nú þegar sextán manns komist inn á völlinn. Þetta er risavandamál hérna. Ég er ekki vandamálið. Leyfið mér að hjálpa Messi,“ segir Cheuko. „Ég elska MLS og CONCACAF en við verðum að vinna saman. Ég elska að hjálpa. Ég tel mig ekki betri en aðra en ég er með afar mikla reynslu úr Evrópu. En þetta er í lagi. Þeirra ákvörðun en ég held að við gætum gert betur,“ segir Cheuko. Eftir að hafa verið að glíma við meiðsli sneri Messi aftur til leiks í síðasta leik Inter Miami og skoraði þá í 2-1 sigri gegn Philadelphia Union eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Hann gæti spilað í 8-liða úrslitum CONCACAF Champions Cup á morgun, gegn LAFC.
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Fleiri fréttir „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Sjá meira