Innlent

Fyrstu hundrað dagar ríkis­stjórnarinnar og gervigreindaræði

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.

Fjármálaráðherra kynnti í dag fjármálaáætlun og er stefnt að því að hagræða um ríflega hundrað milljarða á næstu árum. Við fáum viðbrögð frá Jóni Gunnarssyni þingmanni Sjálfstæðisflokksins og Bergþóri Ólasyni þingflokksformanni Miðflokksins í beinni útsendingu í kvöldfréttunum.

Rauði krossinn á Íslandi hefur hrint af stað átaki til að hvetja landsmenn til að vera undirbúnir ef neyðarástand skapast. Við skoðum hvað á að vera í kassanum.

Varaformaður Sambands íslenskra myndlistarmanna segir nýtt gervigreindaræði vekja ýmsar spurningar varðandi höfundarrétt. Gervigreindin annar vart eftirspurn eftir myndum.

Við hittum nýjan þjálfara körfuboltalandsliðs kvenna í sportpakkanum en sá er hokinn af reynslu. Og í Íslandi í dag kíkir Sindri Sindrason í morgunkaffi til Heiðu Bjargar Hilmisdóttur, nýs borgarstjóra, og fær að kynnast hinni hliðinni.

Kvöldfréttir Stöðvar 2 má sjá í heild sinni hér að neðan:

Klippa: Kvöldfréttir 31. mars 2025



Fleiri fréttir

Sjá meira


×