Innlent

Ríkis­stjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Bylgjan hádegi

Í hádegisfréttum fjöllum við um nýja fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem gildir til ársins 2030. 

Þar er stefnt að því að ná tökum á ríkisfjármálunum þannig að ríkisstjóður og hið opinbera verði hallalaus fyrr en áður hafði verið stefnt að. 

Einnig fjöllum við um það sem á daga ríkisstjórnarinnar hefur drifið en hún fagnar nú sínum fyrstu hundrað dögum. Við heyrum í álitsgjafa um hvernig hafi gengið en óhætt er að segja að það hafi skipst á skin og skúrir á þessum stutta tíma. 

Þá fjöllum við áfram um málefni Grindavíkur og segjum frá nýju frumvarpi sem varðar íslensk ættarnöfn. 

Klippa: Hádegisfréttir Bylgjunnar 31. mars 2025



Fleiri fréttir

Sjá meira


×