Óðinn Þór Hansen var á leið sinni heim af pílumóti ásamt móður sinni og þegar hann keyrir inn götuna kom hann auga á litla hjörð af hestum hlaupandi þvert inn á akbrautina. Hann segist telja að þeir hafi komið frá hesthúsum sem eru þarna í um kílómeters fjarlægð.
Hann segir hestana afskaplega fallega en brýnir til þeirra sem eiga leið um Kórana að hafa augun opin, enda er hegðun hesta í umferðinni ögn ófyrirsjáanlegri en okkur mannanna.
„Það getur allt gerst,“ segir Óðinn.