Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Valur Páll Eiríksson skrifar 29. mars 2025 08:02 Willum Þór sækist eftir forsetaembætti ÍSÍ. Vísir/Vilhelm Willum Þór Þórsson sækist eftir forsetaembætti ÍSÍ í vor. Hann segir ljóst að þörf sé á meira fjármagni frá ríkinu til þessa stærstu félagasamtaka landsins, bæði í starfsemi þeirra sem og innviðauppbyggingu. „Samræmingarhlutverkið er mjög mikilvægt. Að standa fyrir þeim verkefnum sem efla hreyfinguna og bæta umhverfið. Því á endanum snýst þetta um fólkið sem er í hreyfingunni og þetta eru auðvitað stærstu frjálsu félagasamtök þjóðarinnar. Þau gegn gífurlega mikilvægu hlutverki. Það hef ég reynt meir eftir því sem ég hef starfað á vettvangi stjórnvalda. Hversu mikið vægi og hlutverk íþróttahreyfingin hefur. Bæði þegar kemur að almennri lýðheilsu, og ekki síst forvörnum,“ segir Willum. Klippa: Willum ræðir íþróttamálin og ÍSÍ Hann starfaði sem heilbrigðisráðherra frá 2021 þar til í desember þegar hann féll út af þingi í Alþingiskosningum. Hann kveðst því þekkja vel hlutverk ÍSÍ þegar kemur að almannaheil. „En auðvitað er það þannig að við eigum að horfa á íþróttir og íþróttaumhverfi alla ævina. Við eigum vera hluti af íþróttahreyfingunni allt æviskeiðið,“ bætir Willum við. Styrkja þurfi samstarfið við yfirvöld ÍSÍ eru regnhlífarsamtök sem öll sérgreinasambönd landsins eiga aðild að, svo sem KSÍ, KKÍ og HSÍ. Í sem breiðustum og einföldustum skilningi skiptist hlutverk sambandsins í tvennt; afreksstarf og grasrótar- og/eða almenningsíþróttastarf. Willum segir mikilvægt að finna jafnvægi á milli þessa tveggja grunnþátta í starfsemi ÍSÍ, með aðstoð yfirvalda. „Það þarf að vera jafnvægi þarna á milli og íþróttasambandið er skipulagt þannig að þetta skiptist í almenningshlutann og afrekshlutann. Núna er búið að vera innan ÍSÍ, í samstarfi við stjórnvöld, mikil stefnumótun þegar kemur að afrekshlutanum. Það er vel, Vésteinn Hafsteinsson, með alla sína þekkingu, hefur verið liðsinna íþróttahreyfingunni í þá veru og tengja við stjórnvöld. Það er mjög mikilvægt að (…) það sé fullkomin samsvörun við stefnu stjórnvalda,“ segir Willum. Tengslin við stjórnvöld og samrýmd stefna sem bæði íþróttahreyfingin og stjórnvöld vinni að í sameiningu hafi verið ábótavant. „Það sem skorti þar á, sem ég væri til í að skoða í samvinnu við stjórnvöld og íþróttahreyfinguna, er þetta, að sú stefna verði skýrar samofin stefnu íþróttahreyfingarinnar og nýtist þannig um allt land. En ekki síður að henni fylgi þá aðgerðaáætlun vegna þess að lög um opinber fjármál kalla á þetta stefnumótandi umhverfi sem talar við fjárlögin,“ segir Willum. Þörf á frekara fjármagni Stjórnvöld hafi sofið á verðinum hvað íþróttastarfið varðar. Útgjöld í afrekssjóð stóðu í stað í þónokkur ár en bót varð á því í ár. Mikilvægt sé að fremsta afreksfólk landsins þurfi ekki að standa í sífelldum fjáröflunum og geti frekar einblínt á að bæta sig innan vallar. „Þegar kemur að afrekinu, er það sem brennur mest, og er svolítið sorglegt að tala um að sér staðan, er unga íþróttafólkið okkar sem er að veljast til þátttöku og jafnvel alveg upp í fullorðinshlutann að keppa fyrir þjóðina þurfi síðan að standa í að fjármagna það sem því tilheyrir sjálft. Ég held að við hljótum að horfa á það með stjórnvöldum að kippa því í liðinn,“ segir Willum. Þarf meira fjármagn í íþróttastarfsemina? „Já, alveg klárlega. Ég gæti talið líka ferðajöfnunarsjóðinn, við þurfum að stækka hann,“ segir Willum. Hafi gleymt sér í aðstöðumálum Aðstöðumál afreksíþrótta hafa þá verið mikið bitbein árum saman. Sem dæmi hafa landslið Íslands í stóru boltagreinunum verið á undanþágum til að mega leika hér á landi árum saman, hvort sem er á Laugardalsvelli eða í Laugardalshöll. Kvennalandslið Íslands í fótbolta hefur leikið í Kópavogi undanfarin misseri og spilar á heimavelli Þróttar í komandi landsleikjum. Karlalandsliðið lék sinn fyrsta leik erlendis á dögunum en það var vegna framkvæmda á Laugardalsvelli sem losnar við hluta sinna undanþága þegar nýr grasflötur kemur á völlinn í sumar. Þá hafa frestanir orðið á fyrirhugaðri byggingu nýrrar Þjóðarhallar, en sú þarf að rísa fyrir 2031 ef Ísland á að geta tekið þátt í að halda HM karla í handbolta það ár, líkt og til stendur. „Ég held það sé alveg sama hvar við berum niður og hvaða íþróttagreinar það eru. Að við höfum aðeins gleymt okkur þarna, að byggja upp aðstöðu fyrir alþjóðakeppnir. Það er mjög miður. En ég held það sé ekki hægt að segja annað en að allir séu meðvitaðir um það. Nú er að kappkosta að flýta því,“ Jafngildi 20 halla við Hringbraut, svo ein ætti ekki að geta risið í Laugardal Pólitíski armurinn beri ábyrgð á því að innviðamálin hafi dregist á langinn undanfarin ár og Ísland dregist aftur úr alþjóðlegum kröfum um keppnisvelli. Að sama skapi hafi áform um nýjan Landsspítala dregist á langinn. „Við berum mikla ábyrgð, pólitíkin, þar. Á þessu sviði þar sem við erum að byggja utan um fólkið okkar í landinu. Landsspítalinn tók allt of langan tíma í staðarvali, alltof langan tíma að setja alvöru kraft í og fjármuni. En er núna komið á fulla ferð og við erum einhverjum árum á eftir að elta skottið á okkur en á sama tíma bjartsýn þegar nýr spítali rís við Hringbraut,“ „Þetta er alveg sama með íþróttirnar. Í umfangi við Hringbraut, ætli þetta séu ekki 20 Þjóðarhallir sem við erum að reisa þar. Þannig að við hljótum að geta klárað eina hér,“ segir Willum. Leggur áherslu á að taka samtalið Aðspurður um hvort einhverjar breytingar séu sérlega aðkallandi kveðst Willum fremur ætla að virkja samtalið áður en hann fellir dóma um slíkt sem stendur. Næstu vikur fari í það og þá fyrstu dagarnir í stöðunni, verði hann kjörinn. „Ég held það sé nú bara skynsamlegast að svara því þannig að ég held ég komi með mjög sterkan bakgrunn að þessu embætti og það sé skynsamlegast að hlusta á hreyfinguna út um allt land og hvað brennur. Við erum með her af fólki sem er að draga vagninn alla daga. Ég mun nota tímann núna fram undan og ef það fer þannig að fólk treystir mér fyrir þessu mikilvæga embætti þá mun ég leggja áherslu á að hlusta,“ segir Willum. Íþróttaþing ÍSÍ fer fram 16.-17. maí. Willum er sem stendur sá eini sem hefur tilkynnt um framboð til forsetaembættis sambandsins. Lárus Blöndal er sitjandi forseti og hefur sinnt frá árinu 2013 en mun stíga til hliðar í maí. Töluvert fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í heild í spilaranum efst í greininni. ÍSÍ Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti Sjáðu myndirnar: Svíarnir gjörsigraðir á einu besta kvöldi strákanna okkar Handbolti „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Handbolti Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Handbolti Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Sjáðu myndirnar: Svíarnir gjörsigraðir á einu besta kvöldi strákanna okkar Dagskráin: Stólarnir mæta til Keflavíkur og Extra-þáttur strax á eftir Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Orri sneri aftur eftir meiðsli „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Tölurnar á móti Svíum: Viggó 11 af 11 í skotum og 23 fleiri stopp en Svíar „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ „Allt sem vantaði í síðasta leik var til staðar í dag“ Fjögur ný lið berjast um sæti í Super Bowl og Lokasóknin verður á vaktinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Martin fagnaði eftir framlengingu Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Logi skoraði sjálfsmark í sigri Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Sjá meira
„Samræmingarhlutverkið er mjög mikilvægt. Að standa fyrir þeim verkefnum sem efla hreyfinguna og bæta umhverfið. Því á endanum snýst þetta um fólkið sem er í hreyfingunni og þetta eru auðvitað stærstu frjálsu félagasamtök þjóðarinnar. Þau gegn gífurlega mikilvægu hlutverki. Það hef ég reynt meir eftir því sem ég hef starfað á vettvangi stjórnvalda. Hversu mikið vægi og hlutverk íþróttahreyfingin hefur. Bæði þegar kemur að almennri lýðheilsu, og ekki síst forvörnum,“ segir Willum. Klippa: Willum ræðir íþróttamálin og ÍSÍ Hann starfaði sem heilbrigðisráðherra frá 2021 þar til í desember þegar hann féll út af þingi í Alþingiskosningum. Hann kveðst því þekkja vel hlutverk ÍSÍ þegar kemur að almannaheil. „En auðvitað er það þannig að við eigum að horfa á íþróttir og íþróttaumhverfi alla ævina. Við eigum vera hluti af íþróttahreyfingunni allt æviskeiðið,“ bætir Willum við. Styrkja þurfi samstarfið við yfirvöld ÍSÍ eru regnhlífarsamtök sem öll sérgreinasambönd landsins eiga aðild að, svo sem KSÍ, KKÍ og HSÍ. Í sem breiðustum og einföldustum skilningi skiptist hlutverk sambandsins í tvennt; afreksstarf og grasrótar- og/eða almenningsíþróttastarf. Willum segir mikilvægt að finna jafnvægi á milli þessa tveggja grunnþátta í starfsemi ÍSÍ, með aðstoð yfirvalda. „Það þarf að vera jafnvægi þarna á milli og íþróttasambandið er skipulagt þannig að þetta skiptist í almenningshlutann og afrekshlutann. Núna er búið að vera innan ÍSÍ, í samstarfi við stjórnvöld, mikil stefnumótun þegar kemur að afrekshlutanum. Það er vel, Vésteinn Hafsteinsson, með alla sína þekkingu, hefur verið liðsinna íþróttahreyfingunni í þá veru og tengja við stjórnvöld. Það er mjög mikilvægt að (…) það sé fullkomin samsvörun við stefnu stjórnvalda,“ segir Willum. Tengslin við stjórnvöld og samrýmd stefna sem bæði íþróttahreyfingin og stjórnvöld vinni að í sameiningu hafi verið ábótavant. „Það sem skorti þar á, sem ég væri til í að skoða í samvinnu við stjórnvöld og íþróttahreyfinguna, er þetta, að sú stefna verði skýrar samofin stefnu íþróttahreyfingarinnar og nýtist þannig um allt land. En ekki síður að henni fylgi þá aðgerðaáætlun vegna þess að lög um opinber fjármál kalla á þetta stefnumótandi umhverfi sem talar við fjárlögin,“ segir Willum. Þörf á frekara fjármagni Stjórnvöld hafi sofið á verðinum hvað íþróttastarfið varðar. Útgjöld í afrekssjóð stóðu í stað í þónokkur ár en bót varð á því í ár. Mikilvægt sé að fremsta afreksfólk landsins þurfi ekki að standa í sífelldum fjáröflunum og geti frekar einblínt á að bæta sig innan vallar. „Þegar kemur að afrekinu, er það sem brennur mest, og er svolítið sorglegt að tala um að sér staðan, er unga íþróttafólkið okkar sem er að veljast til þátttöku og jafnvel alveg upp í fullorðinshlutann að keppa fyrir þjóðina þurfi síðan að standa í að fjármagna það sem því tilheyrir sjálft. Ég held að við hljótum að horfa á það með stjórnvöldum að kippa því í liðinn,“ segir Willum. Þarf meira fjármagn í íþróttastarfsemina? „Já, alveg klárlega. Ég gæti talið líka ferðajöfnunarsjóðinn, við þurfum að stækka hann,“ segir Willum. Hafi gleymt sér í aðstöðumálum Aðstöðumál afreksíþrótta hafa þá verið mikið bitbein árum saman. Sem dæmi hafa landslið Íslands í stóru boltagreinunum verið á undanþágum til að mega leika hér á landi árum saman, hvort sem er á Laugardalsvelli eða í Laugardalshöll. Kvennalandslið Íslands í fótbolta hefur leikið í Kópavogi undanfarin misseri og spilar á heimavelli Þróttar í komandi landsleikjum. Karlalandsliðið lék sinn fyrsta leik erlendis á dögunum en það var vegna framkvæmda á Laugardalsvelli sem losnar við hluta sinna undanþága þegar nýr grasflötur kemur á völlinn í sumar. Þá hafa frestanir orðið á fyrirhugaðri byggingu nýrrar Þjóðarhallar, en sú þarf að rísa fyrir 2031 ef Ísland á að geta tekið þátt í að halda HM karla í handbolta það ár, líkt og til stendur. „Ég held það sé alveg sama hvar við berum niður og hvaða íþróttagreinar það eru. Að við höfum aðeins gleymt okkur þarna, að byggja upp aðstöðu fyrir alþjóðakeppnir. Það er mjög miður. En ég held það sé ekki hægt að segja annað en að allir séu meðvitaðir um það. Nú er að kappkosta að flýta því,“ Jafngildi 20 halla við Hringbraut, svo ein ætti ekki að geta risið í Laugardal Pólitíski armurinn beri ábyrgð á því að innviðamálin hafi dregist á langinn undanfarin ár og Ísland dregist aftur úr alþjóðlegum kröfum um keppnisvelli. Að sama skapi hafi áform um nýjan Landsspítala dregist á langinn. „Við berum mikla ábyrgð, pólitíkin, þar. Á þessu sviði þar sem við erum að byggja utan um fólkið okkar í landinu. Landsspítalinn tók allt of langan tíma í staðarvali, alltof langan tíma að setja alvöru kraft í og fjármuni. En er núna komið á fulla ferð og við erum einhverjum árum á eftir að elta skottið á okkur en á sama tíma bjartsýn þegar nýr spítali rís við Hringbraut,“ „Þetta er alveg sama með íþróttirnar. Í umfangi við Hringbraut, ætli þetta séu ekki 20 Þjóðarhallir sem við erum að reisa þar. Þannig að við hljótum að geta klárað eina hér,“ segir Willum. Leggur áherslu á að taka samtalið Aðspurður um hvort einhverjar breytingar séu sérlega aðkallandi kveðst Willum fremur ætla að virkja samtalið áður en hann fellir dóma um slíkt sem stendur. Næstu vikur fari í það og þá fyrstu dagarnir í stöðunni, verði hann kjörinn. „Ég held það sé nú bara skynsamlegast að svara því þannig að ég held ég komi með mjög sterkan bakgrunn að þessu embætti og það sé skynsamlegast að hlusta á hreyfinguna út um allt land og hvað brennur. Við erum með her af fólki sem er að draga vagninn alla daga. Ég mun nota tímann núna fram undan og ef það fer þannig að fólk treystir mér fyrir þessu mikilvæga embætti þá mun ég leggja áherslu á að hlusta,“ segir Willum. Íþróttaþing ÍSÍ fer fram 16.-17. maí. Willum er sem stendur sá eini sem hefur tilkynnt um framboð til forsetaembættis sambandsins. Lárus Blöndal er sitjandi forseti og hefur sinnt frá árinu 2013 en mun stíga til hliðar í maí. Töluvert fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í heild í spilaranum efst í greininni.
ÍSÍ Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti Sjáðu myndirnar: Svíarnir gjörsigraðir á einu besta kvöldi strákanna okkar Handbolti „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Handbolti Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Handbolti Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Sjáðu myndirnar: Svíarnir gjörsigraðir á einu besta kvöldi strákanna okkar Dagskráin: Stólarnir mæta til Keflavíkur og Extra-þáttur strax á eftir Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Orri sneri aftur eftir meiðsli „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Tölurnar á móti Svíum: Viggó 11 af 11 í skotum og 23 fleiri stopp en Svíar „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ „Allt sem vantaði í síðasta leik var til staðar í dag“ Fjögur ný lið berjast um sæti í Super Bowl og Lokasóknin verður á vaktinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Martin fagnaði eftir framlengingu Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Logi skoraði sjálfsmark í sigri Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Sjá meira