Óttast að mörg hundruð séu látin Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. mars 2025 10:44 Mun fleiri myndir hafa borist inn á fréttaveiturnar frá Bankok en frá Mjanmar en hér má sjá sjúklinga spítala í Bangkok bíða úti á götu. AP/Sakchai Lalit Að minnsta kosti 20 eru látnir eftir að jarðskjálftar af stærðinni 7,7 og 6,4 riðu yfir Mjanmar í morgun. Skjálftarnir hafa valdið gríðarlegri eyðileggingu, bæði í Mjanmar og í Bangkok á Taílandi. Óttast er að hundruð séu látin. Fólk hefur verið varað við fleiri eftirskjálftum á næstu sex klukkustundum. Átta létust og óttast er að fleiri séu fastir undir rústum eftir að hús í byggingu hrundi í Pyi Gyi Tagon í Mandalay, næst stærstu borg Mjanmar. Skjálftarnir áttu upptök sín inni í miðju landi.vísir/grafík Þá eru þrír látnir eftir að háhýsi í byggingu í Bangkok hrundi. Varnarmálaráðherra Taílands segir 90 saknað en svo virðist sem fjöldi verkamanna hafi verið að störfum þegar skjálftarnir riðu yfir. Fyrir neðan má sjá beina útsendingu frá vettvangi í Bangkok. Þrír létust einnig í bænum Taungoo í Mjanmar þegar hluti mosku hrundi í skjálftunum. Þá hafa óstaðfestar frengir borist af því að 20 hafi látist þegar moska hrundi í Mandalay og að tveir hafi látist og 20 særst þegar hótel hrundi í Aung Ban. Stjórnvöld í Mjanmar hafa lýst yfir neyðarástandi í sex héruðum og þá hefur viðbragðsstjórn verið komið á laggirnar í Bangkok. Lögregla og viðbragðsaðilar vinna að því að aðstoða fólk við að koma sér úr eyðilögðum byggingum og til að stjórna umferð. Fjöldi vega fór illa í skjálftunum. Á samfélagsmiðlum má sjá fjölda myndskeiða sem sýna hrundar eða hálf-hrundar byggingar. Einnig má sjá fólk flýja út úr bygginum þar sem ryk hangir í loftinu. Ferðamenn hafa lýst upplifun sinni af skjálftunum í samtali við AP og segja fólk hafa „öskrað og panikkað“ í verslunarmiðstöð og úti á götu í Bangkok. Fraser Morgun sagði mikla hræðslu hafa gripið um sig í verslunarmiðstöðinni þar sem hann var staddur þegar fyrri skjálftinn reið yfir. Fólk hafi tekið á rás og meðal annars reynt að hlaupa niður rúllustiga á uppleið. „Það var mikið um öskur og panikk“ segir hann. Þá lýsir Pal Vincent frá Englandi því hvernig vatn gusaðist úr sundlaug ofan á háhýsi og aðrir byggingar hreinlega dönsuðu. Rætt er við ferðamennina í myndskeiðinu hér fyrir neðan. Mjanmar Taíland Eldgos og jarðhræringar Náttúruhamfarir Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Sjá meira
Óttast er að hundruð séu látin. Fólk hefur verið varað við fleiri eftirskjálftum á næstu sex klukkustundum. Átta létust og óttast er að fleiri séu fastir undir rústum eftir að hús í byggingu hrundi í Pyi Gyi Tagon í Mandalay, næst stærstu borg Mjanmar. Skjálftarnir áttu upptök sín inni í miðju landi.vísir/grafík Þá eru þrír látnir eftir að háhýsi í byggingu í Bangkok hrundi. Varnarmálaráðherra Taílands segir 90 saknað en svo virðist sem fjöldi verkamanna hafi verið að störfum þegar skjálftarnir riðu yfir. Fyrir neðan má sjá beina útsendingu frá vettvangi í Bangkok. Þrír létust einnig í bænum Taungoo í Mjanmar þegar hluti mosku hrundi í skjálftunum. Þá hafa óstaðfestar frengir borist af því að 20 hafi látist þegar moska hrundi í Mandalay og að tveir hafi látist og 20 særst þegar hótel hrundi í Aung Ban. Stjórnvöld í Mjanmar hafa lýst yfir neyðarástandi í sex héruðum og þá hefur viðbragðsstjórn verið komið á laggirnar í Bangkok. Lögregla og viðbragðsaðilar vinna að því að aðstoða fólk við að koma sér úr eyðilögðum byggingum og til að stjórna umferð. Fjöldi vega fór illa í skjálftunum. Á samfélagsmiðlum má sjá fjölda myndskeiða sem sýna hrundar eða hálf-hrundar byggingar. Einnig má sjá fólk flýja út úr bygginum þar sem ryk hangir í loftinu. Ferðamenn hafa lýst upplifun sinni af skjálftunum í samtali við AP og segja fólk hafa „öskrað og panikkað“ í verslunarmiðstöð og úti á götu í Bangkok. Fraser Morgun sagði mikla hræðslu hafa gripið um sig í verslunarmiðstöðinni þar sem hann var staddur þegar fyrri skjálftinn reið yfir. Fólk hafi tekið á rás og meðal annars reynt að hlaupa niður rúllustiga á uppleið. „Það var mikið um öskur og panikk“ segir hann. Þá lýsir Pal Vincent frá Englandi því hvernig vatn gusaðist úr sundlaug ofan á háhýsi og aðrir byggingar hreinlega dönsuðu. Rætt er við ferðamennina í myndskeiðinu hér fyrir neðan.
Mjanmar Taíland Eldgos og jarðhræringar Náttúruhamfarir Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Sjá meira