Óttast að mörg hundruð séu látin Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. mars 2025 10:44 Mun fleiri myndir hafa borist inn á fréttaveiturnar frá Bankok en frá Mjanmar en hér má sjá sjúklinga spítala í Bangkok bíða úti á götu. AP/Sakchai Lalit Að minnsta kosti 20 eru látnir eftir að jarðskjálftar af stærðinni 7,7 og 6,4 riðu yfir Mjanmar í morgun. Skjálftarnir hafa valdið gríðarlegri eyðileggingu, bæði í Mjanmar og í Bangkok á Taílandi. Óttast er að hundruð séu látin. Fólk hefur verið varað við fleiri eftirskjálftum á næstu sex klukkustundum. Átta létust og óttast er að fleiri séu fastir undir rústum eftir að hús í byggingu hrundi í Pyi Gyi Tagon í Mandalay, næst stærstu borg Mjanmar. Skjálftarnir áttu upptök sín inni í miðju landi.vísir/grafík Þá eru þrír látnir eftir að háhýsi í byggingu í Bangkok hrundi. Varnarmálaráðherra Taílands segir 90 saknað en svo virðist sem fjöldi verkamanna hafi verið að störfum þegar skjálftarnir riðu yfir. Fyrir neðan má sjá beina útsendingu frá vettvangi í Bangkok. Þrír létust einnig í bænum Taungoo í Mjanmar þegar hluti mosku hrundi í skjálftunum. Þá hafa óstaðfestar frengir borist af því að 20 hafi látist þegar moska hrundi í Mandalay og að tveir hafi látist og 20 særst þegar hótel hrundi í Aung Ban. Stjórnvöld í Mjanmar hafa lýst yfir neyðarástandi í sex héruðum og þá hefur viðbragðsstjórn verið komið á laggirnar í Bangkok. Lögregla og viðbragðsaðilar vinna að því að aðstoða fólk við að koma sér úr eyðilögðum byggingum og til að stjórna umferð. Fjöldi vega fór illa í skjálftunum. Á samfélagsmiðlum má sjá fjölda myndskeiða sem sýna hrundar eða hálf-hrundar byggingar. Einnig má sjá fólk flýja út úr bygginum þar sem ryk hangir í loftinu. Ferðamenn hafa lýst upplifun sinni af skjálftunum í samtali við AP og segja fólk hafa „öskrað og panikkað“ í verslunarmiðstöð og úti á götu í Bangkok. Fraser Morgun sagði mikla hræðslu hafa gripið um sig í verslunarmiðstöðinni þar sem hann var staddur þegar fyrri skjálftinn reið yfir. Fólk hafi tekið á rás og meðal annars reynt að hlaupa niður rúllustiga á uppleið. „Það var mikið um öskur og panikk“ segir hann. Þá lýsir Pal Vincent frá Englandi því hvernig vatn gusaðist úr sundlaug ofan á háhýsi og aðrir byggingar hreinlega dönsuðu. Rætt er við ferðamennina í myndskeiðinu hér fyrir neðan. Mjanmar Taíland Eldgos og jarðhræringar Náttúruhamfarir Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Sjá meira
Óttast er að hundruð séu látin. Fólk hefur verið varað við fleiri eftirskjálftum á næstu sex klukkustundum. Átta létust og óttast er að fleiri séu fastir undir rústum eftir að hús í byggingu hrundi í Pyi Gyi Tagon í Mandalay, næst stærstu borg Mjanmar. Skjálftarnir áttu upptök sín inni í miðju landi.vísir/grafík Þá eru þrír látnir eftir að háhýsi í byggingu í Bangkok hrundi. Varnarmálaráðherra Taílands segir 90 saknað en svo virðist sem fjöldi verkamanna hafi verið að störfum þegar skjálftarnir riðu yfir. Fyrir neðan má sjá beina útsendingu frá vettvangi í Bangkok. Þrír létust einnig í bænum Taungoo í Mjanmar þegar hluti mosku hrundi í skjálftunum. Þá hafa óstaðfestar frengir borist af því að 20 hafi látist þegar moska hrundi í Mandalay og að tveir hafi látist og 20 særst þegar hótel hrundi í Aung Ban. Stjórnvöld í Mjanmar hafa lýst yfir neyðarástandi í sex héruðum og þá hefur viðbragðsstjórn verið komið á laggirnar í Bangkok. Lögregla og viðbragðsaðilar vinna að því að aðstoða fólk við að koma sér úr eyðilögðum byggingum og til að stjórna umferð. Fjöldi vega fór illa í skjálftunum. Á samfélagsmiðlum má sjá fjölda myndskeiða sem sýna hrundar eða hálf-hrundar byggingar. Einnig má sjá fólk flýja út úr bygginum þar sem ryk hangir í loftinu. Ferðamenn hafa lýst upplifun sinni af skjálftunum í samtali við AP og segja fólk hafa „öskrað og panikkað“ í verslunarmiðstöð og úti á götu í Bangkok. Fraser Morgun sagði mikla hræðslu hafa gripið um sig í verslunarmiðstöðinni þar sem hann var staddur þegar fyrri skjálftinn reið yfir. Fólk hafi tekið á rás og meðal annars reynt að hlaupa niður rúllustiga á uppleið. „Það var mikið um öskur og panikk“ segir hann. Þá lýsir Pal Vincent frá Englandi því hvernig vatn gusaðist úr sundlaug ofan á háhýsi og aðrir byggingar hreinlega dönsuðu. Rætt er við ferðamennina í myndskeiðinu hér fyrir neðan.
Mjanmar Taíland Eldgos og jarðhræringar Náttúruhamfarir Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Sjá meira