Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 27. mars 2025 16:15 Þórir Hall Stefánsson er umsjónarmaður fjöldahjálparstöðvar fyrir heimilislaust flóttafólk. Vísir/Vilhelm Óvissa er um framtíð úrræðis fyrir þjónustusvipta hælisleitendur vegna þess að samningur Rauða krossins um félagslegan stuðning fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd verður ekki endurnýjaður. Umsjónarmaður fjöldahjálparstöðvar sem rekin var á grunni samningsins segist treysta því að vinna fari fram hjá hinu opinbera og að þeir sem nýta úrræðið verði ekki settir á götuna. Sérstakt neyðarskýli Rauða krossins fyrir einstaklinga sem synjað hafði verið um alþjóðlega vernd var opnað í september 2023 í gegnum samning við félags- og vinnumálaráðuneytið. Úrræðinu var ætlað að aðstoða fólk sem átti ekki rétt á neinni þjónustu og höfðu sumir þeirra sem nýttu sér úrræðið sofið undir berum himni. Tilkynnt var í síðustu viku að samningur ráðuneytisins og Rauða krossins yrði ekki endurnýjaður og rennur úr gildi að öllu óbreyttu 31. maí næstkomandi. Reka úrræðið út samningstímann Þórir Hall Stefánsson, umsjónarmaður fjöldahjálparstöðva Rauða krossins, segir til standa að reka úrræðið út samningstímann en segist treysta því að þeim sem hafa nýtt sér þjónustuna verði boðið annað úrræði þegar neyðarskýlið lokar. „Ég trúi því að stjórnvöld muni nú binda þannig um hnútana að það taki eitthvað við þessum hópi og eftir allt sem undan hefur gengið verður hann ekki settur á götuna,“ segir Þórir. Hann segir tíu manns að jafnaði nýta sér þjónustuna sem er opin frá fimm síðdegis til fimm um morgun. Þau hafi ekki í önnur hús að venda. Vonast eftir farsælli laust Þórir segir að hann geri ráð fyrir því að vinna fari nú fram innan stjórnsýslunnar um að finna leiðir til að mæta þörfum þessa hóps. Kæmi ekkert úrræði í staðinn setti það þá sem sækja úrræðið á götuna. „Þá erum við komin aftur á þann reit sem var áður en þetta skýli var opnað eftir lagasetningu um að heimilt væri að fella niður réttindi eftir endanlega synjun. Þetta skýli var opnað til að koma í veg fyrir að fólk myndi enda á götunni. Ég trúi ekki öðru en að það finnist farsæl lausn á þessum málum,“ segir Þórir Hall Stefánsson. Hjálparstarf Félagasamtök Hælisleitendur Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Sjá meira
Umsjónarmaður fjöldahjálparstöðvar sem rekin var á grunni samningsins segist treysta því að vinna fari fram hjá hinu opinbera og að þeir sem nýta úrræðið verði ekki settir á götuna. Sérstakt neyðarskýli Rauða krossins fyrir einstaklinga sem synjað hafði verið um alþjóðlega vernd var opnað í september 2023 í gegnum samning við félags- og vinnumálaráðuneytið. Úrræðinu var ætlað að aðstoða fólk sem átti ekki rétt á neinni þjónustu og höfðu sumir þeirra sem nýttu sér úrræðið sofið undir berum himni. Tilkynnt var í síðustu viku að samningur ráðuneytisins og Rauða krossins yrði ekki endurnýjaður og rennur úr gildi að öllu óbreyttu 31. maí næstkomandi. Reka úrræðið út samningstímann Þórir Hall Stefánsson, umsjónarmaður fjöldahjálparstöðva Rauða krossins, segir til standa að reka úrræðið út samningstímann en segist treysta því að þeim sem hafa nýtt sér þjónustuna verði boðið annað úrræði þegar neyðarskýlið lokar. „Ég trúi því að stjórnvöld muni nú binda þannig um hnútana að það taki eitthvað við þessum hópi og eftir allt sem undan hefur gengið verður hann ekki settur á götuna,“ segir Þórir. Hann segir tíu manns að jafnaði nýta sér þjónustuna sem er opin frá fimm síðdegis til fimm um morgun. Þau hafi ekki í önnur hús að venda. Vonast eftir farsælli laust Þórir segir að hann geri ráð fyrir því að vinna fari nú fram innan stjórnsýslunnar um að finna leiðir til að mæta þörfum þessa hóps. Kæmi ekkert úrræði í staðinn setti það þá sem sækja úrræðið á götuna. „Þá erum við komin aftur á þann reit sem var áður en þetta skýli var opnað eftir lagasetningu um að heimilt væri að fella niður réttindi eftir endanlega synjun. Þetta skýli var opnað til að koma í veg fyrir að fólk myndi enda á götunni. Ég trúi ekki öðru en að það finnist farsæl lausn á þessum málum,“ segir Þórir Hall Stefánsson.
Hjálparstarf Félagasamtök Hælisleitendur Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Sjá meira