Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sindri Sverrisson skrifar 27. mars 2025 17:33 Helgi Kolviðsson var aðstoðarþjálfari Íslands á HM 2018 og tók svo við landsliði Liechtenstein. Getty Helgi Kolviðsson, fyrrverandi aðstoðarlandsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, er óvænt byrjaður að þjálfa að nýju eftir að hafa starfað sem yfirmaður íþróttamála hjá þýska félaginu Pfullendorf undanfarin ár. Óhætt er að segja að Helgi eigi sterkar taugar til Pfullendorf því þar hóf þessi 53 ára, fyrrverandi landsliðsmaður sinn atvinnumannsferil á tíunda áratug síðustu aldar. Eftir að hafa spilað með öðrum liðum í Þýskalandi og Austurríki lauk Helgi svo ferli sínum sem leikmaður hjá Pfuellendorf árið 2007, þegar liðið var í C-deild, og tók svo við þjálfun þess, líkt og hann gerir aftur núna. View this post on Instagram A post shared by SC Pfullendorf (@scpfullendorf) Helgi þjálfaði þrjú lið í Austurríki áður en hann gerðist aðstoðarlandsliðsþjálfari Íslands á árunum 2016-18, þegar Ísland komst á HM í fyrsta og eina sinn, en hann aðstoðaði þá Heimi Hallgrímsson. Helgi tók í kjölfarið við landsliði Liechtenstein en hætti með það árið 2020. Hann var svo ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Pfullendorf árið 2022 og hefur gegnt því starfi en ákvað nú að hlaupa undir bagga og þjálfa einnig liðið til loka þessarar leiktíðar, eftir að Andreas Keller var rekinn. Lið Pfullendorf má muna fífil sinn fegurri og er aðeins í sjöttu efstu deild. Þar að auki er liðið í fallsæti og er Helga ætlað að forða liðinu frá falli á lokakafla leiktíðarinnar. Pfullendorf er með 18 stig eftir 21 leiki, fjórum stigum frá næsta örugga sæti og með leik til góða á liðið sem situr þar. Þýski boltinn Mest lesið Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Sjá meira
Óhætt er að segja að Helgi eigi sterkar taugar til Pfullendorf því þar hóf þessi 53 ára, fyrrverandi landsliðsmaður sinn atvinnumannsferil á tíunda áratug síðustu aldar. Eftir að hafa spilað með öðrum liðum í Þýskalandi og Austurríki lauk Helgi svo ferli sínum sem leikmaður hjá Pfuellendorf árið 2007, þegar liðið var í C-deild, og tók svo við þjálfun þess, líkt og hann gerir aftur núna. View this post on Instagram A post shared by SC Pfullendorf (@scpfullendorf) Helgi þjálfaði þrjú lið í Austurríki áður en hann gerðist aðstoðarlandsliðsþjálfari Íslands á árunum 2016-18, þegar Ísland komst á HM í fyrsta og eina sinn, en hann aðstoðaði þá Heimi Hallgrímsson. Helgi tók í kjölfarið við landsliði Liechtenstein en hætti með það árið 2020. Hann var svo ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Pfullendorf árið 2022 og hefur gegnt því starfi en ákvað nú að hlaupa undir bagga og þjálfa einnig liðið til loka þessarar leiktíðar, eftir að Andreas Keller var rekinn. Lið Pfullendorf má muna fífil sinn fegurri og er aðeins í sjöttu efstu deild. Þar að auki er liðið í fallsæti og er Helga ætlað að forða liðinu frá falli á lokakafla leiktíðarinnar. Pfullendorf er með 18 stig eftir 21 leiki, fjórum stigum frá næsta örugga sæti og með leik til góða á liðið sem situr þar.
Þýski boltinn Mest lesið Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Sjá meira