Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Valur Páll Eiríksson skrifar 27. mars 2025 08:00 Arnóri var eðlilega ekki skemmt vegna ljótra skilaboða sem beindust að fjölskyldu hans. Málið er til skoðunar hjá nýju félagi hans, Malmö. Vísir/Getty Arnóri Sigurðssyni bárust hótanir gagnvart fjölskyldu hans eftir skipti fótboltamannsins til Malmö í Svíþjóð á dögunum. Hann hefur ekki tilkynnt málið til lögreglu en metur næstu skref ásamt forráðamönnum félagsins. Arnór samdi við Malmö í Svíþjóð á dögunum en hafði áður leikið við Norrköping í sænsku deildinni við góðan orðstír. Það fór fyrir brjóstið á einhverjum stuðningsmanna síðarnefnda liðsins þegar Arnór samdi við Malmö og greindi Arnór frá því í viðtali við Aftonbladet í gær að hann hafi ljót skilaboð sem beindust að fjölskyldu hans. „Sem fótboltamaður færðu allskonar skilaboð og þau eru misalvarleg og misljót. En þegar fjölskyldan er komin inn í þetta finnst manni þetta vera aðeins of mikið. Þau fengu engin skilaboð, að ég held. Þetta er bara til mín og hótanir um að skaða fjölskylduna. Þetta var alveg ljótt,“ segir Arnór í Sportpakkanum á Stöð 2. Til skoðunar að fara með málið lengra Aðspurður hvort tilkynna eigi málið til lögreglu segir Arnór að það sé til skoðunar og hann meti stöðuna ásamt forráðamönnum hjá félagi sínu, Malmö. „Ég ræddi aðeins við þá í Mlamö hvernig væri best að gera þetta. Það var ekkert rosa mikið af þessum ljótustu skilaboðum. Þessu var meira beint að mér. Við erum að skoða hvort þetta verði tekið eitthvað lengra eða ekki,“ segir Arnór. Arnór segist hafa búist við einhverjum viðbrögðum frá stuðningsmönnum en segir þessi viðbrögð koma frá skemmdum eplum. „Auðvitað býst maður við því að það yrðu einhverskonar viðbrögð frá Norrköping. En á sama tíma vill maður ekki lita alla stuðnignsmenn Norrköping. Þetta eru náttúrulega bara einhverjir ákveðnir einstaklingar. Ég fæ líka mörg falleg skilaboð frá þei msem skilja þessa ákvörðun en svo eru einhberjir sem líður aðeins verr sem henda í þetta,“ segur Arnór. Á góðum stað og hlakkar til Arnór hefur náð sér af meiðslum sem höfðu hrjáð hann um hríð, og héldu honum meðal annars frá landsleikjum Íslands við Kósovó á dögunum. Hann stefnir á að spila með Malmö í fyrstu umferð sænsku úrvalsdeildarinnar um helgina. „Maður finnur það strax að þetta er risaklúbbur. Pressan og viljinn að gera vel - ég hef aldrei séð svona áður. Ég er mjög spenntur að vera hluti af svoleiðis liði sem á að vinna deildina og bikarinn. Það er bara geggjað,“ segir Arnór sem hefur leik gegn Djurgården á laugardag. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Sænski boltinn Svíþjóð Tengdar fréttir „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Eftir óvænt starfslok á Englandi er Arnór Sigurðsson mættur aftur í sænska boltann og í meistaralið Malmö á þriggja ára samningi. Nú, heill heilsu, stefnir hann á að skapa usla í Svíþjóð og hefur lagt vonbrigða endalok hjá Blackburn Rovers til hliðar. 22. febrúar 2025 08:03 Arnór laus úr prísund Blackburn Landsliðsmaðurinn Arnór Sigurðsson hefur komist að samkomulagi um starfslok við enska B-deildarliðið Blackburn Rovers. Hann er því laus allra mála og getur fundið sér nýtt lið. 17. febrúar 2025 16:55 Hitti Arnór á Anfield Arnar Gunnlaugsson segir Arnór Sigurðsson, leikmann Malmö, ekki vera kominn á réttan stað til að geta tekið þátt í komandi landsleikjum. Arnór er að komast af stað eftir meiðsli. 13. mars 2025 13:04 Segir Arnór líta ruddalega vel út Þjálfari Arnórs Sigurðssonar hjá sænska meistaraliðinu Malmö er afskaplega spenntur fyrir því að geta brátt farið að nýta krafta íslenska landsliðsmannsins sem félagið lagði allt í sölurnar til að klófesta í febrúar. 17. mars 2025 13:31 Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Íslenski boltinn Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Handbolti Fleiri fréttir Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Sjá meira
Arnór samdi við Malmö í Svíþjóð á dögunum en hafði áður leikið við Norrköping í sænsku deildinni við góðan orðstír. Það fór fyrir brjóstið á einhverjum stuðningsmanna síðarnefnda liðsins þegar Arnór samdi við Malmö og greindi Arnór frá því í viðtali við Aftonbladet í gær að hann hafi ljót skilaboð sem beindust að fjölskyldu hans. „Sem fótboltamaður færðu allskonar skilaboð og þau eru misalvarleg og misljót. En þegar fjölskyldan er komin inn í þetta finnst manni þetta vera aðeins of mikið. Þau fengu engin skilaboð, að ég held. Þetta er bara til mín og hótanir um að skaða fjölskylduna. Þetta var alveg ljótt,“ segir Arnór í Sportpakkanum á Stöð 2. Til skoðunar að fara með málið lengra Aðspurður hvort tilkynna eigi málið til lögreglu segir Arnór að það sé til skoðunar og hann meti stöðuna ásamt forráðamönnum hjá félagi sínu, Malmö. „Ég ræddi aðeins við þá í Mlamö hvernig væri best að gera þetta. Það var ekkert rosa mikið af þessum ljótustu skilaboðum. Þessu var meira beint að mér. Við erum að skoða hvort þetta verði tekið eitthvað lengra eða ekki,“ segir Arnór. Arnór segist hafa búist við einhverjum viðbrögðum frá stuðningsmönnum en segir þessi viðbrögð koma frá skemmdum eplum. „Auðvitað býst maður við því að það yrðu einhverskonar viðbrögð frá Norrköping. En á sama tíma vill maður ekki lita alla stuðnignsmenn Norrköping. Þetta eru náttúrulega bara einhverjir ákveðnir einstaklingar. Ég fæ líka mörg falleg skilaboð frá þei msem skilja þessa ákvörðun en svo eru einhberjir sem líður aðeins verr sem henda í þetta,“ segur Arnór. Á góðum stað og hlakkar til Arnór hefur náð sér af meiðslum sem höfðu hrjáð hann um hríð, og héldu honum meðal annars frá landsleikjum Íslands við Kósovó á dögunum. Hann stefnir á að spila með Malmö í fyrstu umferð sænsku úrvalsdeildarinnar um helgina. „Maður finnur það strax að þetta er risaklúbbur. Pressan og viljinn að gera vel - ég hef aldrei séð svona áður. Ég er mjög spenntur að vera hluti af svoleiðis liði sem á að vinna deildina og bikarinn. Það er bara geggjað,“ segir Arnór sem hefur leik gegn Djurgården á laugardag. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Sænski boltinn Svíþjóð Tengdar fréttir „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Eftir óvænt starfslok á Englandi er Arnór Sigurðsson mættur aftur í sænska boltann og í meistaralið Malmö á þriggja ára samningi. Nú, heill heilsu, stefnir hann á að skapa usla í Svíþjóð og hefur lagt vonbrigða endalok hjá Blackburn Rovers til hliðar. 22. febrúar 2025 08:03 Arnór laus úr prísund Blackburn Landsliðsmaðurinn Arnór Sigurðsson hefur komist að samkomulagi um starfslok við enska B-deildarliðið Blackburn Rovers. Hann er því laus allra mála og getur fundið sér nýtt lið. 17. febrúar 2025 16:55 Hitti Arnór á Anfield Arnar Gunnlaugsson segir Arnór Sigurðsson, leikmann Malmö, ekki vera kominn á réttan stað til að geta tekið þátt í komandi landsleikjum. Arnór er að komast af stað eftir meiðsli. 13. mars 2025 13:04 Segir Arnór líta ruddalega vel út Þjálfari Arnórs Sigurðssonar hjá sænska meistaraliðinu Malmö er afskaplega spenntur fyrir því að geta brátt farið að nýta krafta íslenska landsliðsmannsins sem félagið lagði allt í sölurnar til að klófesta í febrúar. 17. mars 2025 13:31 Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Íslenski boltinn Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Handbolti Fleiri fréttir Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Sjá meira
„Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Eftir óvænt starfslok á Englandi er Arnór Sigurðsson mættur aftur í sænska boltann og í meistaralið Malmö á þriggja ára samningi. Nú, heill heilsu, stefnir hann á að skapa usla í Svíþjóð og hefur lagt vonbrigða endalok hjá Blackburn Rovers til hliðar. 22. febrúar 2025 08:03
Arnór laus úr prísund Blackburn Landsliðsmaðurinn Arnór Sigurðsson hefur komist að samkomulagi um starfslok við enska B-deildarliðið Blackburn Rovers. Hann er því laus allra mála og getur fundið sér nýtt lið. 17. febrúar 2025 16:55
Hitti Arnór á Anfield Arnar Gunnlaugsson segir Arnór Sigurðsson, leikmann Malmö, ekki vera kominn á réttan stað til að geta tekið þátt í komandi landsleikjum. Arnór er að komast af stað eftir meiðsli. 13. mars 2025 13:04
Segir Arnór líta ruddalega vel út Þjálfari Arnórs Sigurðssonar hjá sænska meistaraliðinu Malmö er afskaplega spenntur fyrir því að geta brátt farið að nýta krafta íslenska landsliðsmannsins sem félagið lagði allt í sölurnar til að klófesta í febrúar. 17. mars 2025 13:31
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Íslenski boltinn
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Íslenski boltinn