Fjölmargir greiddu borgarstjóra Istanbúl atkvæði í prófkjöri flokks hans, þar sem verið er að velja næsta forsetaframbjóðanda flokksins. Það er þrátt fyrir að hann hafi verið úrskurðaður í gæsluvarðhald og ákærður fyrir spillingu. Hann er helsti andstæðingur forseta landsins og fjölmargir hafa mótmælt handtökunni.
Loftslagssérfræðingur segir mikinn missi af kolefnisförgunarstöð Coda Terminal í Straumsvík, sem Carbfix hætti við að byggja upp vegna andstöðu íbúa. Hann hefur áhyggjur af því hve litla athygli loftslagsmálin fá í umræðunni.
Við kíkjum austur á Sólheimasand, þar sem frægasta flugvélaflak landsins er geymt. Flakið er að tærast upp og til stendur að skipta því út fyrir gamlan Flugfélagsþrist.
Það er nóg um að vera í íþróttunum. Strákarnir okkar etja nú kappi við Kósovó á Spáni.
Kvöldfréttir Stöðvar 2 má sjá í heild sinni hér að neðan: