Motta fór vel af stað á tímabilinu og Juventus var lengi ósigrað, þó liðið spilaði ekki skemmtilegasta fótboltann og leikir enduðu oft með markalausu jafntefli.
En undanfarið hefur leiðin legið niður á við, síðasta mánuðinn rúman hefur liðið dottið úr leik í Meistaradeildinni (4-3 í umspili gegn PSV) og ítalska bikarnum (tap í vítaspyrnukeppni gegn Empoli) og þurft að þola tvö slæm töp í síðustu leikjum gegn Atalanta (4-0) og Fiorentina (3-0).
What a colossal failure the Thiago Motta project has been at Juventus.
— Matteo Bonetti (@Bonetti) March 23, 2025
Knocked out of UCL by PSV. Knocked out of Cup by Empoli’s third team. Humiliated by Atalanta and Fiorentina in back to back weeks. The top signings regressing massively. Awful football with no identity.
Eftir tapið gegn Fiorentina fullyrti framkvæmdastjórinn Cristiano Giuntoli að Motta yrði ekki rekinn, honum hefur þó greinilega snúist hugur í landsleikjahlénu því brottreksturinn var staðfestur af félaginu í gær.
Hinn 47 ára gamli Igor Tudor mun taka við út tímabilið hið minnsta, með möguleika á framlengingu. Króatinn þekkir Juventus vel eftir að hafa spilað þar frá 1998-2007 og verið síðan aðstoðarþjálfari Andrea Pirlo tímabilið 2020-21.
Igor Tudor is the new Head Coach of the Men’s First Team. Welcome, Igor!
— JuventusFC 🇬🇧🇺🇸 (@juventusfcen) March 23, 2025
Juventus thanks Thiago Motta for his work, passion and dedication during his time with the club.
Tudor hefur sérhæft sig í aðstoðar- og tímabundnum störfum. Nú síðast hjá Lazio eftir að Maurizio Sarri var rekinn vorið 2024. Tudor kláraði tímabilið með Lazio en hefur verið án þjálfarastarfs síðan.