Innlent

Nýr mennta­mála­ráð­herra og strákarnir okkar á Spáni

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Hádegisfréttir eru klukkan 12.
Hádegisfréttir eru klukkan 12.

Guðmundur Ingi Kristinsson er sagður taka við embætti mennta- og barnamálaráðherra af Ásthildi Lóu Þórsdóttur á ríkisráðsfundi klukkan 15:15. Farið verður yfir stöðuna með stjórnmálafræðingi í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan tólf. 

Ekki hefur verið farið fram á gæsluvarðhald yfir neinum í tengslum við átök á Ingólfstorgi á föstudagskvöld. Enn er verið að kanna hvort tvö önnur mál tengist og voru þrettán í heildina handteknir. 

Helsti stjórnarandstæðingur Tyrklandsforseta hefur verið handtekinn og ákærður fyrir spillingu. Mótmælt hefur verið undanfarnar fjórar nætur en mótmælin eru sögð þau umfangsmestu í áratug. 

Karlalandsliðið í knattspyrnu mætir Kósovó á Spáni eftir tap á fimmtudagskvöld. Leikurinn er sögulegur að því leyti að leikurinn er fyrsti heimaleikur Íslands á erlendri grundu.

Þetta og margt fleira í hádegisfréttum á Bylgjunni klukkan tólf. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×