Fréttamynd ársins er af sprunguleit í Grindavík Jón Ísak Ragnarsson skrifar 22. mars 2025 15:43 Leit að manni sem féll í sprungu í Grindavík Eggert Jóhannesson Eggert Jóhannesson og Golli hlutu í dag verðlaun fyrir mynd ársins og fréttamynd ársins 2024. Verðlaunin voru afhent í Ljósmyndasafni Reykjavíkur, en þar var á sama tíma opnuð ljósmyndasýning sem verður opin til 27. apríl 2025. Dómnefndarstörf fóru fram snemma í febrúar en óháðu nefndina í ár skipuðu Árni Torfason, Hrund Þórsdóttir, Una Sighvatsdóttir og Patrick Brown, en Patrick er tvöfaldur World press photo vinningshafi og var formaður nefndarinnar. Umsagnir dómnefndar Mynd ársins 2024 „Dómnefnd var einróma í vali á mynd ársins. Myndin grípur strax og er áhugaverð fyrir margra hluta sakir. Myndin er hluti af myndröð um flóttafólk frá Palestínu og mótmæli vegna framgöngu yfirvalda í málefnum þeirra. Hún kjarnar á vissan hátt eitt stærsta mál samtímans, stöðu flóttafólks í veröldinni. Börn og fjölskyldur sem búa við stöðuga ógn leita skjóls, sem oft er erfitt að finna. Barnið á myndinni er á stað sem heita má öruggur, en leitar þó athvarfs og á vissan hátt er táknrænt að barnið virðist vaxið upp úr skjóli sínu. Mynd ársins eftir Golla á Heimildinni.Golli Táknmynd sjálfstæðis, Jón Sigurðsson, vakir yfir og flugvélin gefur tengingu við umheiminn en minnir jafnframt á þá áframhaldandi ógn sem flóttafólk býr við, að geta átt von á því að vera sent úr landi. Myndin hefði verið sterk án flugvélarinnar en ljósmyndarinn var þolinmóður og smellti af á hárréttu augnabliki. Marglaga, vel uppbyggð og afar falleg mynd að mati dómnefndar en um leið þrungin merkingu.“ Fréttamynd ársins 2024 „Fréttamynd ársins fangar augnablik sem breytti sögunni, tímapunktinn þegar þjóðin áttaði sig endanlega á alvarleika stöðunnar í Grindavík. Mannslíf hafði tapast, skilningur okkar á aðstæðum breyst, vendipunkti var náð. Myndin fangar nöturleikann vel og gefur góða tilfinningu fyrir umfangi björgunaraðgerða og hversu erfiðar þær voru. Aðstæður á vettvangi voru afar krefjandi fyrir björgunarfólk og vafalaust einnig fyrir ljósmyndara að störfum. Um hættusvæði var að ræða, aðgangur takmarkaður, veður slæmt. Fréttamynd ársins eftir Eggert Jóhannesson á Morgunblaðinu.Eggert Jóhannesson Ljósmyndari staðsetur sig fullkomlega; sýnir okkur atburðinn vel og minnir á að sprungan er ekki staðsett á víðavangi heldur alveg við hús, hús sem stendur að því er virðist á engu. Aðstæður hamla ekki ljósmyndaranum við störf sín heldur nýtir hann þær sér í hag og bleytan á linsunni bætir dýpt í myndina, endurspeglar aðstæður með áþreifanlegum hætti. Myndefnið er vel rammað inn og þótt segja megi að ró sé yfir, má skynja þungann undir. Yfir vettvangi hanga síðan rauð flögg, sem er einstaklega táknrænt. Ein fjölsóttasta ljósmyndasýning ársins Á ljósmyndasýningunni Myndir ársins 2024 er 101 mynd frá 14 blaðaljósmyndurum sem valdar voru úr mörg hundruð innsendum myndum. Á sýningunni eru myndirnar í sex flokkum: fréttamyndir, daglegt líf, íþróttamyndir, portrettmyndir, umhverfismyndir, og myndaraðir. Í ár veitti dómnefndin verðlaun fyrir bestu fréttamynd ársins auk þess sem ein mynd úr fyrrnefndum flokkum var valin mynd ársins 2024.“ Blaðaljósmyndarafélag Íslands var stofnað árið 1976 og starfar innan Blaðamannafélags Íslands. Sýningin Myndir ársins hefur verið haldin síðan 1979 og er ein fjölsóttasta ljósmyndasýningin landsins ár hvert. Stjórn Blaðaljósmyndarafélags Íslands í ár skipa Kjartan Þorbjörnsson, Golli, (formaður), Anton Brink, Eyþór Árnason og Ragnhildur Aðalsteinsdóttir. Samhliða sýningunni kemur út bók með öllum myndum sýningarinnar sem er til sölu í safnbúð Ljósmyndasafns Reykjavíkur. Fjölmiðlar Ljósmyndun Fréttir ársins 2024 Féll í sprungu í Grindavík Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Sjá meira
Dómnefndarstörf fóru fram snemma í febrúar en óháðu nefndina í ár skipuðu Árni Torfason, Hrund Þórsdóttir, Una Sighvatsdóttir og Patrick Brown, en Patrick er tvöfaldur World press photo vinningshafi og var formaður nefndarinnar. Umsagnir dómnefndar Mynd ársins 2024 „Dómnefnd var einróma í vali á mynd ársins. Myndin grípur strax og er áhugaverð fyrir margra hluta sakir. Myndin er hluti af myndröð um flóttafólk frá Palestínu og mótmæli vegna framgöngu yfirvalda í málefnum þeirra. Hún kjarnar á vissan hátt eitt stærsta mál samtímans, stöðu flóttafólks í veröldinni. Börn og fjölskyldur sem búa við stöðuga ógn leita skjóls, sem oft er erfitt að finna. Barnið á myndinni er á stað sem heita má öruggur, en leitar þó athvarfs og á vissan hátt er táknrænt að barnið virðist vaxið upp úr skjóli sínu. Mynd ársins eftir Golla á Heimildinni.Golli Táknmynd sjálfstæðis, Jón Sigurðsson, vakir yfir og flugvélin gefur tengingu við umheiminn en minnir jafnframt á þá áframhaldandi ógn sem flóttafólk býr við, að geta átt von á því að vera sent úr landi. Myndin hefði verið sterk án flugvélarinnar en ljósmyndarinn var þolinmóður og smellti af á hárréttu augnabliki. Marglaga, vel uppbyggð og afar falleg mynd að mati dómnefndar en um leið þrungin merkingu.“ Fréttamynd ársins 2024 „Fréttamynd ársins fangar augnablik sem breytti sögunni, tímapunktinn þegar þjóðin áttaði sig endanlega á alvarleika stöðunnar í Grindavík. Mannslíf hafði tapast, skilningur okkar á aðstæðum breyst, vendipunkti var náð. Myndin fangar nöturleikann vel og gefur góða tilfinningu fyrir umfangi björgunaraðgerða og hversu erfiðar þær voru. Aðstæður á vettvangi voru afar krefjandi fyrir björgunarfólk og vafalaust einnig fyrir ljósmyndara að störfum. Um hættusvæði var að ræða, aðgangur takmarkaður, veður slæmt. Fréttamynd ársins eftir Eggert Jóhannesson á Morgunblaðinu.Eggert Jóhannesson Ljósmyndari staðsetur sig fullkomlega; sýnir okkur atburðinn vel og minnir á að sprungan er ekki staðsett á víðavangi heldur alveg við hús, hús sem stendur að því er virðist á engu. Aðstæður hamla ekki ljósmyndaranum við störf sín heldur nýtir hann þær sér í hag og bleytan á linsunni bætir dýpt í myndina, endurspeglar aðstæður með áþreifanlegum hætti. Myndefnið er vel rammað inn og þótt segja megi að ró sé yfir, má skynja þungann undir. Yfir vettvangi hanga síðan rauð flögg, sem er einstaklega táknrænt. Ein fjölsóttasta ljósmyndasýning ársins Á ljósmyndasýningunni Myndir ársins 2024 er 101 mynd frá 14 blaðaljósmyndurum sem valdar voru úr mörg hundruð innsendum myndum. Á sýningunni eru myndirnar í sex flokkum: fréttamyndir, daglegt líf, íþróttamyndir, portrettmyndir, umhverfismyndir, og myndaraðir. Í ár veitti dómnefndin verðlaun fyrir bestu fréttamynd ársins auk þess sem ein mynd úr fyrrnefndum flokkum var valin mynd ársins 2024.“ Blaðaljósmyndarafélag Íslands var stofnað árið 1976 og starfar innan Blaðamannafélags Íslands. Sýningin Myndir ársins hefur verið haldin síðan 1979 og er ein fjölsóttasta ljósmyndasýningin landsins ár hvert. Stjórn Blaðaljósmyndarafélags Íslands í ár skipa Kjartan Þorbjörnsson, Golli, (formaður), Anton Brink, Eyþór Árnason og Ragnhildur Aðalsteinsdóttir. Samhliða sýningunni kemur út bók með öllum myndum sýningarinnar sem er til sölu í safnbúð Ljósmyndasafns Reykjavíkur.
Fjölmiðlar Ljósmyndun Fréttir ársins 2024 Féll í sprungu í Grindavík Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent