33 prósent íslenskra ungmenna nota nikótínpúða Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. mars 2025 11:18 Notkun nikótínpúða hefur stóraukist. Getty Um 33 prósent íslenskra ungmenna nota nikótínpúða. Hlutfallið er hvergi hærra á Norðurlöndunum en íslensk ungmenni reykja hins vegar síst. Þetta eru niðurstöður rannsóknar Norrænu velferðarmiðstöðvarinnar, sem byggir á gögnum frá 2018 til 2024. Í skýrslunni segir að 30 prósent norskra ungmenna noti nikótínpúða, 26,8 prósent sænskra ungmenna, 15,7 próesent danskra ungmenna og 9 prósent finnskra ungmenna. Aldursbilið sem um ræðir er ekki nákvæmlega það sama í öllum löndunum, eins og sést hér fyrir neðan. Notkun nikótínpúða eftir kynjum. Í skýrslunni greinir einnig frá því að verulega hafi dregið úr reykingum meðal ungs fólks á Norðurlöndunum en á Íslandi stunduðu 6,6 próesent ungmenna reykingar árið 2023. Hlutfallið á hinum Norðurlöndunum var á bilinu 12,1 prósent til 19 prósent. Íslenskum ungmennum sem reykja hefur fækkað um helming frá árinu 2018, þegar hlutfallið var 12,7 prósent. Sígarettureykingar eftir kynjum. Þegar notkun rafretta er skoðuð kemur í ljós að hún hefur haldist nokkuð stöðug meðal ungs fólks á Íslandi, um það bil 15 til 16 prósent, en er á bilinu 8,7 til 16 prósent á hinum Norðurlöndunum. Rafrettunotkun eftir kynjum. Í samantekt um skýrsluna segir að í umræðu um nikótín sé oft látið að því liggja að það sé skaðaminna eða jafnvel skaðlaust. „Staðreyndirnar eru hins vegar þær að nikótín er sterklega ávanabindandi efni sem hefur sérstaklega skaðleg áhrif á ungt fólk. Í því samhengi má nefna truflun á þroska heilans hjá ungu fólki,“ segir í tilkynningu frá Norrænu velferðarmiðstöðinni. „Niðurstöður skýrslunnar gefa til kynna að þörf sé á markvissum forvörnum og öflugri stefnumótun til að minnka notkun nikótínvara meðal ungmenna. Þrátt fyrir jákvæða þróun á Íslandi varðandi almennar reykingar er ljóst að nýjar nikótínvörur – sérstaklega nikótínpúðar hafa skotið upp kollinum af miklum krafti. Það kallar á fjölþættar aðgerðir s.s. hertar reglugerðir, betra aðgengi að fræðslu og samvinnu milli landa um að takmarka aðgengi og markaðssetningu á nikótínvörum.“ Nikótínpúðar Rafrettur Tóbak Börn og uppeldi Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Sjá meira
Þetta eru niðurstöður rannsóknar Norrænu velferðarmiðstöðvarinnar, sem byggir á gögnum frá 2018 til 2024. Í skýrslunni segir að 30 prósent norskra ungmenna noti nikótínpúða, 26,8 prósent sænskra ungmenna, 15,7 próesent danskra ungmenna og 9 prósent finnskra ungmenna. Aldursbilið sem um ræðir er ekki nákvæmlega það sama í öllum löndunum, eins og sést hér fyrir neðan. Notkun nikótínpúða eftir kynjum. Í skýrslunni greinir einnig frá því að verulega hafi dregið úr reykingum meðal ungs fólks á Norðurlöndunum en á Íslandi stunduðu 6,6 próesent ungmenna reykingar árið 2023. Hlutfallið á hinum Norðurlöndunum var á bilinu 12,1 prósent til 19 prósent. Íslenskum ungmennum sem reykja hefur fækkað um helming frá árinu 2018, þegar hlutfallið var 12,7 prósent. Sígarettureykingar eftir kynjum. Þegar notkun rafretta er skoðuð kemur í ljós að hún hefur haldist nokkuð stöðug meðal ungs fólks á Íslandi, um það bil 15 til 16 prósent, en er á bilinu 8,7 til 16 prósent á hinum Norðurlöndunum. Rafrettunotkun eftir kynjum. Í samantekt um skýrsluna segir að í umræðu um nikótín sé oft látið að því liggja að það sé skaðaminna eða jafnvel skaðlaust. „Staðreyndirnar eru hins vegar þær að nikótín er sterklega ávanabindandi efni sem hefur sérstaklega skaðleg áhrif á ungt fólk. Í því samhengi má nefna truflun á þroska heilans hjá ungu fólki,“ segir í tilkynningu frá Norrænu velferðarmiðstöðinni. „Niðurstöður skýrslunnar gefa til kynna að þörf sé á markvissum forvörnum og öflugri stefnumótun til að minnka notkun nikótínvara meðal ungmenna. Þrátt fyrir jákvæða þróun á Íslandi varðandi almennar reykingar er ljóst að nýjar nikótínvörur – sérstaklega nikótínpúðar hafa skotið upp kollinum af miklum krafti. Það kallar á fjölþættar aðgerðir s.s. hertar reglugerðir, betra aðgengi að fræðslu og samvinnu milli landa um að takmarka aðgengi og markaðssetningu á nikótínvörum.“
Nikótínpúðar Rafrettur Tóbak Börn og uppeldi Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Sjá meira